Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 22
„Hér er víkingaskipið
Íslendingur, við erum að
sýna það og segja sögu
þess. Svo er hér líka
Stekkjarkot, sem var
svokölluð þurrabúð á
þeim tíma sem hér var
búið,“ segir Böðvar Þórir
Gunnarsson, starfsmað-
ur á svæðinu. Stekkjar-
kot var fyrst reist á árun-
um 1855 til 1857. Búið
var í húsinu með hléum
fram til ársins 1924.
Þegar Njarðvíkurkaup-
staður varð fimmtíu ára
var ákveðið að endurreisa kotið.
„Það voru rústir hér og mótaði vel
fyrir húsinu. Mér skilst meira að
segja að sumir af gömlu steinun-
um hafi verið notaðir aftur,“ segir
Böðvar.
Að sögn Böðvars koma margir
ferðamenn að skoða kotið og skip-
ið. „Hingað kemur til dæmis mikið
af ferðamönnum úr skemmti-
ferðaskipunum, svo er þetta vin-
sælt hjá skólabörnum. Á sumrin
er opið hérna frá eitt til fimm á
daginn, annars eftir samkomu-
lagi.“
Gamli tíminn í Reykjanesbæ
Torfbærinn Stekkjarkot er við Fitjar, á milli Innri- og
Ytri-Njarðvíkur. Búið var á bænum með hléum frá
árinu 1857 til ársins 1924. Á fimmtíu ára afmæli
Njarðvíkurkaupstaðar fyrir fimmtán árum var ákveðið
að endurreisa bæinn, sem staðið hafði í eyði.
Við erum að leita að starfsfólki
Í Laugum eru starfrækt fimm fyrirtæki.
Fjöldi gesta í Laugum er um 2000 daglega
svo um líflegan vinnustað er að ræða.
… sem býr yfir framúrskarandi þjónustulund, er
jákvætt, sýnir frumkvæði, tekur ábyrgð á starfi sínu
og leitar bestu lausna fyrir viðskiptavini!
SHOKK þjálfarar
óskast í World Class Laugum
World Class í Laugum óskar eftir þjálfurum
til starfa í SHOKK salinn en það er salur fyrir krakka
8-15 ára með sérútbúnum tækjum fyrir þann aldurshóp.
Viðkomandi þarf að geta átt góð samskipti við börn,
vera skipulagður og áhugasamur um þjálfun.
Nám í íþróttafræðum eða heilbrigðisgreinum æskileg.
Starfið felst í að kenna viðskiptavinum á tækin, sjá til
þess að æfingar séu rétt gerðar, að viðskiptavinirnir
fari að settum reglum, hvetja til heilbrigðs lífernis
og hafa gaman.
SHOKK salurinn er opinn alla virka daga frá kl.15-19.30,
laugardaga kl.09-13 og sunnudaga kl.11-14. Mögulegt er
að vinna aðeins hluta þessa tíma.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við
Gígju Þórðardóttur gigja@worldclass.is
eða í síma 585-2212.