Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 53
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 11menningarnótt fréttablaðið
Dagskrá menningarnætur
Unglingar
Unglingarnir verða ekki útundan á menningarnótt. Margs konar uppákomur og tónleikar
eru í boði fyrir þennan aldurshóp.
13.00 20.00 MÁLVERK VERÐUR TIL Í BÍLASTÆÐAPORTINU BAK VIÐ ALÞJÓÐAHÚSIÐ
Nokkrir færir listamenn úða verkið á meðan valinkunnir plötusnúðar mata gesti á menningarlegri
hiphop-tónlist. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu íslenskrar hiphop-menningar, www.
hiphop.is. Til kl. 20.00. Bak við Alþjóðahúsið, Hverfisgötu 18.
14.00 DANSHÁTÍÐ Á INGÓLFSTORGI
Bresk-indverski danshópurinn Back 2 Back kennir öllum sem vilja, ungum jafnt sem öldnum, Free-
style Bhangra, en dansstíllinn er sambland af hefðbundnum asískum dansi og nútímadansi. Þjóðleg-
um Bhangra-dansi er blandað saman við Bollywood, street-dans, hiphop og breikdans. Ingólfstorg.
15.00 18.00 A FILM REEL NAMED EMOTION
Tónlistarmyndbönd með Þóri, Maus, Benna Hemm Hemm, Forgotten Lores og fleiri sýnd. Til kl.
18.00. Café Victor, Hafnarstræti 1-3.
16.00 20.00 HOME BLOCK PARTY
Heimalingarnir Agzilla (Metalheadz, Reinforced) og Thor bregða á leik með blandaða tónlist. Til kl.
20.00. HOME-Gistiheimili Skólastræti 1.
17.00 21.00 TÓNLEIKAR Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM
Hitt húsið stendur fyrir tónleikum í Hljómskálagarðinum. Á dagskránni eru ýmsar ungar og efnileg-
ar hljómsveitir. Tónleikarnir standa til kl. 21.00. Hljómskálagarðurinn.
TÓNLEIKAR
Hjómskálagarðurinn
GRAFFITÍ
Alþjóðahúsið, HvefisgötuTÓNLIST
HOME-gistiheimili, Skólastræti
TÓNLISTARMYNDBÖND
Café Victor, HafnarstrætiDANSHÁTÍÐ
Ingólfstorgi
Dagskána í heild er að finna á www.menningarnott.is