Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is VG er flokkur sem hugsar hlutina lengra en einungis eitt kjörtímabil. Öflugt vel- ferðarkerfi er spurning um áherslur í fjárlög- um. Með því að efla menntakerfið væri hægt að skapa samfélag þar sem allir hafa í raun jafna möguleika á menntun. Á Norðurlöndun- um höfum við dæmi um öflugt menntakerfi sem skapar grundvöll fyrir grósku og ný- sköpun í atvinnulífinu sem heldur hagvexti stöðug- um. Þar er fólk líka vel tryggt með öflugu velferðar- kerfi og veit að það fær góða þjónustu fyrir þá skatt- peninga sem það greiðir til ríkisins. Okkar tillaga í fangelsismálum gengur út á öflug meðferðarúrræði og menntun fyrir fanga. Með góðu uppbyggingar- og betrunarstarfi ætti að draga mjög úr endurkomu í fangelsin, sem í dag er um 50%. Það er vel hægt að ná árangri með meðferðum við hæfi við ofbeldis- og kynferðisafbrotum sem og öðrum brotum, sérstaklega ef tekið er á vandanum í upp- hafi afbrotaferils. Slíkar áherslur myndu minnka út- gjöld til fangelsismála þegar til lengri tíma er litið og stórauka möguleika fanga á betra lífi eftir fangelsisvist. Við viljum stórauka rannsóknir í heil- brigðismálum þannig að við getum verið framarlega í heiminum á því sviði að finna orsakir sjúkdóma. Með þekkingu og fræðslu getum við bætt lýðheilsu. Þegar það verður reiknað út eftir 50-100 ár þá mun okkar að- ferð vera mun ódýrari en sú að nota plást- urslausnir í stað þess að takast á við orsak- ir vandans. Einnig viljum við leggja áherslu á heimaþjón- ustu við sjúklinga og eldri borgara. Þannig virðum við óskir þeirra um að búa lengur heima við og þrátt fyrir að heimaþjónustan kosti peninga, þá kostar hún minna en steinsteypa sem fáir vilja nota. Vinstri hreyfingin – grænt framboð vill byggja upp betra samfélag til frambúðar. Til þess þarf öfl- ugt velferðarkerfi með lausnum sem raunverulega bæta samfélagið og því þarf að hugsa lausnir lengra en eitt kjörtímabil. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Grundvöllur fyrir grósku Væri hér ekki jafnrétti milli karla og kvenna, þá gæti verið skiljanlegt, að konur vildu einar sér vinna að sínum kröfum, er karlmenn hefðu ekki viljað sinna. En því er ekki svo varið. Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið“. (Morgunblaðið 4/6 1926). Tilefni þessara orða Morgunblaðsins var umræða um sérstakan Kvenna- lista til Alþingis. Sú bjartsýni sem þarna birtist endurspeglar það al- genga viðhorf að þetta sé nú allt að koma – eða hreinlega komið. Hún hefur verið tengd við frjálslyndis- hugmyndir um línulega þróun og óslitnar framfarir í upplýstu nú- tímaþjóðfélagi. Þetta mætti kalla örlagabjartsýni sem felur oft í sér að ekkert þurfi að koma til, hvorki barátta né aðgerðir, jafnrétti komi nánast sjálfkrafa með tímanum. Sálfræðingurinn Daníel Þór Ólason hefur í öðru samhengi fjallað um muninn á örlagabjartsýni og bar- áttuþreki. Örlagabjartsýni er að treysta á gæfuna eða forsjónina og láta þar við sitja, meðan baráttu- þrek felst í að undirbúa sig undir verkefnin og takast á við þau á markvissan hátt. Örlagabjartsýni í jafnréttismál- um tengist oft öðrum sjónarmið- um, t.d. að það litla sem eftir er af misrétti sé