Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 86
Vandræðastirnið Lindsay Lohan virðist
liggja ansi vel við höggi þessa dagana en nú
hefur leikkonan verið kærð fyrir að valda
virðulegri frú töluverðum andlegum skaða.
Sjaldan er ein báran stök og ætti Lohan að verða
fyrst manna til að viðurkenna það. Tracie Rice,
vinkona móður fyrrverandi aðstoðarkonu Lohan,
hefur nú lagt fram kæru hjá lögreglunni í Santa
Monica á hendur Lohan en þar er hún sökuð um að
hafa valdið Rice óbætanlegum skaða og taugaveik-
lun með aksturlagi sínu 24. júlí síðastliðinn.
Rice segir að Lohan hafi elt sig og Michelle Peck og
sýnt vítavert gáleysi með athæfi sínu. „Það sem
Lohan gerði þetta kvöld var stórhættulegt og
ábyrgðarlaust. Einhver hefði mjög auðveldlega
getað dáið eða slasast alvarlega,“ sagði Rice í
samtali við Daily Mail. Ef marka má lýsingar Rice í
skýrslutöku voru vinkonurnar ákaflega hræddar um
að Lohan myndi draga upp skotvopn eða hreinlega
keyra þær út af veginum.
Lohan var handtekin seinna þennan örlagaríka
dag og reyndist hún þá ölvuð undir stýri auk þess
sem yfirvöld fundu fíkniefni í fórum hennar.
Leikkonan hafði þá nýlokið sex vikna meðferð og
lýst því yfir við fjölmiðla að „villtu“ dagarnir væru
að baki. Hún gekk einnig um með öklaband sem
átti að sýna hvort eitthvað áfengismagn væri í
blóðinu. Fjölmiðlar voru hins vegar ákaflega
vantrúaðir á þetta og töldu þetta bara undanbrögð
enda kom það á daginn að Lindsay var varla fyrr
komin út meðal almennings að veisluhöld og hvers
kyns næturbrölt hófst á ný. Lohan er nú í meðferð
en á eftir að mæta fyrir dómstóla þar sem ökulaga-
brotin verða tekin fyrir. Ljóst þykir, í ljósi fangels-
isvistar Parísar Hilton, að Lohan verður ekki tekin
neinum silkihönskum og því gætu afbrotakonur í
Los Angeles átt von á enn frægari klefafélaga á
næstunni.
„Í dag [gær] er fyrsti dagurinn og
þetta hefur gengið bara vel,“ segir Patr-
ik Magnús Holden, kokkur á íslenska
staðnum Laundromat Café við Elmgade í
Kaupmannahöfn. En líkt og á Íslandi
hefur nú verið bannað að reykja á öllum
veitingastöðum, kaffihúsum og börum í
Danmörku. „Danir elska reglur og líkar
bara vel að fara eftir þeim,“ bætir Magn-
ús við og segir að gestir staðarins hafi
lítið kippt sér upp við það að þurfa fara
út fyrir hússins dyr til að kveikja sér í
sígarettu. Í gær var reyndar rigning í
höfuðborginni en hlýtt og reykingafólkið
var því bara nokkuð sátt við sinn hlut.
„Ég reyki reyndar sjálfur en hef litlar
áhyggjur af þessu,“ segir Magnús sem
bjóst ekki við því að gripið yrði til ein-
hverra séraðgerða í kjölfar bannsins.
„Margir barir og skemmtistaðir hafa
komið sér upp svona reykrými þar sem
hvorki má þjónusta drykki né mat. Ég
held að það sé hins vegar ekki mikil þörf
fyrir slíkt rými hjá okkur,“ segir kokk-
urinn.
