Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 39
Það er bæði fallegt og sorglegt að koma úr fríi og sjá hvarvetna
vetrarútstillingarnar í gluggum verslana og tískuhúsa. Vetrartískan
minnir á góða hreingerningu þegar útsölum er lokið í „ódýrari
búðunum“. Allt í einu eru útstillingarnar dökkar og hreinlegar eftir
litagleði sumarsins. Í fínu tískuhúsunum hefur vetrartískan hins
vegar verið í gluggum síðan í júnílok. En þessar útstillingar boða lok
sumarsins og í París þar sem sumrinu hefur fyrir löngu verið skolað
burt í niðurföllum borgarinnar í sögulegu rigningarsumri er það enn
sorglegra fyrir vikið. Sumarið sem ekki kom er senn á enda og erfitt
að hugsa sér að nú þegar þurfi að kaupa vetrarfötin. Eins er líklegt
að fólk hér muni vel hversu milt síðasta haust var og nánast enginn
vetur. Kaupmenn áttu í mestu vandræðum með að selja yfirhafnir og
almenningur hleypur kannski ekki beinlínis til í þetta skiptið og
leggur út fúlgur í þykkar flíkur sem eiga jafnvel eftir að hanga í
skápnum í allan vetur.
Ágústmánuður er einkennilegt tímabil í París, blanda af afslöppun
og kæruleysi og óstöðvandi
ferðamannastraumi. Í ágúst eru
íbúar borgarinnar úti um
hvippinn og hvappinn í
sumarfríum; hér er annað hvert
smáfyrirtæki lokað vegna
sumarleyfa en ferðamenn hvert
sem litið er. Viðskiptavinir frá
Austurlöndum nær fara um í
flokkum í fínu tískuhúsin og
stóru magasínin þó hátt gengi
evrunnar spilli eitthvað
kaupgleðinni þar sem þessir
viðskiptavinir flytja með sér
bunka af olíudollurum. En
olíufurstarnir fara einnig í
ódýrari búðir líkt og Zara, Gap
og H&M sem þekktar eru fyrir
að fylgjast vel með tísku-
straumum.
Þessar búðir bjóða upp á
tvenns konar fatnað í sumarlok.
Haust- og vetrartísku fyrir þá
sem vilja vera á undan og
sleppa við asa upphafs skóla-
ársins í september eða eru hér
aðeins á ferðinni í stuttan tíma og vilja gjarnan versla dálítið í
leiðinni eins og Íslendingum er svo tamt. Þess vegna verða búðirnar
að vera vel í stakk búnar og birgar af vetrarvörum. Á sama tíma er
ákveðinn hluti af vörunum eins og brú milli árstíðanna, haustlegar,
en þó með stuttum ermum og buxum í bland, eins og í sumartísk-
unni.
Sumir kaupmenn bíða aðeins og blanda saman við nýjar vörur
afgöngum af sumarútsölunum sem þeir selja á góðu verði og má víða
sjá límt í glugga „fin des séries“. Þess vegna keypti ég einmitt í
morgun átta rósótta diska með gylltri rönd á spottprís. Ætlaði bara
að taka fjóra en sölukonan sagði að þetta væru þeir átta síðustu og
ófáanlegir á eftir. Vetrarfötin bíða hins vegar betri tíma.
LAUGAVEGI 91
VERÐHRUN
...á fatnaði, skóm og fylgihlutum
fimmtudag, föstudag og laugardag
GÖTUMARKAÐUR
laugavegi 91
Júlísala tískuverslana H&M
var undir væntingum. Fáum
laugardögum um að kenna.
Sænski tískurisinn Hennes & Mau-
ritz birti í gær slakari söluhagnað
fyrir júlímánuð en fyrirtækið
reiknaði með eftir að sala í versl-
unum H&M jókst um 17 prósent í
júní. Sala í áþekkum verslunum
sem opnar höfðu verið í að minnsta
kosti eitt ár hækkuðu um aðeins 2
prósent á móti 5 prósentum í júní,
eða alls 14 prósent.
„Við bjuggumst við meiri sölu
en það munar ekki miklu,“ sagði
talsmaður H&M um málið og bjóst
við að hlutabréf fyrirtækisins
lækkuðu eitthvað í kjölfarið.
„Fjórtán prósenta söluaukning
er langt frá okkar væntingum. Í ár
var einum laugardegi færra í júlí-
mánuði miðað við júlí í fyrra, sem
gæti skýrt neikvæða útkomu,“
sagði talsmaður H&M, en í saman-
burði reis söluhagnaður H&M um
11 prósent í júlí 2006.
Söluhagnaður H&M, sem hann-
ar og selur allt frá undirfötum upp
í jakkaföt, hefur vaxið hratt eftir
að poppstjörnurnar Madonna og
Kylie Minogue hönnuðu fatalínur
fyrir fyrirtækið, og hafði fyrir-
tækið opnað 1422 verslanir í heim-
inum um síðustu mánaðamót, þær
voru 1248 á sama tíma í fyrra.
H&M undir
væntingum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki