Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ En ekki alveg öruggt Maður með sýn Stórundarlegt Er að græja Bryggjuhverfið 4 Meðan sumir agnúast út í veggjakrotið í miðborginni hafa aðrir á því sérstakt dálæti. Páll Hilmarsson hefur skrifað BA-verkefni um götulist í Reykjavík og tekið hundruð ljósmynda af verkum götulistamanna. Hann segir að reykvísk götulist sé á heimsmæli- kvarða. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessu listformi og hef sjálfur stundað götulist að einhverju marki. Fyrir þremur árum síðan byrjaði ég að taka myndir af götu- list og hef gert það markvisst síðan þá. Ég tek myndavélina með mér hvert sem ég fer og á orðið mikið safn mynda,“ segir Páll. Myndasafnið varð kveikja að BA- verkefni um götulist en Páll útskrifaðist sem mannfræðingur frá Háskóla Íslands í febrúar síðatliðnum. „Það sem mér finnst svona heill- andi við götulist er fyrst og fremst tjáningin. Þarna er einstaklingur í samfélaginu sem sér sig knúinn til þess að tjá sig á þennan hátt. Götu- listin kallast á við umhverfi sitt og oftast felast í henni einhver skila- boð. Ef maður skoðar veggjakrot- ið með þessu hugarfari þá breytist viðhorfið,“ segir Páll og bætir því við að yfirleitt sé dregin upp afar neikvæð mynd af veggjakroti í fjölmiðlum. Það er algengt að fólk skipti veggjakroti í skemmdarverk og list. Flestir eru umburðarlyndari fyrir veggjakroturum sem mála stórar og flóknar myndir á veggi í skjóli nætur heldur en þeim sem krota nöfnin sín út um allar trissur. Páll sér hins vegar lítinn mun á þessu tvennu. „Skilin þarna á milli eru óljós og engum sýnileg. Í grunninn eru menn að gera það sama. Þeir eru að tjá sig og skilja eitthvað eftir sig,“ segir Páll. Í sumar verða verktakar að störfum í miðborginni við að þrífa veggjakrot en auknu fjármagni hefur verið veitt til þeirra verka. Páll hefur litla trú á að slíkar aðgerðir stöðvi götulistamennina. „Þetta hefur verið reynt víða og hefur hvergi gagnast vel. Ég skil vel að fólk vilji ekki að það sé krot- að á húsin þeirra. Menn verða hins vegar líka að átta sig á því að við búum í samfélagi við annað fólk og mörkin á milli opinbers rýmis og einkarýmis eru óljós. Götulista- menn teygja þessi mörk og ögra enda er það eðli slíkrar listar,“ segir Páll. Slóðin á vefsvæði Páls er: www. reykjavik.gotuli.st. Götulist á heimsmælikvarða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.