Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 44
16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið menningarnótt
Íbúar Þingholtanna ætla að
bjóða gestum og gangandi
í vöfflur og kaffi á menning-
arnótt. Sveinn Benediktsson
er upphafsmaður þessarar
skemmtilegu nýjungar sem
vonandi verður gerð að hefð
hér eftir.
„Mér datt þetta í hug þegar ég
var staddur ásamt konu minni á
Litlu kaffistofunni. Ég sá að stjórn
menningarnefndar óskaði eftir
nýjum og frumlegum hugmynd-
um á dagskrá menningarnæt-
ur svo ég tók bara upp símann og
sendi þeim tölvupóst á staðnum.
Síðan var náttúrulega tekið svona
gríðarlega vel í þetta að ég gat
ekki svikist undan,“ segir Sveinn
Benediktsson viðskiptastjóri hjá
Microsoft sem ætlar að bjóða
öllum sem vilja í vöfflur og kaffi á
heimili sínu og hefur fengið fleiri
íbúa Þingholtanna til að gera slíkt
hið sama.
Sumir íbúar ætla enn frem-
ur að bjóða upp á skemmtiatriði
svo sem harmónikkuspil og lista-
sýningu en hvað ætlar Sveinn að
bjóða upp á? „Bara sjálfan mig og
sérstaka leynivöffluuppskrift,“
segir hann glaður í bragði.
Halda mætti að Sveinn væri
hinn mesti vöfflumeistari en
svo er ekki. Þetta verður aðeins
í þriðja skiptið sem hann bakar
vöfflur. „Konan mín segir að mér
hafi dottið þetta í hug af því að
ég var svo svangur en það eru
fleiri ástæður sem liggja að baki.
Þegar ég flutti í húsið mitt þá gaf
frænka mín mér vöfflujárn. Því
fylgdi uppskrift ásamt skipun um
að bjóða henni heim í vöfflur. Ég
gerði það einu sinni og hef ekki
gert það síðan, þannig að segja má
að ég hafi farið úr öskunni í eld-
inn,“ segir Sveinn sem ætlar nú
að bæta um betur og ekki aðeins
bjóða frænku sinni, heldur öllum
bæjarbúum í heimsókn.
Opið verður fyrir gesti á milli
klukkan tvö og fjögur á laugar-
dag og hafa tíu heimili skráð sig í
vöfflubaksturinn. „Það eru reynd-
ar færri heimili en ég bjóst við.
Ég held að það sé ákveðin feimni
í gangi með þetta, fólk veit ekki
alveg út á hvað þetta gengur.
Reykjavíkurborg útvegar allt hrá-
efni þannig að fólk þarf ekki að
standa í neinum kostnaði. Einn-
ig verða sjálfboðaliðar að störf-
um fyrir þá sem þurfa einhverja
aðstoð svo fyrirhöfnin verður sem
allra minnst. Ég hvet fólk eindreg-
ið til að hafa samband við höfuð-
borgarstofu og skrá sig. “ Á heima-
síðunni www.menningarnott.is er
að finna heimilisföng þeirra sem
ætla að ljúka upp dyrum sínum
á menningarnótt en einnig verða
lítil skilti sett út á götur í Þingholt-
unum til að auðvelda fólki leitina.
mariathora@frettabladid.is
Vöfflur í Þingholtunum
Allir sem vilja geta gætt sér á heitum vöfflum og kaffi hjá íbúum í Þingholtunum á menningarnótt. Sveinn ætlar að bjóða upp á
sérstaka leynivöffluuppskrift á heimili sínu að Baldursgötu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Til stendur að setja heimsmet í
hvísli á menningarnótt í lystigarði
Einars Jónssonar á Skólavörðu-
holti, en til þess þarf að minnsta
kosti 1.084 þátttakendur sem taka
munu þátt í hvísluleik.
„Við erum staðráðin í að setja
heimsmet og búin að skrá þátt-
töku hjá Heimsmetabók Guinn-
ess, sem setti þau skilyrði að við
yrðum að hafa formlegan teljara
á staðnum,“ segir Diljá Ámunda-
dóttir, skapandi verkefnastjóri
úr KaosPilot-skólanum í Árósum
og sú sem stendur fyrir hvíslu-
leiknum ásamt bróður sínum Erni
Alexander; myndlistarnema við
Listaháskólann í Málmey.
„Það var 1. nóvember í fyrra
sem fyrsta heimsmetið af þessu
tagi var sett af hjólreiðaklúbbi
eldri borgara í Kína, en þar hvísl-
uðust á 1.083 manns. Við þurfum
því einum betur til að slá metið og
munum vonandi toppa það létti-
lega hér á litla Íslandi,“ segir Diljá
bjartsýn og brosmild.
„Þátttakendur í leiknum fara
inn í ákveðinn hring í hinum
draumkennda lystigarði þar sem
þeir hvísla að næsta manni sér á
hægri hönd, en skrifa svo nafn sitt
um leið og þeir ganga út og yfir-
gefa leikinn,“ segir Diljá sem neit-
ar alfarið að gefa upp leyniorðið
sem hvíslað verður.
„Sama orðið verður að haldast
milli allra hvíslaranna svo metið
verði slegið og við vonum að gest-
ir menningarnætur virði leikregl-
ur og taki þátt af gleði, alvöru og
metnaði. Ekki þarf annað í leik-
inn en mælgi og heyrn, og við von-
umst til að sjá Íslendinga á öllum
aldri taka þátt; verðum með götu-
leikhús og fleira skemmtilegt í
þessum yndisfagra garði Einars
Jónssonar,“ segir Diljá sem þver-
tekur fyrir að hvíslinu fylgi al-
mennur dónaskapur.
„Það er vissulega dónalegt að
hvísla fyrir framan aðra, en ekki
dónalegt að hvísla í hvísluleik. Það
er nefnilega aldrei dónalegt að
leika sér, svo ef menn langar að
hvísla verða þeir bara að stofna
til hvísluleiks,“ hvíslar Diljá kát í
hvíslarahringnum.
thordis@frettabladid.is
Hvíslað í heimsmeta-
bók Guinness
Systkinin Örn Alexander og Diljá
Ámundabörn að hvíslast á.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Opið hús verður fyrir alla ald-
urshópa í Félagsmiðstöðinni að
Vesturgötu 7 milli klukkan 13 og
16 á menningarnótt. Þar verður
veislukaffi á borðum og hand-
verkssala, auk þess sem fólk
verður að störfum við tréút-
skurð, hannyrðir, myndlist, búta-
saum og postulínsmálun. Milli
klukkan 13 og 14 verður sung-
ið við flygilinn við undirleik Sig-
urgeirs Björgvinssonar og milli
14 og 15.30 dansað við undirleik
frækins hóps úr félagi harmón-
ikkuunnenda.
Klukkan 15.30 syngur kór fé-
lags aldraða, Söngfuglarnir,
undir stjórn Árna Heiðars Karls-
sonar.
Hægt verður að fara í boccia,
billjard og pútt og námsgögn úr
ensku og spænsku verða til sýnis
svo og munir úr glerbræðslu
heimilisins.
Sungið við flygilinn og
dansað við harmónikkuspil
Margt fallegt er búið til í félagsmiðstöðinni á Vesturgötu og þar verður hand-
verkssala á laugardaginn.
Útskurður
er ein af
listgreinunum
sem stund-
aðar eru á
Vesturgötu 7.