Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 31.05.2007, Síða 40
 31. MAÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið sjómannslíf Siglingafyrirtækið Sæferðir stendur fyrir skemmtiferðum frá Stykkishólmi, þar sem fjölbreytilegt fuglalíf og berg- myndanir eru meðal annars skoðaðar, farið á söguslóðir og boðið upp á góð- gæti úr sjónum. „Við siglum fyrst frá höfninni í Stykkishólmi að eyjunum og skoðum sérstæðar berg- myndanir og fuglabjörg. Það er með ólík- indum hversu nálægt maður kemst fuglun- um. Þeir eru eiginlega farnir að njóta allrar athyglinnar og láta bara eins og kvikmynda- stjörnur,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir, einn eigenda og annar stofnandi Sæferða. Þegar ferðamenn hafa fengið nægju sína af fuglalífi og bergi er viðkoma höfð á svæði þar sem Eiríkur rauði lagði af stað til Græn- lands og siglt um sterka strauma í kringum eyjarnar. Að svo búnu er skelsköfunni varp- að út fyrir og krabbar, kuðungar, krossfiskar, hörpuskeljar, ígulker og annað lostæti veitt upp af sjávarbotni. Svanborg segir hvítvín fáanlegt með, en ákveðið var að bjóða upp á það í kjölfar fjölda áskorana frá frönskum ferðamönnum, sem þykir hvítvínið ómiss- andi þáttur með þessum krásum. Að sögn Svanborgar finnst flestum sjávarfangið gott, þótt einstaka gestum klígji við því, og engu líkara en fólk komist nálægt frummanninum í sjálfum sér þegar það gramsar í góðgætinu. Undirritaður getur tekið heilshugar undir þá fullyrðingu, þar sem hann bragðaði á ígulkerahrognum á siglingu með Sæferðum um daginn og upp- lifði sig sem ótrúlega hetju fyrir vikið. „Já, það eru ekki margir sem hætta sér í þau og halda sig bara við skelfiskinn,“ segir Svan- borg minnug atviksins og hlær. Auk matarveislu ofan á þilfari er Baldur búinn veitingahúsi, sem rúmar allt að hundr- að manns. Ef marka má Svanborgu er þar ekki aðeins hægt að fá góðan mat, heldur rifja upp gamla danstakta þar sem fínasta dans- gólf er fyrir miðjum veislusal. „Svo stönd- um við fyrir alls kyns óvæntum uppákomum um borð,“ bætir hún við. „Aðallega í tengsl- um við óvissu-, vinnu- og hvataferðir fyrir- tækja og hópa, sem verða sífellt vinsælli, ásamt öðrum sérsniðnum ferðum.“ Svanborg hikar sjálf ekki við að taka þátt í sprellinu, eins og blaðamaður varð vitni að, þegar hún birtist ferðalöngunum að óvörum uppáklædd sem grýla og var ekki laust við að mönnum brygði heldur betur í brún við að sjá þessa ógnvænlegu veru standandi inni í miðjum matsal. „Það var nú tilfallandi,“ segir hún, þegar hún er minnt á það og hlær. „Annars gerir maður nú ýmis- legt til að verða við séróskum hvers og eins, enda aðalatriðið að gera siglinguna sem eftirminnilegasta í alla staði.“ roald@frettabladid.is Á syngjandi siglingu Hápunktur ferðarinnar er þegar skelsköfu er varpað fyrir borð og alls kyns góðgæti veitt af sjávarbotni. Sjávarfangið er síðan borið fram með hvítvíni, fyrir þá sem panta sér það sérstaklega. Nánari upplýsingar um Sæferðir á www.seatours.is. Svanborg og dóttir hennar, Lára Hrönn Pétursdóttur, sem er skipstjóri á Særúnu og Brimrúnu en fjölskyld- an er mestöll viðloðandi sjómennsku. Þess má geta að Lára tekur einstaka sinnum lagið liggi sá gállinn á henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ROALD HRAFNISTUMENN Árið 1939 efndi sjómanna- dagsráð til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjómanna- daginn. Magnús Stefáns- son hlaut verðlaun fyrir ljóð sitt „Hrafnistumenn“ við lag eftir Emil Thoroddsen. Það er nú einkennissöngur sjó- mannadagsins. Íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn þó að töf yrði á framsóknarleið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt þá er eðlið samt eitt eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið. Fjöltækniskóli Íslands býður upp á menntun fyrir sjómenn og verð- andi sjómenn frá þremur sviðum skól- ans; vélstjórnarsviði, skipstjórnarsviði og sjávarútvegssviði. Á vélstjórnarsviði er kennd vélstjórn og vél- fræði frá fyrsta stigi réttinda upp í það fjórða og fá nemendur stigvaxandi rétt- indi til starfa eftir því sem á námið líður. Þannig geta nemendur hætt eftir tiltekinn áfanga og farið út í atvinnulífið með þau réttindi sem þeir hafa lokið. Vélstjórar og vélfræðingar starfa ekki aðeins á sjó, heldur er slík menntun nýtileg til fjöl- margra starfa í landi. Á skipstjórnarsviði er kennd skipstjórn allt frá þrjátíu rúm- lestum og upp í varðskipadeild en eins og á Vélstjórnar- sviðinu fá nemendur aukin réttindi við hvern áfanga náms- ins. Skipstjórnarmenn starfa í raun sem framkvæmdastjórar og hafa því gjarnan verið ráðnir til stjórn- unarstarfa í landi jafnt sem á sjó. Inn- gönguskilyrði á vél- stjórnarsvið og skipstjórnarsvið er grunnskólapróf. Sjávarútvegssviðið er nýtt svið í Fjöltækniskólanum og er ætlað að þróa sjávarútvegsnám í sam- vinnu við atvinnuveginn. Það nám er sérhæft og leiðir til stjórnunar- starfs í sjávarútvegi fyrir þá sem hafa skipstjórn eða vélstjórn sem grunn. Eins er hægt að hefja nám við sjávarútvegssvið að loknu stúdentsprófi eða öðru sambæri- legu námi. -sig Menntastofnun fyrir sjómenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.