Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 46

Fréttablaðið - 16.06.2007, Page 46
hús&heimili ÞAR SEM GRASIÐ GRÆR Hinar dönsku Tine Broksø og Karen Kjældgård-Larsen mynda saman hönnunarteymið Claydies. Þær hafa starfað saman frá því þær voru saman í hönnunarskóla árið 1995. Þær vinna mest í leir og meðal þess sem hefur verið mjög vinsælt hjá þeim er Grasvasinn sem þær bjuggu til árið 2004. Allir vasarnir eru handgerðir og hægt að fá þá í ýmsum útgáfum. www.claydies.dk GLASTONBURY- STÓLL er heiti á fornri stólagerð . Yfirleitt er hann búinn til úr eik og hægt er að fella hann saman. Verið getur að heiti stólsins sé dregið af síðasta ábótan- um í Glastonbury í Englandi en saga stólsins nær þó mun lengra aftur. Vitað er til þess að þessi gerð stóla var til snemma á miðöldum en hvarf af sjónar- sviðinu síðar á því tímabili. Aftur kom hann í ljós á Ítalíu á fimmtándu öld og var notaður í kirkjum áður en kirkjubekkir komu til. Lýsing á stólnum barst til Englands árið 1504 frá Róm með ábótanum Bere sem fór með hana í Glastonbury- klaustrið. Munkurinn John Arthur bjó til fyrsta stólinn en hann var bæði gjaldkeri og smiður klaustursins. Arthur þessi var hengdur árið 1539 ásamt síðasta ábóta Glastonbury-klaustursins þegar klaustrin voru leyst upp. Ábótinn sat í Glastonbury- stól meðan réttarhöldin yfir honum stóðu í Wells, en þar má enn þann dag í dag sjá tvo af upprunalegu Glastonbury- stólunum. stóllinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.