Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 27

Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 27
FL Group hefur selt alla hluti sína, 10,76 prósent, í danska raftækjaframleið- andanum Bang & Olufsen fyrir 10,2 milljarða króna. Tap FL Group á fjárfesting- unni nemur um 100 milljón- um króna. FL Group kom inn í hlutahafahóp Bang & Olufsen í febrúar í fyrra með kaupum á 8,2 prósenta hlut fyrir 7,5 milljarða króna. Það bætti fljótlega við sig og jók hann smám saman í 10,76 prósent. Afkoma Bang og Olufsen hefur verið undir væntingum og hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um sjö prósent frá því FL Group kom inn í hluthafahópinn í fyrra. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi FL Group, segir ljóst að félagið hafi ekki hagnast á kaupun- um. Megi vænta betri ávöxtunar á öðrum vettvangi og hafi því verið ákveðið að selja bréfin til hóps danskra og alþjóðlegra stofnana- fjárfesta. Að sögn Kristjáns er ætlunin að setja söluandvirði bréfanna í verk- efni þar sem peningarnir vinni betur fyrir sér en hjá Bang & Oluf- sen. „Svo þurfum við alltaf á því að halda að geta fært pening úr einu verkefni í annað og leitum allt- af eftir eins góðri ávöxtun og við getum fengið,“ segir hann og bætir við að FL Group sé ætíð að skoða ný verkefni. Slíkt krefjist fjármagns. Danska blaðið Börsen greindi frá því í gærmorgun að FL Group hefði tapað jafnvirði um 670 millj- óna íslenskra króna á viðskiptun- um. Kristján segir svo ekki vera. Hafi blaðið ekki tekið tillit til arð- greiðslna og mismunandi gengis á bréfum í Bang & Olufsen við kaup FL Group og því hafi verið farið fram á að Börsen leiðrétti skrif sín. Kristján sagði það engu að síður rétt að FL Group hefði tapað á fjár- festingunni. Fjárhæðin væri hins vegar mun lægri, um 100 milljónir íslenskra króna. Það er auðvelt að finna ljúffengt, fitulétt SS álegg í verslunum því umbúðirnar eru nú sérstaklega auðkenndar á áberandi hátt með áletruninni LÉTT ÁLEGG. Tegundirnar eru mun fleiri en hér eru sýndar og þeim á eftir að fjölga enn frekar. Líttu eftir ljúffenga SS létt álegginu í næstu verslun – og taktu lífinu létt. Kjúklingaálegg Sumir vilja bara þetta álegg og ekkert annað. Það er ástæða fyrir því! Skinka Möguleikarnir eru endalausir. Prófaðu eitthvað nýtt daglega. Létt og gott – ný létt áleggslína í SS fjallahringinn www.ss.is Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutn- ingi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtök- in GMB saka Bakkavör, einn helsta birgi Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórversl- anakeðjunnar Tesco könnuðu fyrir- varalaust aðbúnað í einni af verk- smiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðv- ar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðs- forkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskipta- sambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Fé- lagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármála- stjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagn- vart Bakkavör á undanförnum mán- uðum sem megi rekja til árangurs- lausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utan- aðkomandi aðila, svo sem viðskipta- vina og opinberra aðila,“ segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglu- bundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af megin- birgjum Tesco, ákvað að inn- kalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu al- gjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert.“ Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að fé- lagið skoði aðstæður hjá framleið- endum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvara- laust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau at- riði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið fram- leiðslueftirlit. Spurð hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.