Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 50
 16. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið menningarnótt UNIFEM á Íslandi býður gest- um á framandi kvennaslóðir á menningarnótt. Framandi kvennaslóðir í landinu Langtíburtistan er áfangastaður UNIFEM Ísland á menningarnótt. Þar er gestum og gangandi boðið að sjá, heyra um og snerta á ver- öld kvenna í þróunarlöndunum. Samtökin eru í samstarfi við al- þjóðlega UNIFEM sem er stofn- un innan Sameinuðu þjóðanna. Íslenska deildin er frjáls félaga- samtök stofnuð árið 1989 og eru félagar um 630 talsins. „Markmiðið á menningarnótt er að gefa fólki tækifæri á að kynn- ast starfseminni og kynna fyrir fólki hversdagsleika kvenna í þró- unarlöndunum. Þetta gerum við til þess að virkja félagana okkar og kynna starfið fyrir sem flestum,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir, starfs- maður UNIFEM á Íslandi. Í tilefni dagsins verður sett upp sýning og að sögn Sjafnar geta allir verið með. „Við hvetjum eindregið félaga og áhugasama sem hafa verið í þróunarlöndum til að taka þátt í sýningunni með ljósmyndum og minjagripum. Einnig ef fólk á búninga frá þessum löndum, væri gaman að sjá sem flesta mæta þannig klædda þennan dag,“ segir Sjöfn. Samtökin starfa allan ársins hring, aðallega við fræðslu- og kynningarstarf. „Starfið okkar felst í að vekja athygli á aðstæðum kvenna í þróunarlöndunum og styðja við þessa alþjóðlegu jafnréttisbar- áttu. Við erum með heimasíðu og gefum út tímarit auk þess að fara í skóla og koma fram í fjölmiðl- um. Einnig þrýstum við á íslensk stjórnvöld til að auka fjárfram- lög og taka upp kynjasjónarmið, til dæmis við friðargæslu,“ segir Sjöfn sem segir samtökin einn- ig vinna að því að tengjast einka- geiranum og starfa með grasrót- arsamtökum og ýmsum kvenna- hreyfingum. Í ár verður aðaláherslan á bar- áttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alþjóðlegur baráttudagur er 25. nóvember og munu samtökin meðal annars gefa út tímarit í til- efni dagsins. Sjöfn hvetur sem flesta til að láta sjá sig á framandi kvenna- slóðum á menningarnótt. UNI- FEM Ísland er til húsa í miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42, þar sem tekið er á móti fólki kl. 13-17. Sjá nánari upplýsingar á www.unifem.is. rh@frettabladid.is Kvennaslóðir í Langtíburtistan Sjöfn Vilhelmsdóttir, hjá UNIFEM Íslandi býður alla velkomna á framandi kvenna- slóðir á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar Óli Palli kom með hug- myndina um að halda stórtón- leika á hafnarbakkanum var búist við að um 10.000 manns en 70.000 manns mættu hins vegar. „Ég var staddur uppi á Arnarhóli á menningarnótt árið 2002 og var að bíða eftir að flugeldasýningin byrjaði. Þá sé ég að það voru ein- hverjir tónleikar í gangi við end- ann á hafnarbakkanum en þar sem ég stóð uppi á hólnum þá sá ég hvorki né heyrði hvað var að ger- ast. Þá fékk ég hugmyndina um að halda tónleika á þessu sama stað með almennilegu kerfi og stórum myndvarpa svo allir myndu heyra og sjá þó þeir væru langt í burtu,“ segir Óli Palli útvarpsmaður um upphaf stórtónleikanna á hafnar- bakkanum. „Hugmyndin var að hafa þetta í beinni útsendingu á Rás 2 og bjóða upp á flotta dag- skrá með nokkrum listamönnum úr sitthvorri áttinni svo hægt væri að höfða til allrar fjölskyldunn- ar. Það sem hékk líka í hausnum á mér þegar stóð þarna á Arnar- hólnum var af hverju ríkisútvarp- ið væri ekki að gera neitt á menn- ingarnótt. Alls konar bankar og lítil fyrirtæki voru að bjóða upp á dagskrá á þessum menningardegi og ríkisútvarpið, ein merkilegasta menningarstofnun þjóðarinnar, var hreint ekki með neitt.“ Eftir helgina var farið á Höfuð- borgarstofu og hugmyndin rædd. „Eftir að hafa talað við þetta frá- bæra fólk á Höfuðborgarstofu varð niðurstaðan sem sagt sú að haldnir yrðu stórtónleikar á hafn- arbakkanum sem tókust bara miklu, miklu betur en við þorðum að vona. Við höfðum búist við um 10.000 manns ef heppnin væri með en það komu ábyggilega um 70.000 manns og síðan 100.000 manns árið eftir. Þetta hefði aldrei geng- ið upp nema vegna þess að Höfuð- borgarstofa hefur mikinn áhuga á þessu líka. Þetta er samstarf sem svínvirkar.“ Fram úr björtustu vonum Óli Palli hefði aldrei búist við því að 100.000 manns kæmu á stórtónleikana á hafnar- bakkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.