Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 31.05.2007, Qupperneq 74
Tískuviðburðurinn Made in Iceland fer fram í Loftkast- alanum í kvöld en þar munu alls sex ungir og upprenn- andi fatahönnuðir sýna hönnun sína. Það eru fyrir- tækin Eskimo og Basecamp sem standa fyrir kvöldinu. Tískugúrúar hvaðanæva að úr heiminum munu flykkjast á sýn- inguna í kvöld og þarna verða til dæmis tískuhönnuðurinn Marjan Pejoski sem er sennilega þekkt- astur hérlendis fyrir svanakjól- inn sem Björk klæddist á Óskarn- um en hönnun hans er seld í Kron- Kron. Einnig hafa boðað komu sína blaðafulltrúar frá Dazed and Confused og V-Magazine auk innkaupastjóra búðarinnar KokonToZai í London. Markmiðið með þessum herleg- heitum er að kynna til leiks ferska og hæfileikaríka íslenska hönnuði en í kvöld fáum við að sjá hönnun frá Aftur, Eygló, Raxel, Starkiller, Forynju og hönnunartvíeykinu Ostwald-Helgason. Það síðast- nefnda skipa Ingvar Helgason og Susanne Ostwald. „Við kynntumst þegar við unnum bæði hjá hönn- uðinum Marjan Pejoski og end- uðum á því að stofna fyrirtæki saman,“ segir Ingvar sem fæddur er í Reykjavík en fluttist til Kaup- mannahafnar þar sem hann lærði saum og sníðagerð. „Merkið okkar gengur mjög vel en fötin eru meðal annars seld í London, París, New York, Hong Kong, Tókýó og Vín. Íslandsmarkaður hefur hins vegar orðið eitthvað útundan og vonandi bætir sýningin úr því,“ segir hann og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir kvöldinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með „catwalk“ sýningu og það er auðvitað mjög spennandi og gaman að gera það á Íslandi. Það verður líka mjög skemmtilegt að sjá hvað hinir íslensku hönnuð- irnir hafa upp á að bjóða,“ Auk hönnuðanna verða kynntar sextán nýjar íslenskar fyrirsætur sem munu sýna fötin. „Við tókum á móti hátt í tvö hundruð stelp- um alls staðar að af landinu og þær sextán sem við völdum hafa verið að æfa sig síðustu tíu daga og eru orðnar mjög góðar,“ segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo og bætir því við að fyrirtækið sé hætt með Ford fyrirsætukeppn- ina. „Við ákváðum að velja frekar sextán manna hóp á hverju ári og þjálfa þær upp í staðinn fyrir að ein vinni. Þetta er bæði uppbyggi- legri og skemmtilegri leið. Vegg- ina í salnum prýða tveggja metra háar myndir af stúlkunum og myndar það skemmtilega stemn- ingu. Í kvöld mæta svo útsendarar frá skrifstofum í París, London og New York til að kíkja á stelpurnar og þær gætu þá landað samning.“ Húsið opnar klukkan átta í kvöld og aðgangseyrir er einungis 950 krónur. Tónlistarflutningur verð- ur í höndum hljómsveitanna Steed Lord og Sometime. Kvennabósinn Calum Best er háður kókaíni og stundar hópkynlíf með vændiskon- um. Þetta kom fram í breska dagblaðinu The Sun í gær en blaðið birti myndir af Best í félagsskap vændiskvenna þar sem hann neytti kóka- íns. Best, sem er sonur knattspyrnuhetj- unnar George Best heitins, komst ný- verið í fréttirn- ar fyrir að slá sér upp með leik- konunni Lindsay Lohan. „Pabbi hans var vissulega fylli- bytta og kvenna- bósi en Calum er verri, hann er kom- inn alveg á botn- inn,“ sagði vinur hans í samtali við blaðið. Þrátt fyrir að kærastan Lindsay Lohan sé ekki barnanna best þegar kemur að skemmtanalíf- inu hafði Calum hald- ið líferni sínu leyndu fyrir henni. Lindsay var sem kunnugt er handtekin með kókaín í fórum sínum um liðna helgi. Hún mun nú hafa innritað sig í meðferð í annað skipti á skömm- um tíma. „Ég hef hegðað mér heimskulega og sé eftir öllu,“ sagði Calum í við- tali við The Sun. Þá hafði hann ekki enn sagt Lindsay frá leyndarmál- um sínum. Breska dagblaðið hefur undir höndum myndbands- upptöku af Calum þar sem hann er með tveimur vændiskon- um á hótelherbergi. Á myndbandinu sést hann í ástarleikjum með vændiskonun- um á milli þess sem hann tekur kókaín í nefið. Calum lýsti því yfir eftir að hann kynntist Lindsay Lohan að hann væri tilbúinn að láta af villt- um lífsstíl sínum og helga sig sam- bandi þeirra. Ólíklegt verður að teljast að af því verði nú. Kærasti Lindsay í kókaíni • Tómatar Tómatar eru hollir og ljúffengir, litfagrir og ómissandi á matborðið. Íslenskir grænmetisbændur bjóða neytendum upp á margar tegundir sem auka fjölbreytnina og möguleikana. Nú er rétti tíminn til að prófa þær allar. www.islenskt.is ljúffengar uppskriftir og fró›leikur • Konfekttómatar • Kirsuberjatómatar • Plómutómatar F í t o n / S Í A F I 0 1 7 3 1 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.