Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 18
fréttir og fróðleikur
Fréttablaðið sagði frá því
á mánudag að um fjörtíu
starfsmenn Impregilo sem
vinna við gerð aðrennslis-
göng Káranhjúkavirkjunar
hefðu veikst eftir að hafa
fengið mat og drykk í
opnum ílátum. Á síðustu
dögum hafa síðan bor-
ist enn frekari fregnir af
veikindum og óvistlegum
aðstæðum í göngunum og
á þriðjudag stöðvaði Vinnu-
eftirlitið vinnu í göngunum
til að starfsmenn þess gætu
rannsakað aðstæður.
Síðastliðinn föstudag voru fjöru-
tíu starfsmenn sem vinna í
aðrennslisgöngunum óvinnu-
færir vegna niðurgangs og upp-
kasta. Helga Hreinsdóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftirlits Austurlands, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið um liðna
helgi að hreinlæti væri ábótavant
í göngunum því starfsmenn gætu
ekki þvegið sér áður en þeir borð-
uðu, en þeir skammta sér sjálfir
á pappadiska úr opnum ílátum.
Þá væri salernisaðstaða þannig
að ferðaklósett væri um 200
metrum frá þeim stað þar sem
maturinn væri framreiddur.
Portúgali sem starfaði við fram-
kvæmdirnar og hafði samband við
Fréttablaðið sagði meðferðina á
starfsmönnunum ómanneskjulega
og jaðra við mannvonsku.
Hann lýsti aðstæðum starfs-
manna í göngunum á þann veg að
á fimmtudaginn í síðustu viku
hefðu þeir verið djúpt niðri í jörðu
í tólf tíma án þess að fá mat eða
drykk til sín. Því hefðu þeir sleikt
hellisveggina til að svala sárasta
þorstanum. Þegar matarföng bár-
ust loks hefðu mennirnir dýft
könnum sínum í eplasafa sem var
í opinni fötu án þess að hafa þveg-
ið hendur sínar áður, þar sem
hvorki salernis- né þvottaaðstaða
væri fyrir hendi. Veikindin komu
honum því ekki á óvart enda sagði
hann menn hafa komið grátandi
upp úr göngunum þennan dag.
Á þriðjudag fóru svo fulltrúar
Heilbrigðis- og Vinnueftirlits
Austurlands á vettvang og í kjöl-
farið var vinna í göngunum
stöðvuð sökum loftmegnunar.
Þorvaldur Hjarðar, aðstoðar-
umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins,
sagði þá að öryggi starfsfólks í
göngunum væri ógnað. Hann taldi
snefilefni frá dísilknúnum vinnu-
vélum líklegustu orsök loftmeng-
unar, sem hafði valdið starfsmönn-
um andþyngslum og sviða í hálsi.
Impregilo sendi þá frá sér yfirlýs-
ingu þar sem verktakinn harmaði
veikindi starfsmanna sinna, en
sagði vandamálið nýtilkomið.
Breyttar eðlisfræðilegar aðstæður
hefðu valdið því að mengun gæti
farið yfir viðmiðunarmörk á
afmörkuðum svæðum inni í göng-
unum.
Á miðvikudag sendi svo Þorsteinn
Njálsson, yfirlæknir heilsugæslu-
stöðvarinnar á Kárahnjúkum,
Vinnueftirlitinu lista með nöfnum
180 manna sem hefðu veikst frá
10. apríl vegna mengunar í göng-
unum.
Hann sagði enn fremur að for-
svarsmenn Impregilo hefðu vitað
af veikindunum í tvær vikur. Var
hann mjög ósáttur við að Impreg-
ilo hefði ekki brugðist strax við
þegar verktakanum var tilkynnt
um að gera þyrfti úrbætur í
aðrennslisgöngunum eftir að
starfsmennirnir tóku að veikjast.
Stór hluti mannanna sem höfðu
veikst voru með bólgu í hálsi, nef-
stíflur og einkenni um ennis- og
kinnholubólgur en Þorsteinn sagði
að þegar fram liðu stundir hafi
ástandið versnað. „Á mánudaginn
í síðustu viku [16. apríl] komu
hérna mjög ungir menn með veru-
leg miðtaugakerfiseinkenni út af
eitrun,“ sagði Þorsteinn, en ein-
kennin lýsa sér í ertingu á heila-
taugum. Þau væru þó ekki varan-
leg og hyrfu þegar eiturefnin
skiluðu sér úr líkamanum.
Þorsteinn sagði einn mann
liggja á spítala í Póllandi vegna
veikinda sinna. Ástæða þess að
senda þurfti manninn þangað væri
sú að starfsmenn væru hér á eigin
tryggingum og rannsókn á mein-
um mannsins hérlendis hefði verið
honum afar dýr. Landsvirkjun
hafði þó gefið vilyrði fyrir því að
borgað yrði fyrir frekari rann-
sóknir á veikindum starfs-
mannanna.
Fulltrúi Impregilo á Íslandi komst
í gær yfir lista Þorsteins með
nöfnum þeirra 180 starfsmanna
sem höfðu veikst. Þorsteinn sagði
að listanum hefði verið stolið.
„Það er starfsmaður á stofunni
hjá mér sem tekur þessar upplýs-
ingar ófrjálsri hendi og færir yfir-
mönnum þær,“ sagði Þorsteinn,
sem sendi landlækni erindi í kjöl-
farið.
Landlæknir hefur óskað eftir
nánari útlistun á málinu en segir
að Impregilo beri að skila listun-
um enda megi vinnuveitendur
aldrei hafa slíkar upplýsingar
undir höndum. Hann óskar einnig
skýringa á því að ekki hafi borist
tilkynning um veikindin á Kára-
hnjúkum til sóttvarnarlæknis en
samkvæmt nýjum lögum um sótt-
varnir, sem samþykkt voru í lok
síðasta þings, hefði átt að gera
sóttvarnarlækni á Héraði grein
fyrir hópsýkingunni.
Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda á
Austurlandi, yfirmenn Impregilo
og fulltrúar Landsvirkjunar fund-
uðu um málið í gær.
Ófremdarástand við Kárahnjúka
Rekstrarvörur
1982–200725ára
R
V
62
31
Expertinn frá Dreumex
– engin vettlingatök við óhreinindin
Expert frá Dreumex
Áhrifaríkt handþvottakrem
Virkar vel á smurningu,
hráolíu, bremsuvökva,
sement og önnur óhreinindi.
Fáanlegt í handhægum
2,7 ltr. brúsa með dælu.
Örkorn í stað
leysiefna
Húðvænt og
rakagefandi
Kynningarverð
1.230 kr.
Vaxandi spenna vegna framtíðar Kosovo
Felur alltaf í
sér ofbeldi