Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 2
Viðræður um olíuhreins- unarstöð í Hvestudal í Arnarfirði eru skammt á veg komnar og í raun ekki lengra en svo að einungis er búið að undirrita viljayfirlýsingu um þær, að sögn Ólafs Egilssonar eins eiganda Íslensks hátækniiðn- aðar. Jón Bjarnason, bóndi að Fremri- Hvestu sagðist hafa „heyrt það í fréttunum áðan“ að hann ætlaði að selja jörð sína, en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti, þegar Frétta- blaðið náði af honum tali í gær. „Frumforsendurnar eru að vilji sveitarstjórnar og landeigenda sé fyrir hendi. Þetta eru tvær jarðir í eigu Jóns og þær taka yfir allan dalinn. Það væri óhentugt að vera með búskap á annarri og reka olíu- hreinsistöð á hinni,“ segir Ólafur. Hann kveður Hvestudal hentug- an því engin byggð sé gegnt daln- um handan fjarðarins og því yrði ekki sjónmengun fyrir nágranna. Jörðin Sandar í Dýrafirði kom einnig til greina, en jákvæð afstaða bæjarstjórnar Vesturbyggðar flýtti fyrir viðræðum um Hvestudal. Rússneska fyrirtækið Katamak- Nafta yrði helsti samstarfsaðilinn við framkvæmdina. Björgunarfólk vann í gær að því að bjarga fólki úr rústum leirhúsa í þorpinu Kahatanía í kúrdahéröðum Íraks. Meira en 200 manns fórust þegar fjórar sjálfsvígsárásir voru gerðar á þorpið á þriðjudag. Árásinni var beint gegn jasídum, en jasídar eru kúrdar sem enn aðhyllast hin fornu trúarbrögð þjóðar sinnar. Jasídar eru nokkur hundruð talsins og búa flestir í norðvesturhluta Íraks. Múslimskir öfgasinnar líta á jasída sem trúvillinga. Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtökin al- Kaída hafa staðið að þessum árásum. „Bílasprengjurnar sem notaðar voru bera allar greinileg merki ofbeldisverka al-Kaída í Írak,“ segir Kevin Bergner, talsmaður Bandaríkjahers í Írak. „Við erum enn að rannsaka málið og munum vita meira á næstu dögum.“ Sjálfsvígsmenn óku samtímis fjórum vörubifreiðum hlöðnum sprengiefni inn í þorpið á þriðjudaginn. Árásin er sú mannskæðasta sem jasídar hafa orðið fyrir frá upphafi, og sú mannskæðasta sem framin hefur verið í Írak frá því 215 manns fórust í árás á sjía-múslima í Sadr- hverfinu í Bagdad 23. nóvember síðastliðinn. Jasídar trúa meðal annars á engil, sem sumir kristnir menn og sumir múslimar telja vera djöfulinn sjálfan, en jasídar segja það firru eina, enda trúi þeir hvorki á himnaríki né helvíti. Sérblað um dagskrá menningarnætur fylgir Fréttablað- inu í dag. Þar eru að finna kort af borginni sem vísa á áhuga- verða viðburði og er þeim skipt í viðburði fyrir börn, unglinga, fullorðna og fjölskyldur og hægt er að nota þau sem leiðarvísi. Heilsuverndarstöðin á Barónstíg verður tekin undir listastarfsemi og munu íslenskar brúður lifna þar við. Auk þess munu læknanemar dreifa smokkum um borgina og sænskar sirkuslistastjörnur sýna listir sínar og kenna börnum sirkusbrögð. - Ótal viðburðir Brugðist verður við manneklu á leikskólum með því að greiða leikskólakennurum tímabundin viðbótarlaun. Tillaga Vinstri grænna þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi leikskólaráðs Reykjavíkur í gær. Í kjarasamningum er heimild fyrir slíkum viðbótargreiðslum til að tryggja faglegt starf leikskóla. Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Vinstri grænna segir að með því að nýta þessa heimild geti borgin lagt sitt af mörkum til að standa vörð um og efla það starf sem unnið er í leikskólum Reykjavíkurborgar. Viðbótarlaun við manneklu Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson vísiterar Skaftafellsprófastsdæmi dagana 18. - 25. ágúst. Biskup mun skoða átján kirkjur og bænahús, hitta sóknarnefndarfólk og presta og starfsfólk safnaða. Hann mun einnig heimsækja hjúkrunar- og dvalarheimili. Með biskupi í för verður eiginkona hans Kristín Guðjóns- dóttir, prófastur Skaftafellspróf- astsdæmis, séra Haraldur M. Kristjánsson í Vík og eiginkona hans, Guðlaug Guðmundsdóttir. Síðast