Fréttablaðið - 31.05.2007, Page 77
Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið
Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum
táningum og er ætlað sem innlegg í þá fá-
breytnu unglingamenningu sem þrífst hér-
lendis.
„Við sátum og vorum að hlusta á gamlar
Frank Zappa-plötur. Hann var svolítið í því
að taka dúopp-lög svokölluð. Þetta er svona
fiftís lummurokk, þótt þetta sé ekki alveg
eins súrrealískt og hjá honum. Við ákváðum
að prófa eitt svona lag,“ segir Baggalúturinn
Bragi Valdimar Skúlason sem er höfundur
lags og texta.
Heimasíðan baggalutur.is fer í sumarfrí
á föstudag og stendur það líklega yfir þang-
að til í byrjun september. Bragi segir að ým-
islegt hafi verið í gangi á síðunni að undan-
förnu, svona rétt fyrir fríið. „Þarna er heims-
endaspá og undarlegir atburðir í gangi, hvort
sem það er reykingabann eða yfirvofandi
árás geimvera í loftinu,“ segir hann.
Dúopp-lag í loftið
Dúettinn Myst hefur gefið út sína
fyrstu plötu, Take Me With You,
með aðstoð Smekkleysu. Myst,
sem er skipuð hjónunum Kol-
brúnu Evu Viktorsdóttur og Har-
aldi G. Ásmundssyni, hefur verið
starfandi í um það bil fjögur ár og
hefur platan verið í vinnslu nánast
frá þeim tíma. Spilar sveitin ról-
egheita popp undir ýmiss konar
áhrifum, meðal annars frá Bítlun-
um, Emilíönu Torrini og Evu Cass-
idy.
Myst hefur átt fjögur lög sem
hafa fengið mikla spilun í útvarp-
inu, þar á meðal Here For You, sem
var mest spilaða lagið á Bylgjunni
árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri
á ferðinni íslensk hljómsveit.
„Þetta er mjög tilfinningaþrung-
in plata og hvert lag á sér sögu,“
segir söngkonan Kolbrún Eva.
„Þegar við spilum á tónleikum
gætum við örugglega talað í tvær
mínútur á undan hverju einasta
lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You,
er til að mynda samið til minning-
ar um bróður Kolbrúnar Evu sem
lést ungur að aldri árið 1988.
Jón Ólafsson og Arnar Guðjóns-
son úr Leaves sáu um upptöku-
stjórn plötunnar og eru þau Kol-
brún Eva og Haraldur hæstánægð
með framlag þeirra. Bróðir Kol-
brúnar, Sigurvin Sindri, kemur
einnig við sögu á plötunni sem
gítarleikari, ásamt þeim Her-
manni Alberti Jónssyni, bassaleik-
ara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni
Hjörleifssyni, Guðmundi Péturs-
syni, Jóni Ólafssyni og Friðriki
Sturlusyni.
Stórar tilfinningar hjá Myst
smáralind
www.coast-stores.com