konum sjálfum að kenna. Samt sem áður getur verið óvinsælt að gagnrýna eða gera eitthvað í málunum. Markvissar jafnréttisaðgerðir eru gjarna tald- ar niðurlæging fyrir konur af því að þær eiga að keppa á sömu for- sendum og karlar. Margt af því sem sumir telja kynbundið mis- rétti telja aðrir nefnilega að hafi ekkert með kyn að gera heldur sé „tilviljun“ eða „misskilningur“ eða „gáleysi“ (fv. formaður KSÍ um kynbundið verðlaunafé). Og jafn- vel hreinar öfgar að hafa orð á því. Svo eru þeir sem telja að jafnréttið komi með unga fólkinu. Lagalegu misrétti hafi verið útrýmt, yngri kynslóðir séu aldar upp við jafn- réttissinnaðri og víðsýnni viðhorf en eldri kynslóðir. Gallinn er bara að við erum oft að ræða jafnrétt- ismál út frá tilfinningu og hvernig við höldum að hlutirnir séu en ekki út frá gagnreyndri þekkingu. Auður Magndís Leiknisdóttir fé- lagsfræðingur skoðaði jafnréttis- viðhorf á kerfisbundinn hátt í BA- ritgerð sinni „Bráðum kemur betri tíð - Um viðhorf til jafnréttismála í upphafi 21. aldar“ (2005). Hún bjó til jafnréttisvísitölu úr einföld- um spurningum sem auðvelt var að staðreyna og skoðaði hvernig þekking og viðhorf tengjast kyni, menntun, aldri, atvinnustöðu o.fl. Niðurstöðurnar voru athyglisverð- ar og sumar sláandi. Þekkingar- leysi og íhaldssemi var meiri en talið hefur verið og marktækur munur milli hópa. Þannig eru karl- ar íhaldssamari en konur, atvinnu- rekendur íhaldssamari en launa- fólk og síðast en ekki síst er yngsta kynslóðin (18-31 árs) íhaldssamari en þeir sem eru eldri. Hvernig á að túlka þessar nið- urstöður, t.d. að karlar séu íhalds- samari en konur? Eru þeir hallari undir óbreytt ástand og af hverju? Og hvers vegna eru atvinnurek- endur íhaldssamari en launafólk? Viðkvæði þeirra er gjarna að það sé andstætt hagsmunum fyrir- tækja að mismuna fólki, markað- urinn sé kynblindur og að lögmál hans sjái um að réttlætinu sé full- nægt. Því miður styðja rannsókn- arrök það ekki. Byggjast þessi við- horf um aukið jafnrétti á bjartsýni einni saman, að allt komi að sjálfu sér? Það er athyglisvert og rímar við neikvæða afstöðu Samtaka at- vinnulífsins til nýs frumvarps til jafnréttislaga þar sem hert er á aðgerðaskyldu fyrirtækja og stjórnvalda. Síðast en ekki síst má spyrja hvaða þýðingu þessi íhalds- semi hafi hjá yngri kynslóðum og strákum sérstaklega? Hvað segir það um alla áhrifavaldana í sam- félaginu, félagslífið í skólunum, dægurmenninguna, netið? Það þarf ekki að vafra lengi á netinu til að sjá hve algengt er að ungir strákar amist við kvennabaráttu. Margir þeirra gætu orðið stjórn- endur og atvinnurekendur fram- tíðarinnar. Sagan kennir okkur að misrétti og ranglæti hverfur sjaldnast af sjálfu sér, um það vitnar ekki bara kvennahreyfingin heldur einnig verkalýðshreyfingin, frelsishreyf- ing svertingja, mannréttindahreyf- ingar samkynhneigðra, fatlaðra, öryrkja og annarra minnihluta- hópa. Bjartsýni og jákvæðni eru mikilvægt veganesti fyrir hópa í frelsisbaráttu, að eiga sér vonir og drauma um betra líf. Það bjarg- ar okkur frá hlutskipti hinna von- lausu sem Steinn Steinarr lýsti svo vel með orðunum „það bjarg- ast ekki neitt, það ferst, það ferst“. En þegar bjartsýnin