Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 84

Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 84
Prófaðu... ... að fara nýjar leiðir í salatgerð, það gerir salötin svo miklu áhugaverðari. Prófaðu avókadó, hnetublöndur, mozzarellakúlur, mulið beikon og rifnar kryddjurtir, og aðalréttur- inn gleymist nánast. Úti í heimi fagna matgæðingar nú tómatauppskeru, þegar sól- vermdir rauðir boltarnir streyma á markaðina. Hér á landi eru tómatar nú ræktaðir árið um kring og eru fastur liður í eldamennsku landsmanna. Íslenskir tómatar þekkja sólina ekki af sömu raun, þar sem þeir eru ræktaðir í gróðurhúsum. Þeir eru þó alls ekki verri fyrir vikið og nytsamlegir í fjölmarga matrétti. Tómatar þrífast ekki vel í ísskáp, sérstaklega nálægt gúrku og salati, og eru þá fljótir að tapa bragði og stinnleika. Því er um að gera að hafa þá á eld- húsborðinu. Eins og flestir vita eru hakkaðir, kramdir og mauk- aðir tómatar frábær grunnur í ýmiss konar sósur og súpur. Ef gera á sósuna frá grunni er best að byrja á því að henda tómötun- um í sjóðandi vatn í um hálfa mínútu, þá er auðvelt að afhýða þá. Tómatar, basilíka og mozzar- ella-ostur eru dásemdar þrenn- ing, en þeir eiga jafngóða sam- leið með rauðlauk, fetaosti og svörtum ólífum og eins söxuðum lauk og gúrku með graslauki og ediki. Fjölhæfir tómatar Með haustinu fara margir að huga að nýjum og betri lífsstíl, eða brostnum áramótaheitum. Fyrir þá sem vilja efna gömul heit, eða bara breyta og bæta líð- aninni áður en rútínan tekur völd- in á ný, er ekki úr vegi að sækja kvöldnámskeið Þorbjargar Haf- steinsdóttur í Heilsuhúsinu. Hún heldur þar reglulega nám- skeið sem hún kallar Losum okkur við fitupúkana! Að því er segir á heimasíðu Heilsuhússins verður þar farið yfir fjögurra vikna prógram. Þorbjörg fjallar um detox og hvernig megi öðlast aukna orku, betri svefn, blóðsyk- ur í betra jafnvægi, fallegri húð og færri kíló. Námskeiðin eru ein kvöldstund, og það næsta fer fram næstkomandi þriðjudags- kvöld, í Heilsuhúsinu Lágmúla. Hægt er að bóka á netfanginu http://www.10grunnreglur.com/ tobba.htm. Fitupúkanámskeið Skilur ekki brauðsúpu Fegurðardísin Linda Pétursdóttir leyfir Völu Matt og kíkja í matar- skápana sína í Mat og lífsstíl í kvöld. „Við skelltum okkur austur fyrir fjall í stórglæsilegan sumar- bústað sem fjölskylda Lindu á. Þar bjó hún til einn af sínum uppá- haldsréttum, sem er auðvitað fisk- ur – þar sem hún er sjávarpláss- stelpa, eins og hún lýsir því sjálf,“ sagði Vala og hló við. „Það var nætursöltuð ýsa, sem var meðal annars með kanil, sem var svolítið óvenjulegt. Þetta var ótrúlega gott, fljótlegt og einfalt,“ bætti hún við. „Linda var líka með dúndur- desert en hún byrjaði á því að gefa okkur uppskrift að morgunmatn- um sem henni finnst best að fá sér á morgnana. Það er svona heilsu- drykkur sem er aðallega úr ávöxt- um og bara algert sælgæti,“ sagði Vala. Í sumarbústað með Lindu Pé Það er Fréttamaðurinn Pálmi Jón- asson er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann bjó á veitingahúsi. Hann og stór- tenórinn Jón Rúnar Arason eru þar að auki með upp- skriftabók í burðarliðnum. „Þessi uppskrift er ein af um hundrað sem ég og Jón Rúnar höfum búið til á síðustu árum. Um daginn völdum við svo úr um fjörutíu uppskriftir sem við höfum verið að setja upp og mynda. Mein- ingin er að gefa þetta út á bók, hvort sem það verður til heima- brúks eða á alheimsmarkað,“ sagði Pálmi kíminn. Í matreiðslubók Pálma er gott hráefni í fyrirrúmi. Hann á hlut í bát og kann vel að meta hráan fisk, eins og hrátt kjöt. „Þá verður hrá- efnið að vera algjörlega fyrsta flokks,“ sagði hann. Íslensk villi- bráð og sveppir, kryddjurtir og fjallagrös úr íslenskri náttúru eiga líka upp á borð hjá Pálma. Pálmi og kona hans eru nýsnúin heim frá Ítalíu þar sem þau bjuggu á veitingahúsi í bænum Castelcerino í Soave. „Þar var Jón Rúnar að leysa af í eldhúsinu á veitingastaðnum Hostaria di Cansignorio,“ útskýrði Pálmi, sem fékk aðeins að spreyta sig á elda- mennskunni sjálfur. „Einn daginn sátum við á veitingastaðnum að borða úrval af réttum dagsins, sem Rúnar hafði galdrað fram. Á næsta borði voru tvenn hjón að halda upp á tuttugu ára brúðkaup- safmæli. Þau hrósuðu sérstaklega Tiramisu og urðu eiginlega kjaft- stopp þegar þeim var sagt að íslenskur óperusöngvari hefði búið til þennan þjóðarrétt Ítala,“ sagði Pálmi. Ekki dró úr undrun- inni þegar hjónin hrósuðu bestu súkkulaðiköku sem þau höfðu smakkað. „Þau báðu fyrir bestu kveðjur í eldhúsið, og hlógu ógur- lega þegar eigandinn sagði þeim að maðurinn á næsta borði hefði gert hana,“ sagði Pálmi. Hann mælir því með því að gestir í Soave leggi leið sína á veitingahús Sirpu og Tiziano og biðji um „Torta di Palmi“. „En uppskriftina fær fólk ekki nema það kaupi bók- ina,“ sagði Pálmi svo og hló við. Hreinsið alla fitu og annað af hryggnum þannig að á honum verði eingöngu lundirnar undir og fitulaus hryggvöðvi. Afskurður- inn er notaður í soð en fituna er gott að nota til að steikja kartöfl- ur. Hreinsið vel af beinunum þannig að þetta líti út eins og krabbategund í næsta sólkerfi. Hryggurinn settur á grind og á hann borinn olía og rifinn sítrónu- börkur. Svona má hann gjarnan standa í nokkra tíma eða yfir nótt. Kjötið er sett undir grill í 15 til 20 mínútur og síðan látið hvíla undir álpappír og viskastykki í 20 til 30 mínútur, áður en hryggurinn er skorinn. Stundum kreisti ég sítr- ónusafa yfir kjötið. Með þessu er gott að hafa óperu- stöppu: soðnar heitar kartöflur grófmarðar með nýrifnum par- mesan, smjöri, pipar og steinselju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.