Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 46

Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 46
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið menningarnótt Færeyingar eru sérstakir gestir menningarnætur í ár og kynna brot af því sem er að gerast í færeyskri myndlist og tónlist í Tjarnarsal Ráðhússins. „Íslendingar og Færeyingar eiga margt sameiginlegt í list- um og menningu, ekki síst hina virku þátttöku almennings,“ segir Jákup Simonsen, menningarmála- stjóri Færeyja. „Verkmenningin og sampil hversdag og náttúru eru sennilega rót þess, að ógleymdu veðrinu sem tekur á sig síbreyti- legan ham og hefur áhrif á daglegt líf, líðan og hugsun.“ Jákup segir vikivakana og vísna- sönginn enn sterkan þátt í fær- eyskri menningu. „Á mannamót- um, svo sem brúðkaupum og stór- afmælum, er enn „farið upp á gólv“ eins og Færeyingar orða það og færeyskur dans er kveðinn og stiginn sem hluti af venjulegum veislufagnaði. Hér eru líka hald- in danskvæðamót þar sem fleiri hundruð manns koma saman og kveða og dansa heilu helgarnar af hjartans lyst. Hluti af því sem kemur út, bæði í bókarformi og hljóð- og myndformi er líka sótt í færeyska dansinn og dansmenn- inguna. Innihald kvæðanna og óm- urinn í stefunum endurspeglast oft á tíðum í færeyskri nútímalist.“ Havnarkór Þórshafnar syngur og dansar fyrir gesti í Ráðhúsinu – og ekki síður með þeim, undir stjórn Ólafs Hátún. Havnarkórinn er einn elsti og vinsælasti kór Fær- eyja og vel þekktur í nágranna- löndunum, Danmörku og Noregi. Hanus Gærdum Johansen er vísnasöngvari sem fæddist og ólst upp í Klakksvík. Hann hefur komið víða við í hljómsveitum og rödd hans og gítarleik má heyra á mörgum færeyskum hljómplöt- um. Þekktastur er hann þó sem vísnasöngvari því hann nær vel til áheyrenda, hvort sem hópurinn er stór eða lítill. Lena Andersen hefur slegið rækilega í gegn bæði heima og heiman. Hún gaf nýlega út disk- inn Let Our Scars Dance og í sept- ember heimsækir hún 19 borgir Evrópu ásamt Ástralanum Xavier Rudd. Byrjar í Madrid og endar í London. Myndlistarmennirnir Bárð- ur Jákupsson og Eyðun av Reyni sýna báðir verk sín í Tjarnarsaln- um. Bárður blandar saman form- um og litum færeyskrar náttúru í abstrakt stíl sem minnir um margt á skrautskrift og Eyðun málar landslagsverk með kraftmiklum pensilstrokum. Myndefnið spann- ar allt frá morgunstund og ljósri sumarnótt yfir í hvassan vetrar- storm. gun@frettabladid.is Brot af því besta færeyska Havnarkórið syngur og dansar fyrir gesti menningarnætur – og með þeim. Hanus G. Johansen er vinsæll færeyskur vísnasöngvari sem treður upp í Ráðhúsi Reykja- víkur á menningarnótt. Flestir kannast við bílastæða- vandræði á menningarnótt. Blaðamaður leitaði ráða hvar koma ætti bílnum fyrir á meðan menningarinnar er notið. „Best er að reyna að leggja bílnum á jaðri hátíðarsvæðis- ins,“ segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höf- uðborgarstofu. „Fólk þarf ekkert að vera að flýta sér enda er það komið til að hafa það gaman og njóta dagsins. Síðan verðum við með menningarnæturstrætó sem aka mun á jaðarsvæði hátíðar- innar. Hann fer alls staðar í kring- um miðbæinn; framhjá Mikla- túni, eftir gömlu Hringbraut- inni, framhjá háskólasvæðinu, út á Granda og aftur til baka. Þannig að þótt bílnum sé lagt hjá Háskólanum eða til dæmis hjá Kringlunni þar sem mikið er af bílastæðum, þá er bara hægt að rölta niður á Miklatún og taka menningarstrætisvagninn þaðan,“ segir Sif en öll bílahús á vegum Bílastæðasjóðs önnur en Stjörnuport á Laugavegi verða lokuð á menningarnótt. Fátt er leiðinlegra en að fest- ast í umferðaröngþveiti og því er best að hafa það á hreinu hvaða leiðir verða lokaðar á menning- arnótt. Ekki verður hægt að aka Bankastræti, Lækjargötu, Von- arstræti, Tjarnargötu, Fríkirkju- veg og Skothúsveg en einn- ig verða sumar götur eða hlut- ar úr þeim lokaðar part úr degi. Þar má nefna Laugaveg, Ingólfs- stræti, Geirsgötu, Hverfisgötu, Sæbraut og Snorrabraut. Tæm- andi lista er að finna á vefsíðunni www.menningarnott.is. Ef þessi bílavandamál vaxa fólki í augum þá er annar mögu- leiki í stöðunni. „Fólk getur bara tekið strætó niður í bæ. Þá er hægt að slappa enn frekar af og til dæmis fá sér vínglas með matnum án þess að hafa áhyggj- ur af reglunni eftir einn ei aki neinn,“ segir Sif en síðustu ferð- ir strætisvagnanna verða um klukkan 00.30 frá Hlemmi. mariathora@frettabladid.is Best að leggja á jaðri hátíðarsvæðisins Það er bæði einfalt og þægilegt að taka strætó á menningarnótt, þannig sleppur maður við bílastæðavandamál og getur fengið sér vínglas með matnum. Boðið verður upp á sérstakan menningarstrætó sem aka mun umhverfis miðbæinn, frá Miklatúni og út á Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson er með nýjan gjörn- ing í Norræna húsinu á menningarnótt. Inn við beinið er hann besta skinn, heit- ir gjörningurinn sem myndlistarmaðurinn mun frumflytja. Að sögn Snorra vísar heit- ið bæði í bangsa og hann sjálfan. Því báðir séu bestu skinn. Gjörningurinn verð- ur framinn í Norræna húsinu og hefst klukk- an 16.15 laugardaginn 18. ágúst. Viðburður- inn er stranglega bann- aður börnum. - rh Stranglega bannað börnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.