Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 24
[Hlutabréf]
Kaupþing hagnaðist um 20.281
milljón króna á fyrstu þremur mán-
uðum ársins samanborið við 19.593
milljónir króna á sama tíma í fyrra.
Þetta er annar besti ársfjórðungur-
inn í sögu fyrirtækisins. Afkoman
er heldur fyrir ofan meðaltalsspá
markaðsaðila. Glitnir og Lands-
bankinn höfðu þó reiknað með
hærri hagnaði. Hlutabréf bankans
lækkuðu um 1,66 prósent.
Arðsemi eigin fjár var 27,6 pró-
sent á ársgrundvelli sem er vel yfir
fimmtán prósenta langtímaarðsemis-
markmiðum bankans. Hreiðar Már
Sigurðsson, forstjóri Kaupþings,
kveðst vera mjög ánægður með af-
komu bankans sem var umfram
áætlanir í upphafi árs þar sem horft
var fram á fimmtungsarðsemi eigin
fjár. „Okkur gengur vel á öllum
meginmörkuðum. Það er vöxtur á
Íslandi, í Bretlandi og í Lúxemborg
og á flestum starfssviðum.“
Afkomubati í Bretlandi stendur
upp úr, að mati Hreiðars Más, en sú
samþættingarvinna sem þar hefur
átt sér stað undanfarið eitt og hálft
ár er byrjuð að skila sér í formi auk-
inna tekna. Útlitið fyrir annan árs-
fjórðung er gott. „Við teljum að við
getum vaxið um þrjátíu prósent á
þessu ári með innri vexti.“
Hreinar rekstrartekjur samstæð-
unnar námu rúmum 44 milljörðum
króna og hækkuðu um tæpan fjórð-
ung á milli ára. Hreinar vaxtatekj-
ur jukust um 55 prósent og voru
16.265 milljónir. Hreinar þóknunar-
tekjur voru 12.337 milljónir, sem var
43 prósenta aukning, og gengishagn-
aður dróst lítillega saman og nam
13.456 milljónum.
Rekstrarkostnaður nam 17,7
milljörðum króna og hækkaði um 41
prósent á milli ára. „Við erum búin
að ráða til okkar um fjögur hundr-
uð manns frá ársbyrjun og í þess-
um hópi er mikið af sérfræðingum.
Þegar vel gengur þá hækkar launa-
kostnaður,“ bendir Hreiðar Már á.
Heildareignir Kaupþings námu
4.198 milljörðum króna í lok mars
sem var 3,5 prósenta aukning í ís-
lenskum krónum frá áramótum en
um tíu prósent í evrum. Þetta er
töluvert minni vöxtur en hingað til
hefur sést. Þannig var útlánavöxt-
ur lítill sem enginn, mælt í krónum,
en hins vegar veruleg innlánsauk-
ing. „Við erum mjög ánægð hvað
við náum að auka innlán bankans
mikið en þau jukust um 35 prósent
á fyrsta ársfjórðungi.“ Kaupþing
náði í tvo milljarða evra í ný innlán
á fyrsta fjórðungi ársins, um 175
milljarða króna.
Eigið fé bankans var 314 millj-
arðar króna í lok mars og lækk-
aði um tíu milljarða frá áramótum
sökum arðgreiðslna og styrkingar
krónunnar. Eiginfjárhlutfall (CAD)
var 13,8 prósent samanborið við
15 prósent í árslok. Lausafjárstað-
an er sterk,. „Við erum með nægt
lausafé til að endurgreiða öll út-
gefin skuldabréf til næstu þriggja
ára.“
Afkoma Kaupþings, um 20,3 milljarðar króna, var í takt við væntingar. Hreinar
vaxta- og þóknunartekjur vaxa hratt, sem og rekstrarkostnaður. Hreiðar Már
Sigurðsson telur að bankinn geti vaxið um 30 prósent á árinu með innri vexti.
Kaupþing heldur áfram að auka
við hlut sinn í norska fjármála-
fyrirtækinu Storebrand og á nú
orðið átján prósent hlutafjár.
Þetta segir Hreiðar Már Sigurðs-
son í samtali við Fréttablaðið.
Heildarvirði hlutarins nemur um
48,5 milljörðum króna.
Stutt er síðan að norska fjár-
málaeftirlitið heimilaði Kaupþingi
að eignast allt að fimmtungshlut í
Storebrand.
„Við erum stöðugt að skoða
tækifæri og helst á þessum mörk-
uðum sem við erum að starfa á,“
segir Hreiðar Már.
Bæta enn við sig í
Storebrand í Noregi
Hagnaður Straums-Burðaráss
nam 69,16 milljónum evra á fyrsta
fjórðungi ársins. Það jafngildir
um sex milljörðum króna og er
langt undir væntingum greining-
ardeilda bankanna. Meðaltalsspá
þeirra var á bilinu 100,4 til 119,2
milljónir evra. Á fyrsta fjórðungi
ársins 2006 skilaði bankinn met-
hagnaði upp á 217,51 milljón evra.
Munurinn á spám og raunveru-
leika skýrist meðal annars af
lægri gengishagnaði en búist var
við. Tíu milljóna evra tap varð
af óskráðum eignum. Þá var 28,7
milljóna evra neikvæður gengis-
munur af gjaldeyrisjöfnuði.
Í Morgunkorni Glitnis segir
að fjárfesta skorti upplýsingar
til að átta sig á afkomu og verð-
mæti félagsins. Friðrik Jóhanns-
son, forstjóri Straums-Burðaráss,
segir upplýsingagjöf bankans
ekki ábótavant. „Það er alltaf erf-
itt að reikna út yfir styttri tímabil
hvernig fjárfestingar koma út,“
segir hann og bætir við að upp-
gjörið hafi staðið undir vænting-
um stjórnenda. „Það sem er mikil-
vægast er að okkur gengur vel
með að byggja upp eiginlega fjár-
festingabankastarfsemi. Markmið
okkar var að ná fimmtán prósenta
arðsemi eigin fjár ofan á áhættu-
lausa vexti. Arðsemi eigin fjár
er 20 prósent. Þá erum við með
góðan vöxt á öllum helstu tekju-
sviðum okkar. Það undirstrikar
hversu gott uppgjörið er.“
Hreinar þóknunartekjur námu
30,29 milljónum evra og jukust um
tólf prósent miðað við árið 2006.
Hreinar vaxtatekjur námu 11,16
milljónum evra. Heildareignir
bankans námu 5.191,56 milljónum
evra í marslok. Það er aukning um
nítján prósent frá sama tímabili
í fyrra. Eiginfjárhlutfall er 32,8
prósent.
Bankinn birti nú uppgjör sitt
í fyrsta sinn í evrum. Friðrik
segir að strax megi merkja auk-
inn áhuga erlendra fjárfesta.
Nokkrir nýir hafi komið að bank-
anum frá því að hafið var að gera
upp í evrum um síðustu áramót.
Meðal þeirra eru bandaríski fjár-
festirinn James Leitner sem situr
í stjórn bankans.
Á kynningarfundi uppgjörsins í
gær kom fram að skrifstofa yrði
opnuð í Stokkhólmi á miðju ári. Fé-
lagið verður eftir það með starfs-
stöðvar í fimm borgum: Reykja-
vík, Kaupmannahöfn, Amsterdam,
London og Stokkhólmi.
Straumur undir spám
Peningaskápurinn ...
rði.
Sími: Áki: 8926723 & Kristján: 8960602 • www.spakongen.is
Kanadískir gæða nuddpottar
Sterkustu og sparneitnustu pottarnir í dag