vísiteraði herra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup Íslands, Skaftafellsprófasts- dæmi, árið 1994. Átján kirkjur á átta dögum Borgarráð Reykja- víkur hefur óskað eftir fundi með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram fer í dag. Umræðuefnið er umgengni í miðborginni og málefni skemmtistaða. Lögreglu- stjóri hefur lýst yfir þeirri skoðun að stytta ætti opnunartíma skemmtistaða og hindra samþjöppun þeirra í miðborginni. „Fundurinn er um málefni miðborgarinnar, skemmtistaðina og fleira,“ segir Stefán. „Við þurfum að halda áfram þessari umræðu sem hefur verið í gangi.“ Fundar með borgarráði Kristján, er þetta óferjandi ástand? Í nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2006 kemur fram að útgjöld A- hluta ríkisins fór verulega fram úr fjárlögum. Fjárlög mæltu fyrir um 315 milljarða króna útgjöld en endan- leg fjárheimild hækkaði um nálægt tólf prósent og var 352 milljarðar. Mismunurinn felst í fjáraukalög- um og yfirfærðum heimildum frá árinu áður. Í lok síðasta árs stóðu 75 af 456 fjárlagaliðum í halla umfram fjög- urra prósenta vikmörk. Árið áður voru 96 liðir í halla umfram vik- mörkin. Á síðasta ári var saman- lögð fjárhæð hallaliðanna mun hærri en árið á undan; nam tæpum 14 milljörðum króna. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að meirihluti fjárlagaliða átti afgang umfram vikmörk. Ríkis- endurskoðun metur það líka alvar- legt enda sé það Alþingis en ekki forstöðumanna stofnana að auka eða draga úr þjónustu sem löggjaf- inn hefur mælt fyrir um. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er farið í saumana á vanda valdra stofnana menntamála-, landbúnað- ar- og utanríkisráðuneyta. Virðist ástandið sínu verst í Háskólanum á Akureyri þar sem uppsafnaður halli nemur 336 milljónum og hjá Sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hallinn er 148 milljónir. Í skýrslunni er dregin saman algeng lýsing forstöðumanna ríkis- stofnana á ástæðum endurtekins og umfangsmikils halla. Í stuttu máli er hún á þá leið að forstöðumaður óskar eftir viðbótarfjárheimild en fær ekki. Tilkynnir hann þá ráðu- neyti að nauðsynlegt sé að skera niður. Ráðuneytið óskar eftir að það verði ekki gert og segir að reynt verði að finna aðrar lausnir. Þær láta á sér standa. Að endingu eru sóttar auknar fjárheimildir, löngu eftir að til útgjaldanna var stofnað í heimildarleysi. „Hvort sem slíkar fullyrðingar ýmissa for- stöðumanna um afskipti ráðuneyta eru sannar eða ekki er ábyrgð þeirra á fjárhagsvanda stofnana sinna skýr,“ segir í skýrslunni. „Þeir eiga að sjá til þess að þær séu reknar innan ramma fjárheimilda ellegar sæta áminningu eða brott- rekstri ef um endurtekin eða stór- felld umframútgjöld er að ræða. Forstöðumönnum ber að fara að fjárlögum og virða embættisskyld- ur sínar en geta ekki skýlt sér á bak við óljós fyrirmæli eða óskir ráðu- neyta.“ Fjárlagabrjótar sæti ábyrgð fyrir brot sín Brestur er á að fjárlögum sé fylgt í opinberum rekstri. Fjárlagaliðum sem reknir eru umfram heimildir fækkar milli ára. Ríkisendurskoðun vill að forstöðu- menn ríkisstofnana sem fara fram úr fjárheimildum verði áminntir eða reknir. menningarnótt FRÉTTA BLA Ð IÐ /H Ö RÐ U R Laugardaginn 18. ágúst 2007 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 Heyrði af þessu í fréttunum x Húsfyllir var á opnum íbúafundi samtakanna Betri byggð á Kársnesi í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Meðal frummælenda á fundinum var Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. Samtökin hafa mótmælt fyrirhuguðu skipulagi á Kársnes- inu, sem gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa, stækkun atvinnu- svæðis og aukinni umferð. Bæjaryfirvöld kynntu skipulag- ið ítarlega fyrir fundargestum. Fundurinn stóð enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Húsfyllir á fundi um Kársnes
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.