Fréttablaðið - 31.05.2007, Side 66
Formleg opnun á starfsemi í ný-
endurbyggðu Húsi Innréttinganna
og viðbyggingu í Aðalstræti 10
verður kl. 17 í dag en í gamla hús-
inu á neðri hæðinni verður Reykja-
víkurborg með sýningu í Fógeta-
stofum.
Þar verður í sumar sýning á
vegum Minjasafns Reykjavíkur um
upphaf byggðar við Aðalstræti og í
Grjótaþorpi. Til sýnis eru líkön og
ljósmyndir frá Reykjavík þar sem
sjá má hvernig byggð í Reykjavík
þróaðist fyrstu hundrað árin eftir
stofnun kaupstaðarins árið 1786.
Upphaf þéttbýlis í Reykjavík má
rekja til Innréttinganna og húsið
Aðalstræti 10 stendur eitt eftir af
þeim húsum sem reist voru fyrir
verksmiðjurnar.
Á efri hæðinni er starfsemi
Handverks og hönnunar en mark-
mið þess félagsskapar er að stuðla
að eflingu handverks, hönnunar og
listiðnaðar og auka gæðavitund á
þessu sviði. Einnig að auka skilning
almennt á menningarlegu, listrænu
og hagnýtu gildi handverks, hönn-
unar og listiðnaðar með fjölbreyttri
kynningarstarfsemi. Á efri hæðinni
er einnig lítill sýningarsalur sem
kallaður er „Á skörinni“.
Þar mun Sigríður Ágústsdóttir
leirlistakona opna sýningu á hand-
mótuðum og reykbrenndum vösum.
Sigríður býr á Akureyri en lærði
bæði í Englandi og Frakklandi. Hún
hefur haldið fjölda einkasýninga
og tekið þátt í mörgum samsýning-
um. Sýningin „Á skörinni“ er opin á
skrifstofutíma til 28. júní.
Í glæsilegu bakhúsi sem er á
tveimur hæðum er rekin verslunin
Kraum – icelandic design. Hópur
hönnuða og fjárfesta tók höndum
saman og stofnaði þetta fyrirtæki.
Í versluninni verður seldur fatn-
aður, skartgripir og margs konar
nytjavörur frá yfir sjötíu íslensk-
um hönnuðum.
Á efri hæð bakhússins verða í
framtíðinni fjölbreyttar innlendar
og erlendar hönnunarsýningar.
-
Innréttingarnar lifna við
28 29 30 31 1 2 3
Sinfóníuhljómsveit Íslands
slær botninn í Sjostakovitsj-
maraþon sitt á tónleikum
í kvöld og frumflytur nýtt
verk eftir Þórð Magnússon.
Fyrir fimm árum ýtti aðalhljóm-
sveitarstjórinn Rumon Gamba
því metnaðarfulla verkefni úr
vör að sveitin flytti allar sinfón-
íur rússneska tónskáldsins Dí-
mítríj Sjostakovitsj. Sjostakovitsj
var einn mesti meistari sinfóníska
formsins á 20. öld og fimmtán sin-
fóníur hans eru magnaður vitnis-
burður um hina viðsjárverðu
tíma sem hann lifði. Þær eru verk
mikilla öfga og innihalda ólgandi
ástríður, hugrekki, trega og sorg.
Vert er að benda á fyrir þá sem
vilja endurnýja kynnin af verkun-
um að Sjostakovitsj-röðin verður
á dagskrá Rásar 1 á þriðjudags-
kvöldum í sumar og mun Árni
Heimir Ingólfsson tónlistarfræð-
ingur kynna sinfóníurnar í tali og
tónum.
Á tónleikunum verður einnig
flutt nýtt verk eftir Þórð Magnús-
son sem ber heitið „Það mótlæti
þankinn ber“ og er þriðja verk
Þórðar sem flutt er af Sinfóníu-
hljómsveit Íslands.
„Þetta er svokölluð lagboða-
vísa en þegar rímnamenn voru að
leggja á minni laglínur sem þeir
notuðu settu þeir inn einn einfald-
an texta sem var auðvelt að muna
til að auðvelda sér að muna hvaða
laglína átti við hvaða ljóð,“ út-
skýrir Þórður. Þessi lagstúfur sem
upphaflega var aðeins tvær nótur
er nú orðinn að liðlega tuttugu
mínútna tónverki. Þórður segir
verkið í rökréttu framhaldi af
síðasta verki sem hann samdi en
hugmyndina sótti hann í gnægt-
arbrunn þess sem á tyllidögum er
oft kennt við menningararf. „Ég
fékk það áhugaverða verkefni að
skrifa niður rímnalög eftir upp-
tökum í tengslum við bók sem
heitir Silfurplötur Iðunnar. Þar
í rauninni kviknaði áhugi minn á
þessum gömlu íslensku kvæðum,“
segir Þórður og segir að síðan hafi
öll sín verk verið töluvert lituð af
þessum arfi. „Ég sæki heilmikið
í þetta, maður fær svona teng-
ingu – að vera klassískt tónskáld
á Íslandi er í raun pínulítið fárán-
legt, hér er engin hefð en þarna er
maður kominn með tengingu við
land og þjóð.“
Tónleikarnir verða að sönnu fjöl-
breyttir því rúsínan í pylsuenda
kvöldsins er flutningur breska
bass-barítónsöngvarans Sir Don-
ald McIntyre á „Kveðju Óðins“,
aríu úr Valkyrjunum eftir Ri-
chard Wagner. Sir Donald McInt-
yre verður að teljast einn helsti
bass-barítónsöngvari sinnar kyn-
slóðar. Rumon Gamba stjórnar en
tónleikarnir hefjast sem fyrr kl.
19.30
Klukkustund fyrir tónleikana
verður aðalfundur Vinafélags Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands haldinn
á Hótel Sögu. Strax að fundinum
loknum mun Karólína Eiríksdóttir
tónskáld kynna efnisskrá kvölds-
ins fyrir gestum. Allir eru vel-
komnir á fundinn.
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is