Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 83
Len Wiseman hefur verið ráðinn
leikstjóri kvikmyndarinnar The
Escape From New York, sem er
endurgerð samnefndrar myndar
frá árinu 1981. Wiseman vakti
mikla athygli sem leikstjóri Die
Hard 4 sem kom út í sumar en
hann hefur áður leikstýrt tveimur
Underworld-myndum.
Gerard Butler, sem sló í gegn í
300, mun endurtaka hlutverk
Snake Plissken sem Kurt Russell
lék á eftirminnilegan hátt á sínum
tíma. Fjallar myndin um stríðs-
hetjuna Plissken sem er send til
fangaeyjunnar Manhattan til að
bjarga forseta Bandaríkjanna.
Wiseman í endurgerð
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík í samstarfi við Keili,
Master Card, Flugmálastjórn
Keflavíkur og Sparisjóð Keflavík-
ur ætla að bjóða upp á ekta bílabíó
á gamla varnarsvæðinu í Keflvík
þann þriðja október. Þetta er liður
í kvikmyndahátíðinni sem hefst
27. september og stendur til 7. okt-
óber. Kvikmyndin American
Graffiti verður sýnd en þetta er
ein af fyrstu myndum bandaríska
leikstjórans George Lucas en þar
má meðal annars sjá Harrison
Ford stíga sín fyrstu skref. Mynd-
in þykir ákaflega „amerísk“ og því
þótti við hæfi að sýna hana á
gömlu landsvæði Bandaríkjanna.
Sýningin fer fram í stærstu bygg-
ingu landsins en það er flugskýlið
á Vellinum sem bandaríski herinn
átti og er mikið mannvirki. Öflugt
loftræstikerfi er til staðar enda
voru þar áður geymdar risavaxn-
ar orrustuþotur hersins. Flatar-
málið er slíkt að það er talið geta
rúmað um fimmtán hundruð bíla.
Bílabíó á Vellinum í Keflavík
Nám í tónvinnslu
og lagasmíðum
- í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro-Tools
Tónvinnsluskólinn „Sponsored Digidesign School“
Nýlega gerðu Tónvinnsluskólinn og Digidesign með sér
samstarfssamning um þjálfun nemenda í Pro-Tools og kallast nú
Tónvinnsluskólinn „Digidesign Sponsored School“.
Þetta veitir okkur rétt til að kenna til alþjóðlega viðurkennds prófs
Pro-Tools 101 og Pro-Tools 110. 101 gráðan gerir mönnum kleift að nota
Pro-Tools til eigin hagsmuna við lagasmíðar og upptökur meðan að 110
gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro-Tools í hljóðversumhverfi
atvinnumannsins.
Veitir rétt til framhaldsnáms
Eftir að hafa tekið þessi próf geta nemendur farið beint í 201 og 210
gráðurnar erlendis sem gerir menn að viðurkenndum „Pro-Tools
Operator“ sem gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum
og kvikmyndaverum.
Hvernig klárar maður lag frá A til Ö
Að öðru leiti er námskeiðið óbreytt, farið er í ferlið frá því að hugmynd
að lagi kviknar þar til lag er tilbúið til útgáfu, hvernig gengið er frá
hljómablöðum (lead sheets) og samskiptum í hljóðveri.
Kennt er á midiforritið Reason, hljóðforritið Melodine, farið í almennar
upptökur, míkrófóntækni og staðsetningar, eftirvinnslu, hljóðblöndun og
lokahljóðjöfnun.
HAUSTNÁMSKEIÐIN ERU AÐ HEFJAST
Námskeiðin
hefjast í
september.
Skráningar í
síma 534 9090
eða á
heimasíðunni
www.tonvinnslu
skoli.is
4 mánaða nám, 160 klst.
319.900,- kr.
(veittur er 15% staðgreiðsluafsláttur)
Fleiri greiðslumöguleikar í boði.
Sponsored Digidesign School