Fréttablaðið - 16.08.2007, Qupperneq 82
Bíódagar Græna ljóssins
hófust í gær þegar heim-
ildarkvikmyndin Sicko
eftir Michael Moore var
frumsýnd. Óvenju þétt
kvikmyndahátíð, segir
Ísleifur B. Þórhallsson,
framkvæmdastjóri hátíðar-
innar.
„Bíódagarnir eru eilítið frá-
brugðnir öðrum kvikmyndahátíð-
um því þeir standa yfir í tvær
vikur og það eru margar sýningar
á mörgum myndum,“ segir Ísleif-
ur og því þurfa kvikmyndaunn-
endur ekki að standa frammi fyrir
því að velja og hafna heldur eiga
möguleika á því að geta séð allar
myndirnar með góðu skipulagi.
Bíódögunum er skipt upp í þrjá
flokka: Heiminn, sem er almennur
flokkur og þar gefur að líta kvik-
myndir hvaðanæva úr heiminum,
Heimildarmyndaflokkinn sem
segir sig nokkuð sjálfur og svo
Miðnæturflokkinn sem á eftir að
vekja mikla athygli. „Þarna ætlum
við að sýna myndir sem margar
hverjar þykja ákaflega umdeildar
og sumar þeirra hafa vakið hörð
viðbrögð, umræður og jafnvel
deilur,“ segir Ísleifur en í þessum
flokki má meðal annars sjá hina
ofurerótísku Shortbus og Zoo þar
sem umfjöllunarefnið er lát manns
eftir mök við hest.
Ísleifur segir það hafa verið
meðvitað að hafa myndirnar alls
ekki fleiri en tuttugu en alls verða
sýndar átján myndir. „Við vildum
vanda valið ákaflega vel og hafa
hátíðina ekki of stóra þannig að
fólki gæfist tækifæri til að sjá sem
flestar,“ útskýrir Ísleifur en hátíð-
in er tvískipt. „Fyrri hálfleikur
hefst á fimmtudag þegar níu mynd-
ir verða teknar til sýninga. Þeim
verður síðan langflestum skipt út
fyrir níu nýjar myndir á miðviku-
daginn í næstu viku,“ segir hann.
Ísleifur er eldri en tvævetra í
skipulagningu kvikmyndahátíða
en hann var hjartað og heilinn á
hinni geysivinsælu IFF. „Ég
myndi telja, án þess að blikna, að
þetta væri ein besta hátíðin sem
ég hef skipulagt,“ segir Ísleifur
en hann reiknaði með því að
kvikmyndin Sicko yrði stærsti
smellurinn. „Það er hins vegar
aldrei að vita. Við höfum fundið
fyrir miklum áhuga á Cocaine
Cowboys og Deliver us from Evil
auk Away from her,“ segir Ísleif-
ur.
Chaplin er einn mesti listamaður 20. aldar
Teiknimyndin Ratatouille var frum-
sýnd í gær en henni er leikstýrt af
Brad Bird, þeim sama og gerði The
Incredibles. Að þessu sinni er
umfjöllunarefnið ekki ofurmanna-
fjölskylda heldur rottan Remy sem
flytur til Parísar og hyggst hafa
þar uppi á átrúnaðargoði sínu og
matargúrú, Gusteau. Remy til
mikillar skelfingar kemst hann
í raun um að Gusteau er
dáinn og hið fornfræga
veitingahús hans er að
hruni komið.
Rottan deyr hins vegar
ekki ráðalaus og gengur í lið
með sendlinum Linguini og
saman leggja þeir á ráðin
um að endurreisa mannorð Gusteau
og búa til besta ratatouille í Frakk-
landi. Að venju, þegar teikni-
myndir eru annars vegar, eru
stórstjörnur í hverju hlutverki
en þær sem vekja helst athygli
eru gömlu brýnin Brian
Dennehy og Peter O‘Toole
sem láta ljós sitt skína í
myndinni. Ratatouille er
sýnd með bæði ensku og
íslensku tali í Sambíóun-
um.
Snilldar rottu-kokkur
Kvikmyndin Rush Hour sló í gegn
öllum að óvörum árið 1998 og nú
er komið að þriðju myndinni í serí-
unni. Að venju eru vélbyssukjaft-
urinn Chris Tucker og ofuráhættu-
leikarinn Jackie Chan í
aðalhlutverkum og að þessu sinni
þurfa þeir á öllu sínu að halda til
að lifa af.
Myndin segir frá því þegar
sendiherra Kína í Los Angeles
kemst að einhverju best geymda
leyndarmáli undirheimanna;
hvernig yfirmaður glæpaklíkunn-
ar Triads, Shy Shen, lítur út og
hvernig innra starf samtakanna
virkar. Áður en sendiherrann
kemst hins vegar til glæpadóm-
stólsins í Haag er hann tekinn af
lífi og ljóst þykir að þessi uppgötv-
un hefur hreyft við meðlimum
Triad sem ætla að vernda sinn
mann með öllum hugsanlegum
ráðum. Og þá koma lögreglumenn-
irnir Carter og Lee til sögunnar og
þá er fjandinn laus.
Að venju er Brett Ratner við
stjórnvölinn en meðal annarra
sem koma við sögu í Rush Hour 3
má nefna hinn sænska
Max von Sydow auk
þess sem pólska
leikstjóranum
Roman Polanski
bregður fyrir í hlut-
verki lögreglu-
manns.
Jackie Chan
á fleygiferð
Það er