Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 11
 Hundruð íraskra og bandarískra hermanna lokuðu hluta af borgarhverfinu Sadr- borg í Bagdad í gær af og gengu hús úr húsi í leit að fimm Bretum, sem var rænt úr stjórnarbygg- ingu skammt frá daginn áður. Mennirnir fimm voru á þriðjudag dregnir út úr byggingu íraska fjármálaráðuneytisins af um 40 þungvopnuðum mönnum í lögreglubúningum og ekið burt í heilli lest jeppa inn í Sadr-borg, að sögn íraskra embættismanna. Háttsettur Íraki sagði Mahdi- herinn, vopnað lið sjía-klerksins Moktada al-Sadr, grunaðan um verknaðinn. Rassía gerð í Sadr-hverfinu Í stjórn 71 prósents íslenskra fyrirtækja er enga konu að finna, sé miðað við þau 100 fyrirtæki sem mesta veltu hafa. Þetta kemur fram í könnun um hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stöðum, sem unnin var af Rannsóknasetri vinnuréttar og jafn- réttismála við Háskólann á Bifröst. Í þremur fyrirtækjanna er stjórnarformaðurinn kona, en þess ber að geta að ein þeirra er pólit- ískt skipuð. Fyrirtækj- um með skrif- legar jafnrétt- isáætlanir hefur fækkað frá árinu 2005. Þá var 61 pró- sent stærstu fyrirtækja með slíka áætl- un, en nú stát- ar þriðjungur fyrirtækjanna af jafnréttisáætlun. Alls skipa konur átta prósent stjórnarsæta, eða 32 af 408. Hlut- fallið var hærra árið 2005, eða tólf prósent. Reyndar stóðu konur almennt séð betur að vígi árið 2005 en í ár, utan að af forstjórum og framkvæmdastjórum eru nú fjór- tán prósent konur en voru tíu pró- sent fyrir tveimur árum. Elín Blöndal, forstöðumaður Rannsóknasetursins, segir niður- stöður ekki koma sérstaklega á óvart. „Ég hefði viljað sjá einhverja merkjanlega hreyfingu milli ára, en svo er ekki,“ segir hún. Elín bendir á að taka þurfi tillit til þess að ekki er í öllum tilfellum um sömu fyrirtækin að ræða. Af þeim 100 stærstu eru 63 ný á lista. Færri konur í stjórn en áður Bandaríska fjarskipta- stofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjar- skiptatæki þurfa leyfi stofnunar- innar áður en þau fara á markað. Síminn er í raun farsími, lófatölva og iPod- spilari í einu og sama tækinu. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá hann var kynntur í janúar síðastliðnum og er búist við að hann seljist grimmt þegar hann kemur á markað. Evrópubúar þurfa þó að bíða til ársloka eftir gripnum. iPhone fær fjarskiptaleyfi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.