Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 72

Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 72
Ég er kominn á efri ár, og hugsa því ef til vill meira nú um það tímaskeið en ég gerði áður. Þó hef ég lengi fylgst með aldurhnignu fólki, bæði í heimahúsum, og einn- ig á elliheimilum. Þegar ég hef sjálfur legið á spítala finn ég best hvað það er að vera ósjálfbjarga við allar hreyfingar. Þá reynir oft mikið á starfsfólkið og þá aðstöðu sem það býr við. Þetta er ákaflega margþætt starf og þarfir sjúkra eru einnig misjafnar. Einu sinni dvaldi ég í borginni Fredericia í Danmörku í sumarfrí- inu mínu og ferðaðist þar vítt og breitt um borgina, bæði fótgang- andi og eins í strætisvögnum. Þar í borg er ákveðið svæði, sem ein- göngu er helgað íbúðum fyrir eldri borgara, og öll óþarfa bílaumferð er bönnuð um það svæði. Slíkt fyr- irkomulag er til fyrirmyndar, enda veit ég fullvel að margt eldra fólk þráir að koma aðeins út fyrir dyr og geta gengið þar um í góða veðr- inu alveg óhult fyrir bílum eða öðrum farartækjum, og einnig að geta haft þar slétt malbik eða grænt gras undir fótum. Að vera á friðsælum og kyrrlát- um stað, og helst fjarri þeirri mengun sem af mikilli umferð stafar. Mér finnst talsvert vanta á það hér heima að bílaumferðinni sé bægt frá elliheimilum og sjúkrahúsum, einnig bendi ég á að hér heima eru bílastæðin jafnvel fast upp við glugga og dyr elli- heimilanna, og valda því bæði mengun og öðrum óþægindum. Ég get ekki stillt mig um að benda á dæmi. Þar er akvegur allan hringinn í kringum bygging- una, og ef vistmenn ætla sér út í góða veðrið t.d. með göngugrind eða hjólastól þá eru þeir alger- lega háðir duttlungum ökumanna. Vegurinn sunnanmegin við húsið liggur í boga meðfram því, og þar er því afar takmörkuð sýn út á veg- inn. Eftir þessum vegi þeysa ungir og frískir ökumenn oft hópum saman á hjólafákum sínum á leið í íþrótta- húsið til æfinga, en þetta er eini vegurinn að því húsi. Handan þessa vegar er gróið svæði með fuglatjörn, sem eldra fólkið horfir gjarnan til – en það getur verið hættuspil að fara yfir þessa götu. Vegurinn meðfram húsinu norð- anmegin er steinlagður, en engin gangstétt. Þar er aðalinngangur- inn. Annar jaðar þeirrar götu er með hitalögn og helst þar auð ræma allan veturinn, en nú vill svo til að bílum er alltaf raðað yfir þessa auðu rönd svo fólkið þarf að ganga ísilagða eða snjóuga götuna þegar veðurfarið er slíkt. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að bíllinn sé í fyrsta sæti en sjálft fólkið sé í öðru sæti. er annað og ennþá nýrra heimili. Þar er hellulögð gangstétt með- fram húsinu við aðalinnganginn. Bílum er síðan lagt meðfram henni, þannig að ekið er með framhjólin beint að stéttinni, sem er svo mjó að þegar framstuðari bílanna kemur inn yfir stéttina, þá er ekki pláss fyrir þá sem ætla þar um með hjólastóla. Þarna hefði hugsanlega mátt hafa bílastæðin einum metra fjær húsinu, svo að þá hefði opnast leið fyrir hjólastóla milli húss og bíla. Ég veit dæmi þess að fólk með göngu- grindur, sem reynir að fara út og hreyfa sig eitthvað, kemst ekki þar um og fer því fram af stéttinni, en dett- ur þá og liggur þar þangað til ein- hver kemur að og sér það. Einnig finnst mér alveg tilfinnanlega vanta verndað svæði sólarmegin við húsið með sléttu plani svo hægt sé að renna hjólastólum út þegar gott er veður. Húsið er jú byggt fyrir eldra fólkið, en ekki fyrir bílana, sem hanga utan á því í röðum líkt og grísir á gyltu, en hindra þar um leið eðlilegan og nauðsynlegan umgang. Skömmu eftir að íbúðablokkir fyrir eldri borgara voru byggðar við Árskóga 6, og 8, var ákveðið að byggja brú yfir Reykjanes- brautina og tengja saman Nýbýla- veg og Breiðholtsbraut. Þetta var gert og gatan hækkuð um 7 metra meðfram blokkinni. Þar er urrandi umferð mest allan sólar- hringinn. Nú