Fréttablaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 15menningarnótt fréttablaðið
Margir bíða spenntir eftir rús-
ínunni í pylsuenda menning-
arnætur, flugeldasýningunni.
Sýningin er alltaf jafn glæsileg
þótt sniðið hafi breyst örlítið.
„Í fyrra tókum við upp á þeirri ný-
breytni að fara með flugeldasýn-
inguna á haf út til þess að gera sjón-
arhornið breiðara,“ segir Sif Gunn-
arsdóttir, verkefnastjóri viðburða
hjá Höfuðborgarstofu. Sama er upp
á teningnum í ár og verður flugeld-
unum skotið af pramma sem hengd-
ur er aftan í varðskipið Tý. „Áður
fylgdist maður með frá Miðbakkan-
um eða Arnarhóli en í fyrra raðaði
fólk sér allt frá hafnarbakkanum
og nánast út að Laugarnestanga.
Ég var til dæmis við Höfðatún en
þar hafði fólk tekið með sér sólstóla
og naut sýningarinnar. Þetta er ný
og skemmtileg stemning,“ segir
Sif sem er greinilega ánægð með
breytinguna. „Við heyrðum meira
að segja að flugeldarnir hefðu sést
frá heimilum í Grafarvogi.“
Það er ekki aðeins sjónræna
hliðin sem nýtur góðs af breyt-
ingunni heldur hafa umferðarmál
einnig batnað til muna. „Fólk getur
til dæmis lagt í kringum Borgar-
túnið og labbað niður að sjó svo
það eru ekki allir að fara upp í bíl-
inn á sama punktinum. Umferðin
úr bænum dreifist því miklu betur
enda gekk hún afskaplega vel og
greiðlega í fyrra.“
Flugeldasýningin verður sem
fyrr í boði Orkuveitunnar en Hjálp-
arsveit skáta í Reykjavík sér um
framkvæmdina ásamt aðstoð frá
Landhelgisgæslunni. Svava Ólafs-
dóttir félagi í skátunum hefur stað-
ið í undirbúningi síðustu vikur. „Það
er best að ljóstra sem minnstu upp
en sýningin verður ekki eins og í
fyrra. Þetta kemur allt í ljós,“ segir
hún.
Það eru þó ekki aðeins flug-
eldarnir sem lýsa upp himininn
á laugardagskvöldið. „Félagar í
siglingaklúbbnum Brokey ætla
að skreyta skipin sín með seríum.
Þeir munu sigla upplýstir um fló-
ann og setja þannig skemmtilegan
svip á sýninguna,“ segir Svava að
lokum. mariathora@frettabladid.is
Ljósasýning á hafi úti
Fleiri geta séð flugeldana í ár þar sem þeim verður skotið upp á hafi úti. Sýningin
hefst kl. 23.00 og stendur í um tíu mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bresk/indverski danshópur-
inn Back 2 Back sýnir Freestyle
Bhangra á menningarnótt. „Þetta
er tegund af dansi sem við höfum
sjálf þróað,“ sagði Rana, for-
sprakki hópsins, þegar blaðamað-
ur sló á þráðinn til hans í London.
„Bhangra er byggt að hefðbund-
um indverskum dansi frá Punjab á
Indlandi sem vanalega er dansað-
ur við lifandi tónlist. Þessum hefð-
bundna dansi sláum við saman
við vestrænan freestyle-dans eða
götudans og dönsum við trommu-
slátt.“
Í hópnum eru níu dansarar sem
allir eru fæddir á Bretlandseyj-
um en eiga rætur að rekja til Ind-
lands. Hópurinn hefur sýnt víða
um Bretland. „Við viljum færa út
kvíarnar og höfum dansað á Ítalíu.
Okkur fannst Ísland þó kjörinn
staður til að byrja á, áður en við
förum annað,“ segir Rana. Hann
segir dansarana vera afar spennta
fyrir menningarnóttinni en eng-
inn þeirra hefur komið til Íslands
áður. „Við vissum ekki einu sinni
hvar Íslands var,“ segir hann og
skellir næstum upp úr og bætir
við, „sem er fáránlegt þar sem það
er svona nálægt okkur.“
Back 2 Back verður á Ingólfs-
torgi á menningarnótt og mun
sýna ólíka dansa, sem eru sam-
bland af bhangra, hiphoppi, free-
style, Bollywood og breik-dansi.
- keþ
Vissu ekki
hvar Ísland var
Back 2 Back mun dansa á Ingólfstorgi á menningarnótt.
SIGLT UM SUNDIN BLÁ
Sigling til Viðeyjar er meðal viðburða á menningarnótt.
Viðey er viðkomustaður á siglingu um sundin á menningarnótt. Lagt
verður í hann frá gömlu höfninni og komið við í Viðey. Leiðsögumaður
er Örlygur Hálfdanar-
son sem sjálfur er
Viðeyingur og mun
hann fjalla um það
sem fyrir augu ber á
siglingunni og í Viðey.
Lagt er í hann kl.
12.00. Ferjutollur er
800 kr. fyrir fullorðna
og 400 kr. fyrir börn.