Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 76

Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 76
Fyrir þrjátíu árum í dag lést fyrsta ástin mín. Þegar ég var um tíu ára fann ég plötu með Elvis heima hjá afa og ömmu og varð þá ekki aftur snúið. Sat tímunum saman og hlustaði á hina fögru rödd syngja lög eins og Don‘t Be Cruel, Heartbreak Hotel eða Are You Lonesome Tonight á meðan ég starði á stóra andlitsmyndina á plötuumslaginu og andvarpaði yfir fegurðinni. Fannst hann svolítið líkur föður mínum og þótti það alls ekki slæmt. Við vinkonurnar hlust- uðum á Teddy Bear og mæmuðum fyrir framan spegilinn, þóttumst vera bakraddasöngvarar með töff- arann mikla í fararbroddi. Einn daginn ákváðum við að stofna aðdáendaklúbb. Hittumst reglulega fimm stelpur, hlustuðum á Elvis, horfðum á kjánalegar Elvis-myndir og árlega, hinn 8. jan- úar á afmælisdegi Presleys, var haldið í hamborgaraveislu á Hard Rock þar sem voru jú stundum spiluð Elvis-lög ef við vorum heppnar. Gestur Einar var uppáhalds útvarpsmaðurinn því hann spilaði stundum kónginn og þá hljóp ég upp í herbergi og ýtti á Rec á kasettutækinu mínu. Varð svo bál- reið út í hann fyrir að tala ofan í lögin. Allar vídeóspólur voru frá- teknar með orðunum „BANNAÐ AÐ TAKA YFIR!“ enda á þeim gæðamyndir eins og Fjör í Acapul- co, Ástir og ananas, Kreólakóngur- inn, heimildarmynd um Elvis og fleira. Mér fannst hann alveg jafn æðis- legur þegar hann var orðinn veikur og söng Unchained Melody á sein- ustu tónleikunum sínum. Þá heyrði maður meiri trega í röddinni en nokkurn tíma fyrr og hann gaf allt sem hann átti í flutninginn. Ég fæ ennþá hroll þegar ég horfi á þenn- an flutning. Það er bara eitthvað við Elvis. Þess vegna verður kvöld- inu í kvöld ekki eitt í neitt annað en að hlusta á þennan gamla vin minn með gömlum vinkonum og rifja upp æskuárin sem við vorum svo heppnar að eyða með kónginum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.