Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 8
 „Þarna gætir mis- skilnings því það er alveg ljóst að rekstur Strætó hefur tekið stökk- breytingu nánast frá þeim degi sem núverandi stjórn tók til starfa eftir sveitarstjórnarkosningar í fyrra,” segir Ármann Kr. Ólafs- son, stjórnarformaður Strætó bs., um gagnrýni á rekstur fyrirtækis- ins frá Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, og Jón- mundi Guðmarssyni, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Jónmundi Guðmarssyni að illa væri haldið á stjórn Strætó og Gunnar I. Birgisson sagðist hafa lagt til á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu (SSH) að minni sveitarfélögin tæku sig saman um rekstur stræt- ólínu sem næði frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Hið sameiginlega Strætó bs. yrði þá lagt niður. Auk þess að vera formaður stjórnar Strætó er Ármann forseti bæjar- stjórnar í Kópavogi. Hann segir samstarfið innan stjórnar Strætó hafa verið mjög gott og þess vegna komi honum deilur um Strætó á vettvangi stjórnar SSH á óvart. Ármann segir aðgerðir stjórnar Strætó hafa leitt til þess að rekst- urinn hafi verið nánast á sléttu á síðari hluta ársins. Allt bendi til þess að tölur fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs muni sýna að rekstraráætlanir standist nær fullkomlega. Í fyrra hafi hins vegar verið nítján prósent halli á rekstrinum á fyrstu fjórum mán- uðunum miðað við áætlanir. „Menn munu sjá að það hefur verið lyft Grettistaki varðandi reksturinn,” segir hann. Að sögn Ármanns gætir einnig misskilnings varðandi þá ákvörð- un Reykjavíkurborgar að gefa hópi námsmanna frítt í strætó. „Það er ekkert í samkomulagi byggðasamlagsins sem bannar einu sveitarfélaginu að vera með sértækar aðgerðir innan síns sveitarfélags,“ segir Ármann. „Þótt það geti verið erfitt pólit- ískt er í sjálfu sér ekkert flókið við það að láta alla náms- menn í Reykjavík fá sér- stök skírteini sem gilda fram á næsta vor. Það fellur enginn aukakostn- aður á Strætó vegna þess, því Reykjavíkur- borg ætlar að borga fyrir það, rétt eins og Hafnar- fjarðarbær ber kostnað- inn af því að gefa sínum eldri borgurum frítt í Strætó.” Þá segir Ármann það rétt hjá Jónmundi Guð- marssyni að kostnaður Seltjarnar- ness hafi hækkað mikið. Samt sem áður sé Seltjarnarnes að borga minnst allra sveitarfélaga á hvern íbúa: „Skýringin á því að þeir voru langlægstir er sú að Reykjavíkurborg greiddi niður kostnað Seltjarnarnesbæjar þegar þeir fóru inn í byggðasam- lagið.“ Höfum lyft grettistaki segir stjórnarformaður Stjórnarformaður Strætó segir ekki rétt hjá bæjarstjórum Seltjarnarness og Kópavogs að óstjórn sé á fyrirtækinu. Þvert á móti hafi verið lyft grettistaki í rekstrinum eins og tölur sem birtar verða fljótlega muni sýna. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 78 18 0 5/ 07 VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD www.hi.is BS NÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands býður upp á hagnýtt og framsækið BS nám í viðskiptafræði. Fjórar námsleiðir: Fjármál Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Reikningshald Stjórnun og forysta Nemendur geta nýtt sér fjölbreytileika HÍ og tekið valnámskeið m.a. í tungumálum, lögfræði, sagnfræði, tölvunarfræði eða stjórnmálafræði. Námið er góður undirbúningur fyrir fjölbreytt störf í atvinnulífinu og framhaldsnám í viðskiptafræði eða skyldum greinum. Framúrskarandi aðstaða verður tekin til notkunar fyrir nemendur deildarinnar í haust. Umsóknarfrestur til 5. júní. Árleg skráningargjöld: 45.000 krónur. Nánari upplýsingar á vidskipti.hi.is Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. VÉLASVIÐ | Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími 590 5100 |www.hekla.is/velasvid HEKLA er umboðsaðili Perkins á Íslandi Veldu aðeins viðurkennda varahluti Sveinn Andri Sveins- son hæstaréttarlögmaður verður í dag skipaður ræðismaður Indón- esíu hér á landi. Indónesía er fjöl- mennasta ríkið sem ekki hefur haft ræðismann hér á landi til þessa. Sveinn Andri segir þetta vera mikinn heiður og vonast til þess að geta hjálpað til við að styrkja sam- band Íslands og Indónesíu. „Það eru miklir möguleikar fyrir ýmis íslensk fyrirtæki og fjárfesta í Indónesíu, ekki síst á sviði orku- mála, en Indónesía er mjög rík af jarðvarma og sérfræðiþekking á því sviði er óvíða meiri en hér á landi. Ég lít svo á að ég geti lagt lóð á vogarskálarnar til þess greiða fyrir jákvæðum samskiptum á þessum sviðum, sem og öðrum.“ Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, leitaði til Sveins Andra fyrir nokkru síðan en nokkurn tíma hefur tekið að ganga frá skip- uninni. Sveinn Andri hefur unnið lögmannsstörf fyrir fólk sem kemur frá ýmsum nágrannaríkj- um Indónesíu í Asíu, og þekkir vel aðstæður fólks frá þessum heims- hluta sem býr hérlendis. Sveinn Andri skipaður ræðis- maður Indónesíu hér á landi Að loknum fundi með utanríkisráð- herrum G8-ríkjanna ákváðu utanríkisráðherrar Afganistans og Pakistans að efla samvinnu milli ríkisstjórna landanna tveggja. Rangin Radfar Danta, utanríkisráðherra Afgani- stans, og Khursid Kasuri, utanríkisráðherra Pakistans, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðust ítreka vilja ríkisstjórna beggja landanna til þess að styrkja samvinnu og samskipti „á öllum sviðum, en sérstaklega þó á sviði öryggis- mála, málefna flóttamanna, efnahagsþróunar og aukinna samskipta milli þjóða“. Fundurinn var haldinn í Potsdam skammt fyrir sunnan Berlín og var öryggisgæsla gífurlega mikil. Svartklæddar leyniskyttur gættu dyra ráðstefnu- hússins og þyrlur sveimuðu fyrir ofan. Leiðtogafundur G8-ríkjanna, sem er hópur stærstu iðnríkja heims, verður haldinn í Heiligen- damm í Þýskalandi dagana 6. til 8. júní næstkom- andi. Utanríkisráðherrafundurinn er einn af mörgum ráðherrafundum G8-hópsins sem haldnir hafa verið til undirbúnings leiðtogafundinum. Auk þess að ræða við utanríkisráðherra Afgani- stans og Pakistans eru meðal annars málefni Kosovo til umræðu á fundi utanríkisráðherranna, sem hafa átt erfitt með að fá Rússa til að fallast á hugmyndir Sameinuðu þjóðanna um framtíð héraðsins. Ætla að vinna meira saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.