Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 24
fréttir og fróðleikur Í haust verða liðin sex ár frá innrás Bandaríkja- manna í Afganistan. Líkt og með Íraksstríðið hefur stríðið í Afganistan verið mikið gagnrýnt. Í frétta- skýringu New York Times um helgina var atburða- rásin rakin, og það útskýrt hvernig „góða stríðið“ í Afganistan snerist við. Ári eftir að stjórn talibana féll fór hópur af embættismönnum Nato til Kabúl í Afganistan. Þeir komu til að kanna það sem leit út fyrir að vera sigur, ný byrjun fyrir löng- um stríðshrjáð land. Þeim var sagt að talibanar væru afl sem að mestu leyti hefði verið eytt. Marg- ir embættismannanna efuðust þó um að það væri rétt. Þeir töldu að þó talibanar væru ekki hernaðar- leg ógn, væru þeir of flæktir í afganskt samfélag til þess að hverfa bara. Sá efi náði hins vegar aldrei fót- festu hjá bandarískum stjórnvöld- um. Fremstu sérfræðingar þeirra höfðu löngu beint sjónum sínum að næsta stríði, Íraksstríðinu. Svo sterk var sigurtilfinning Banda- ríkjamanna. Þessi misreikningur var aðeins hluti ákvarðana og mata sem ollu því að stríðið fór af réttri braut. Gagnrýnendur sögðu frá upphafi að Íraksstríðið hafi gert lítið úr úrbótum í Afganistan. Þrátt fyrir yfirlýsingar um áframhaldandi stuðning við Afganistan, voru bestu liðsmenn CIA og aðrir mikil- vægir uppbyggingaraðilar sendir úr landinu og til Íraks. Þetta kemur fram í viðtölum New York Times við fjölda embættismanna. Bandaríkjastjórn hafði einnig lofað að veita mikla þróunarað- stoð en uppbygging í Afganistan hefur fengið að meðaltali 3,4 billj- ónir dollara á ári. Það er innan við helmingur þess fjár sem eytt hefur verið í Írak. Árið 2002 var búin til áætlun um það hvernig Afganar ættu sjálfir að taka við öryggismálum í land- inu. Samkvæmt henni ætluðu Bandaríkjamenn að þjálfa 70.000 manna afganskan her. Þjóðverjar ætluðu að þjálfa 62.000 manna lög- reglulið. Auk þess ætluðu Japanar, Bretar og Ítalir að sinna afmörk- uðum verkefnum af þessu tagi. Þar af leiðandi hafði ekkert ríki yfirstjórn og verkefnin voru hvergi efst í forgangsröðinni. Ári síðar voru aðeins 2000 manns í hernum, og verkefni hinna þjóð- anna gengu enn hægar. Með ráðningu Zalmay Khalilzad sem sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan breyttist ýmislegt. Hann fékk mun meiri peningaupp- hæðir inn í landið og fékk sér- fræðinga til að flýta fyrir upp- byggingu. En þegar miklum árangri hafði verið náð, vorið 2005, var Khalilzad beðinn um að flytja sig yfir til Íraks, þar sem ástandið fór versnandi. Banda- ríkjamenn héldu því áfram að flytja besta mannskapinn frá Afganistan til Íraks. Þeir töldu mikilvægast að finna meðlimi al- Kaída og voru enn á þeirri skoðun að afli talibana hefði verið eytt. Khalilzad var meðal þeirra sem sem vöruðu við því að talibanar væru aðeins í felum og þá bæri að varast. Sú viðvörun reyndist eiga rétt á sér. Vorið 2006 gerðu talibanar sína stærstu árás. Hundruð þeirra komust yfir landamærin og drápu her- og embættismenn. Sjálfs- morðsárásir fimmfölduðust. Í heildina dóu 191 hermenn, tuttugu prósentum fleiri en árið áður. Í fyrsta skipti var það næstum eins hættulegt að vera í Afganistan og í Írak. Þetta kom Bandaríkjastjórn á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra, lét hafa eftir sér að „fólki kom á óvart að talibanar hefðu getað myndað hóp og komið aftur sem stórt, vel skipulagt afl“. NATO tók formlega við ábyrgð á öryggi í Afganistan í júlí 2006. Bandaríkjamenn hafa sagt að NATO þjóðirnar séu ekki tilbúnar til að taka þær áhættur sem þarf til að vinna sigur. Í Evrópu saka embættismenn Bandaríkin um að hafa aldrei lagt næga áherslu á uppbyggingu landsins. Umræðan um stríðið, sem virtist byrja svo vel en hefur snúist við, er því hvergi nærri búin. Hvernig góða stríðið varð slæmt Hefur eftirlit með meðferð almannafjár Vantar nýja lögreglustöð Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.