Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
En ekki alveg öruggt Maður með sýn
Stórundarlegt
Er að græja Bryggjuhverfið
4
Meðan sumir agnúast út í
veggjakrotið í miðborginni
hafa aðrir á því sérstakt
dálæti. Páll Hilmarsson
hefur skrifað BA-verkefni
um götulist í Reykjavík og
tekið hundruð ljósmynda
af verkum götulistamanna.
Hann segir að reykvísk
götulist sé á heimsmæli-
kvarða.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
þessu listformi og hef sjálfur
stundað götulist að einhverju
marki. Fyrir þremur árum síðan
byrjaði ég að taka myndir af götu-
list og hef gert það markvisst
síðan þá. Ég tek myndavélina með
mér hvert sem ég fer og á orðið
mikið safn mynda,“ segir Páll.
Myndasafnið varð kveikja að BA-
verkefni um götulist en Páll
útskrifaðist sem mannfræðingur
frá Háskóla Íslands í febrúar
síðatliðnum.
„Það sem mér finnst svona heill-
andi við götulist er fyrst og fremst
tjáningin. Þarna er einstaklingur í
samfélaginu sem sér sig knúinn til
þess að tjá sig á þennan hátt. Götu-
listin kallast á við umhverfi sitt og
oftast felast í henni einhver skila-
boð. Ef maður skoðar veggjakrot-
ið með þessu hugarfari þá breytist
viðhorfið,“ segir Páll og bætir því
við að yfirleitt sé dregin upp afar
neikvæð mynd af veggjakroti í
fjölmiðlum.
Það er algengt að fólk skipti
veggjakroti í skemmdarverk og
list. Flestir eru umburðarlyndari
fyrir veggjakroturum sem mála
stórar og flóknar myndir á veggi í
skjóli nætur heldur en þeim sem
krota nöfnin sín út um allar trissur.
Páll sér hins vegar lítinn mun á
þessu tvennu. „Skilin þarna á milli
eru óljós og engum sýnileg. Í
grunninn eru menn að gera það
sama. Þeir eru að tjá sig og skilja
eitthvað eftir sig,“ segir Páll.
Í sumar verða verktakar að
störfum í miðborginni við að þrífa
veggjakrot en auknu fjármagni
hefur verið veitt til þeirra verka.
Páll hefur litla trú á að slíkar
aðgerðir stöðvi götulistamennina.
„Þetta hefur verið reynt víða og
hefur hvergi gagnast vel. Ég skil
vel að fólk vilji ekki að það sé krot-
að á húsin þeirra. Menn verða hins
vegar líka að átta sig á því að við
búum í samfélagi við annað fólk
og mörkin á milli opinbers rýmis
og einkarýmis eru óljós. Götulista-
menn teygja þessi mörk og ögra
enda er það eðli slíkrar listar,“
segir Páll.
Slóðin á vefsvæði Páls er: www.
reykjavik.gotuli.st.
Götulist á heimsmælikvarða