Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 18

Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Um 70 manns, þar af hátt í 40 útlend- ingar frá þremur heimsálfum, ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis til minningar um Paul Nabil sem lést fyrir tæplega ári síðan eftir tólf ára baráttu við illkynja æxli. „Hann var fullur af lífsgleði og tók öllum sínum áföllum með fullri reisn,“ segir Þórarinn Alvar Þórarinsson, frændi Nabils. Þórarinn og Nabil voru systrasynir. „Ísland var hans annað heimili. Hann kom reglulega til Íslands og átti hér stóran hóp af vinum sem hann hélt góðu sambandi við,“ segir Þórarinn. Paul Nabil fæddist 21. júlí 1973 í Pittsfield í Massachusetts í Bandaríkjunum, þar sem móðir hans, Laufey Vilhjálmsdóttir, bjó. Þegar Nabil var 21 árs, á lokaárinu í verkfræði, greindist hann með slíðursarkmein sem er sjaldgæft illkynja æxli í mjúkvef. Ásamt því að berjast við slíðursarkmeinið í læknismeð- ferðum lauk hann verkfræðináminu. Hann lauk síðan MBA-námi við Stern-viðskiptahá- skólann í New York. Á þeim tíma kynntist hann verðandi eiginkonu sinni Asu Okyay. Að loknu MBA-náminu hóf hann störf hjá HBO kvik- myndaframleiðandanum í New York þar sem hann starfaði sem markaðsstjóri. Nítjánda ágúst 2006, eftir tólf ára baráttu við slíðursarkmeinið, lést Nabil 33 ára gamall. Eftir dauða Nabils ákváðu aðstandendur og vinir að stofna styrktarsjóð sem veitir fé til rannsókna á slíðursarkmeini. Sjálfur hafði Nabil lagt drög að því að stofna slíkan sjóð, þar sem mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sarkmeinum, en gafst ekki tími til þess. Nú ætla um 70 manns að taka þátt í maraþon- inu og heita á Minningarsjóð Nabils með hlaup- unum. Tæplega 40 útlendingar koma til að taka þátt í hlaupinu. Þeir koma frá Evrópu, Asíu og Ameríku og eru af átta þjóðernum. Allt eru það vinir og kunningjar úr lífshlaupi Nabils. „Ekkja Nabils, hún Okyay, er ekki mikil íþróttamanneskja. Þegar þetta var ákveðið fékk hún sér þjálfara og hefur æft af krafti síðan og ætlar að hlaupa heilt maraþon. Þetta maraþon er ákveðinn tákngervingur fyrir Nabil. Hann var mikill íþróttamaður og kunni alltaf best við sig í mannfögnuði þar sem hann var ávallt hrókur alls fagnaðar,“ segir Þórarinn. Heimasíða sjóðsins er pnbustanyfund.org Hlaupa til minningar um látinn vin „Þeir settu upp skálann á nokkrum dögum en hann verður sendur aftur úr landi í september,“ segir Ragnheiður Harvey, kynn- ingarfulltrúi Norræna hússins. Skálinn var leigður frá Hollandi í tilefni af hátíðinni Reyfi menn- ingargnægð sem verður opnuð ásamt menningarnótt Reykjavík- ur kl. 13 þann 18. ágúst í Norræna húsinu. Ragnheiður segir Norræna húsið ekki hafa verið mjög sýni- legt síðastliðin ár og þess vegna hafi þau viljað halda stóra hátíð nú. „Í raun er þetta byrjunin á miklum hátíðarhöldum sem verða á næsta ári þegar Norræna húsið verður fjörutíu ára í ágúst. Húsið hefur nú verið lokað í tvo mánuði þar sem við höfum verið að endur- nýja lagnir í húsinu. Fleiri breyt- ingar verða gerðar á næstu vikum og mánuðum svo húsið verði orðið fallegt fyrir sjálft afmælið á næsta ári.“ Ragnheiður segir það eiga eftir að koma í ljós hvort skálinn verði settur upp að ári þegar Nor- ræna húsið á afmæli. „Að stað- aldri er húsið nógu og stórt en auð- vitað fer það eftir hvaða viðburður er í gangi hverju sinni. En í þetta skiptið var ákveðið að halda virki- lega mikla hátíð,“ segir Ragnheið- ur. Reyfi menningargnægð stend- ur frá til 18.-26. ágúst. Risaglerskáli reistur á mettíma Hús sem minnisvarðar Hver er ég? Allt saman leyndó Þurfum að passa okkur á Norsurum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.