tekur á sig mynd örlagabjartsýninnar er stutt í aðgerðaleysi, uppgjöf og úrtöl- ur þar sem þvert á móti er þörf á gleði og baráttuþreki. Forréttindi eru nefnilega sjaldan látin af hendi átakalaust og jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, hversu heitt sem við óskum þess – eins og Mogginn forðum. Örlagabjartsýni og baráttuþrek E kki kom á óvart að tillaga um að heimila hjónavígslu samkynhneigðra hefði verið felld á nýafstöðnu presta- þingi. Kirkjan hefur lengi verið þrándur í götu sam- kynhneigðra í réttindabaráttu þeirra og jafnvel unnið að því hörðum höndum að þeir hljóti ekki sömu rétt- indi og aðrir þegnar. Tillagan kvað á um að Þjóðkirkjan færi þess á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu sam- kynhneigðra. Í nóvember 2005 var lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað var að jafna fjölskyldurétt án tillits til kynhneigðar. Frum- varpið varð að lögum og hafa samkynhneigðir jafnan rétt og gagnkynhneigðir til að skrá sig í óvígða sambúð hjá Hagstof- unni. Ekki var kveðið á um breytingar á hjónavígslu samkyn- hneigðra. Guðrún Ögmundsdóttir lagði því fram breytingartil- lögu við frumvarpið í allsherjarnefnd þingsins þess efnis að safnaðarprestum og forstöðumönnum trúfélaga væri heimilt að fara með vígsluréttinn óskuðu þeir þess. Breytingartillaga hennar var ekki samþykkt. Samkynhneigðir eiga að njóta sömu réttinda og aðrir þegnar. Það eru sjálfsögð mannréttindi. Þjóðkirkjan á ekki að leyfa sér að brjóta á sjálfsögðum mannréttindum eins og hún gerir nú með því að hafna hjónavígslu samkynhneigðra. Þjóðkirkjan er ekki yfir lögin hafin, jafnvel þótt hún segist þjóna guði. Guð er ekki æðsta valdið í nútímasamfélagi en kosningaúrslit presta- þingsins eru þó lituð af þeirri trú. Ef það verður að lögum að þjóðkirkjan megi gefa saman samkynhneigð hjón ætti það að vera algild regla en ekki háð vilja prestanna eða kirkjunnar. Ef kirkjan vill velja og hafna hjónavígslum á hún að vera aðskilin ríkinu. Ekki má þó líta framhjá því að stórt framfaraskref var tekið þegar tillagan var lögð fram á prestaþinginu. Tillagan kvað á um að kirkjan sjálf hefði frumkvæði að því að leyfa hjónavígslur samkynhneigðra. Hún kom meðal annars frá guðfræðingum sem eru margir prestar framtíðarinnar. Vonandi er þetta upp- hafið að nýrri hugsun í kirkjunni, þar sem múrar fordóma eru felldir og völdin tekin frá afturhaldsseminni. Fólk af sínu kyninu hvort getur gengið í hjónaband hjá borgar- dómara, í kirkju eða hjá skráðu trúfélagi. Löggjafinn er sá sem ákveður að þessar hjónavígslur séu löglegar. Valdið er hjá lög- gjafanum, ekki kirkjunni. Samkynhneigðir geta aðeins gengið í hjónaband hjá borgardómara. Það er mismunun. Ef þeir sem hafa leyfi til að annast hjónavígslu eru að mismuna fólki eftir kynhneigð er spurning hvort þeir séu verðugir leyfishafar. Afturhaldssemi Þjóðkirkjan á ekki að leyfa sér að brjóta á sjálf- sögðum mannréttindum eins og hún gerir nú með því að hafna hjónavígslu samkynhneigðra. ðnaðarsamband Íslands auglýsir Lokað verður í dag föstudaginn 27. apríl vegna þings ðnaðarsambandsins. Opnum aftur mánudaginn 30. apríl kl. 09:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.