heyrast þær frétt- ir frá Selfossi að þar sé verið að brjóta niður eldri byggingar við hringtorgið, þar sem þjóðvegur 1, liggur yfir Ölfusá. Sagt er að þarna sé ráðgert að byggja 285 íbúðir fyrir eldri borgara. Mikil og vaxandi umferð er um Selfoss eins og hvarvetna er núna. Þó að byggð verði síðar ný brú yfir Ölfusá, og þjóðvegurinn færður, þá verður alltaf mikil umferð á þessum stóru gatnamótum. Höfundur er eldri borgari. Aðgengi við öldrunarheimili Ánægjulegt hefur verið að sjá hver barátta samkynhneigðra fyrir sjálfsögðum réttindum og jákvæðari viðhorfum hefur skilað góðum árangri á undanförnum árum. Yfir 50.000 manns tóku átt í gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur í því skyni að styðja samkynhneigða. Vissulega hafa samkynhneigðir þurft að hafa fyrir því að ná þess- um árangri og enn er ýmislegt óunnið. Þegar við fögnum árangri eins hóps í baráttunni gegn fordómum og fyrir lýðréttindum ættum við að hafa hugfast að ekki njóta allir minnihlutahópar jafnmikillar vel- gengi og æskilegt væri. Einn er sá hópur hér á landi sem þarf að fá aukna viðurkenningu á tilveru sinni og það eru þeir sem eru trú- lausir eða af öðrum ástæðum sjá ekki ástæðu til þess að tilheyra trúfélögum. Tæplega 8000 manns standa utan trúfélaga hér á landi en þrátt fyrir þennan fjölda er mismununin sem þetta fólk þarf að búa við með öllu ólíðandi. Þeim sem ekki tilheyra neinu trúfélagi er engu að síður gert að greiða svokallað „sóknargjald“ til Háskóla Íslands rétt eins og Háskólinn væri trúfélag. Ekki fær þessi hópur þó þá þjónustu frá H. Í. sem fólk sem tilheyrir trúfélög- um fær hjá sínum söfnuðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur fólki sem stendur utan trú- félaga ekki gengið neitt í að fá félagsskap sinn skráðan í líkingu við önnur trúfélög hér á landi í því skyni að fá fjárhagslegan og laga- legan grunn til þess að geta þjónu- stað sitt fólk t.d. með sálgæslu, útfararþjónustu, giftingum o.s.frv. Slíkt hefur hins vegar verið við lýði í Noregi í 26 ár. Ég tel að ein af ástæð- um þess að svo vel hefur gengið í réttinda- baráttu samkyn- hneigðra er jákvætt viðhorf margra kenn- ara. Í námsefni sem kennt er í grunnskólum er farið jákvæðum orðum um samkyn- hneigð og margt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir fordóma gagnvart samkynhneigð- um. Það sama er því miður ekki hægt að segja um þátt skólanna þegar kemur að viðhorfum gagn- vart þeim sem aðhyllast engin trú- arbrögð. Þar hefur grunnskólinn jafnvel farið fremstur í að ala á fordómum. Námsefni í trúar- bragðafræði hefur ekki verið til þess fallið að auka á umburðar- lyndi í garð trúlausra. Í kennslu- bókinni Maðurinn og trúin fá nem- endur t.d. þá spurningu hvort þeir gætu ímyndað sér heiminn án trú- arbragða. Ekki er það erfitt fyrir þá sem aðhyllast engin trúarbrögð en hvergi í bókinni er greint frá því að sá möguleiki sé fyrir hendi og því síður sagt frá því að hér á landi séu tæplega 8000 manns sem kjósa að standa utan trúfélaga. Í ljósi bókarinnar í heild sinni túlka ég þessa spurningu höfund- arins sem einhvers konar hæðni í garð þeirra sem ekki aðhyllast trúarbrögð. Afstaða alþingis- manna hefur einnig verið leiðbein- andi í þessu máli þar sem þeir hafa ekki sýnt því nokkurn áhuga að rétta hlut fólks utan trúfélaga. Um leið og ég óska samkynhneigð- um til hamingju með árangurinn í baráttunni fyrir almennum lýð- réttindum, minni ég á að enn er á brattann að sækja í baráttunni fyrir því að fleiri fái notið viður- kenningar í íslensku samfélagi. Höfundur er kennari. Trúleysi og lýðréttindi Ég veit dæmi þess að fólk með göngugrindur, sem reynir að fara út og hreyfa sig eitthvað, kemst ekki þar um og fer því fram af stéttinni, en dettur þá og liggur þar þangað til ein- hver kemur að og sér það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.