Hann segist þó hafa heyrt af óánægju
vegna bannsins en þeir á Laundromat
Café kippi sér lítið upp við þetta. „Eig-
endur lókalstaða eru áhyggjurfullir enda
hafa gestir staðarins kannski komið
þangað í þrjátíu ár og fengið sér bjór og
rettu. Okkar viðskiptavinir eru hins
vegar meira fólk af ungu kynslóðinni og
það reykir ekki jafn mikið,“ segir Magn-
ús og bætir við að þetta hafi í að minnsta
kosti ekki haft stórvægileg áhrif í dag.
„Það er allt brjálað að gera.“
Danska þjóðin hefur verið þekkt fyrir
mikla og langa reykingahefð og því gæti
þetta bann að mörgu leyti verið einn af
síðustu nöglunum í kistu sígarettunnar.
Meira að segja drottningin, Margrét Þór-
hildur, reykir Prince-sígarettur en
Magnús segist ekki vita
hvort henni verði gert
að lúta sömu lögmál-
um og þegnar henn-
ar.
Ekkert smeykir við reykingabann
„Þetta er í fjölskyldunni. Faðir
minn var mikill Elvis-maður og
ég setti þessa síðu upp til heiðurs
honum,“ segir Magnús Rúnar
Magnússon, sem stofnaði heima-
síðuna Elvis.is í fyrra. Árið 2001
hafði hann sett á fót síðuna Elvis-
world.com, fyrir-
mynd Elvis.is,
sem hefur notið
gífurlegra vin-
sælda. Voru
heimsóknirnar á
þá síðu 770 þús-
und talsins á
þriggja ára tíma-
bili og var henni,
þegar hún var
hvað vinsælust,
flett um tvö þús-
und sinnum á
dag.
„Það er mjög
stórt myndagall-
erí á þeirri síðu
og mesta aðsókn-
in var í það. Það
kom mikið af flettingum upp úr
því en þetta hefur bara verið mér
til gamans enda er þetta ekkert
nema kostnaður,“ segir Magnús
Rúnar.
Auk myndagallerísins er ýmis-
legt áhugavert að finna á Elvis.is
og Elvisworld.com. Lagalisti
kóngsins er birtur frá A til Ö
ásamt fjölda texta, viðtala og lista
yfir gullplötur hans. Einnig fylgja
með nokkrar uppskriftir, enda
var Elvis matmaður hinn mesti
þangað til hann gaf upp öndina
fyrir nákvæm-
lega þrjátíu
árum í dag.
Magnús seg-
ist ekki vera
brjálaður Elvis-
aðdáandi en þó
hafi hann á síð-
astliðnum tut-
tugu árum
komið sér upp
safni með yfir
eitt hundrað
geisladiskum
með honum og
20 til 30 DVD-
diskum, auk
fjölda bola og
trefla. „Ég er
ekki einn af
þessum sem eru að koma fram í
búningum. Maður hefur bara
gaman af þessu fyrir sig,“ segir
hann og nefnir Suspicious Minds,
Burning Love og Always on My
Mind sem sín uppáhalds Elvis-
lög.
Elvis-æði í fjölskyldunni
Madonna er hvergi nærri dauð úr
öllum æðum, en söngkonan hefur
löngum verið kunn fyrir að reyna
að hneyksla fólk. Á dögunum
gekk hún fram af
meðfarþegum
sínum í flugi á milli
Bandaríkjanna og
Englands, þegar
hún sprautaði sig
með vítamínum
fyrir allra augum.
Heimildir metro.
co.uk herma að
Madonna hafa
ekkert borðað á
meðan á sjö tíma fluginu stóð.
Talsmaður söngkonunnar vildi
ekkert gefa upp um málið, en
vítamínskot á borð við þau sem
Madonna sást nota eru afar
vinsæl þessa dagana hjá stjörn-
um eins og Lindsay Lohan og
Britney Spears.
Gekk fram
af farþegum
Það er
Hannes Pétursson, hagfræðinemi og geimfari, treystir á reiknivélar og geimskip frá HP.
HP Compaq 6710b
Verð: 149.900 kr.