Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 11
Hundruð íraskra og
bandarískra hermanna lokuðu
hluta af borgarhverfinu Sadr-
borg í Bagdad í gær af og gengu
hús úr húsi í leit að fimm Bretum,
sem var rænt úr stjórnarbygg-
ingu skammt frá daginn áður.
Mennirnir fimm voru á
þriðjudag dregnir út úr byggingu
íraska fjármálaráðuneytisins af
um 40 þungvopnuðum mönnum í
lögreglubúningum og ekið burt í
heilli lest jeppa inn í Sadr-borg,
að sögn íraskra embættismanna.
Háttsettur Íraki sagði Mahdi-
herinn, vopnað lið sjía-klerksins
Moktada al-Sadr, grunaðan um
verknaðinn.
Rassía gerð í
Sadr-hverfinu
Í stjórn 71
prósents íslenskra
fyrirtækja er enga
konu að finna, sé
miðað við þau 100
fyrirtæki sem mesta
veltu hafa.
Þetta kemur fram
í könnun um hlutfall
kvenna í stjórnum
og æðstu stöðum,
sem unnin var af
Rannsóknasetri
vinnuréttar og jafn-
réttismála við Háskólann á Bifröst.
Í þremur fyrirtækjanna er
stjórnarformaðurinn kona, en þess
ber að geta að ein þeirra er pólit-
ískt skipuð.
Fyrirtækj-
um með skrif-
legar jafnrétt-
isáætlanir
hefur fækkað
frá árinu 2005.
Þá var 61 pró-
sent stærstu
fyrirtækja
með slíka áætl-
un, en nú stát-
ar þriðjungur
fyrirtækjanna
af jafnréttisáætlun.
Alls skipa konur átta prósent
stjórnarsæta, eða 32 af 408. Hlut-
fallið var hærra árið 2005, eða tólf
prósent. Reyndar stóðu konur
almennt séð betur að vígi árið 2005
en í ár, utan að af forstjórum og
framkvæmdastjórum eru nú fjór-
tán prósent konur en voru tíu pró-
sent fyrir tveimur árum.
Elín Blöndal, forstöðumaður
Rannsóknasetursins, segir niður-
stöður ekki koma sérstaklega á
óvart.
„Ég hefði viljað sjá einhverja
merkjanlega hreyfingu milli ára,
en svo er ekki,“ segir hún.
Elín bendir á að taka þurfi tillit
til þess að ekki er í öllum tilfellum
um sömu fyrirtækin að ræða. Af
þeim 100 stærstu eru 63 ný á lista.
Færri konur í stjórn en áður
Bandaríska fjarskipta-
stofnunin gaf Apple á dögunum
leyfi til að selja
farsíma sinn
iPhone. Með
leyfinu er nú
ekkert því til
fyrirstöðu að
Apple hefji sölu á
símanum í júní,
eins og áætlað
var. Öll fjar-
skiptatæki þurfa
leyfi stofnunar-
innar áður en þau
fara á markað.
Síminn er í
raun farsími, lófatölva og iPod-
spilari í einu og sama tækinu.
Hann hefur notið gríðarlegra
vinsælda allt frá hann var
kynntur í janúar síðastliðnum og
er búist við að hann seljist grimmt
þegar hann kemur á markað.
Evrópubúar þurfa þó að bíða til
ársloka eftir gripnum.
iPhone fær
fjarskiptaleyfi