Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 44

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 44
 27. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið fákar og fólk Hestar stunda sund af kappi í sundlaugaraðstöðu í Víðidal. „Viðtökurnar eru brjálaðar og mikið að gera. Við erum að frá sjö á morgnana til tíu á kvöldin,“ segir Arna Rúnarsdóttir sem á og rekur hestasundlaug Faxahesta í Víðidal ásamt eiginmanni sínum, Helga Leifi Sigmarssyni. Arna segir alls konar fólk koma með hesta sína, allt frá atvinnumönn- um til áhugamanna. „Við erum til dæmis með fjóra hesta í sundi sem eru yfir tvítugt,“ segir Arna. Sundið, sem er nýtt af nálinni í þjálfun íslenska hestsins á Ís- landi, þykir góð viðbót við þjálfun auk þess sem það er góð sjúkra- þjálfun fyrir hesta sem orðið hafa fyrir meiðslum. Sundið hjálpar þannig til við að jafna misstyrk, styrkja bakvöðva, bæta yfirlínu og auka burð og styrk hestsins. „Áhuginn hefur farið stigvax- andi alveg frá því að við opnuð- um í nóvember og er það fram- ar okkar björtustu vonum,“ segir Arna en í sundlaugina fara um fjörutíu hestar á dag. Þeir synda mislengi en fara eftir það undir hitalampa ef kalt er í veðri svo þeir þorni fyrr. Síðan er einnig boðið upp á að láta hestana ganga á sérútbúnu hlaupabretti. Því má segja að Faxahestar reki nokk- urs konar heilsuræktarstöð fyrir hesta. Arna býst við að töluvert verði um að vera í sundlauginni í sumar þó að flestir hestar séu í sumarhaga. Enda hefur sýnt sig að margir víla ekki fyrir sér að flytja hestana langar leiðir í sund- ið. „Hér koma hestar alla leið frá Hellu og Borgarfirði einu sinni í viku,“ útskýrir Arna glöð í bragði og snýr sér aftur að vinnunni. solveig@frettabladid.is Eykur þol og byggir upp vöðva Arna Rúnarsdóttir leiðir hestinn um sundlaugina þar sem hann styrkir vöðva og eykur úthald. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLISannkallaða líkamsræktarstöð fyrir hestana er að finna í Víðidalnum, hér er einn á hlaupabrettinu en það eykur úthald, bætir fet og byggir upp vöðva.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.