Fréttablaðið - 16.08.2007, Page 87
Eins og allir jafnaldrar
hans er hinn þriggja ára
gamli Tom Trueman mikill
grallari sem á það til að
hrasa í öðru hverju skrefi.
Ólíkt öðrum gæti hvert
fall Truemans verið hans
síðasta.
Þrátt fyrir að vera aðeins þriggja
ára gamall hefur Trueman farið í
tíu aðgerðir á höfði. Hann fæddist
með svokallað Apert-heilkenni
sem veldur óeðlilegum beinvexti í
líkamanum. Sjúkdómurinn er afar
sjaldgæfur, aðeins eitt af hverjum
65 þúsund börnum fæðast með
hann, og misjafnt er hversu skað-
vænlegur hann er. Tilfelli True-
mans reyndist sérstaklega slæmt
og má meðal annars sjá merki
sjúkdómsins á útlimum hans og
ekki síst á höfðinu.
Snemma varð ljóst að höfuðbein
Truemans uxu ekki nægilega
hratt og fór hann í sína fyrstu
aðgerð á höfuðkúpunni aðeins
fjögurra mánaða gamall. Síðan þá
hefur hann farið reglulega í
aðgerðir á höfuðkúpunni til að
létta á þrýstingi á heilann en eftir
aðgerð í desember á síðasta ári
fékk Trueman heiftarlega sýk-
ingu vegna títaníum-plötu sem
komið hafði verið
fyrir í höfði hans.
Svo fór að strák-
urinn missti
rúmlega þriðj-
ung höfuðkúp-
unnar vegna sýk-
ingarinnar og
töldu læknar í
fyrstu að hann
ætti enga mögu-
leika á að lifa af.
En nú, átta mán-
uðum síðar, er
Trueman á
góðum batavegi
og líkja læknar
sögu hans við
kraftaverk.
„Tom er ekki aðeins á batavegi
heldur hefur hann það mjög gott,“
segir Steve Wall, sérfræðingur á
sjúkrahúsinu í Oxford. Höfuð-
kúpa Truemans byrjaði að vaxa á
ný strax eftir aðgerðina og hefur
hann nú endurheimt tíu prósent
af því beini sem hann missti eftir
sýkinguna. Hann gengur um með
sérsmíðaðan hjálm sem veitir
honum lífsnauðsynlega vörn við
þeim hættum sem blasa við í hinu
daglega lífi.
„Það skiptir engu máli hvað ég
er að gera, ég er alltaf með annað
augað á honum,“ segir móðirin
Wendy um strákinn sinn, en fyrir
utan hjálminn er það aðeins þunnt
húðlag sem hylur heilann. Fyrir
vikið fær Trueman ekki að
umgangast önnur börn nema
undir sérstökum kringumstæð-
um, hann gengur í sérhæfðan
leikskóla þar
sem kennarar
hafa hann í gjör-
gæslu og þá
sefur ávallt ein-
hver við hlið
Truemans á nótt-
unni, til að koma
í veg fyrir að
hann detti fram
úr.
„Hann þarf
ekki meira en að
fá lítinn bolta í
höfuðið, þá gæti
hann hlotið
óbætanlegan
heilaskaða,“
segir móðirin
sem á þó þann draum heitastan að
sonur sinn geti lifað eðlilegu lífi í
framtíðinni. Talið er að Trueman
muni þurfa að hafa hjálminn
næstu árin en læknar eru vongóð-
ir um að hann geti tekið hann af
sér þegar líkamsvexti er að mestu
lokið. Wall segir framhaldið velta
á því hversu hratt höfuðkúpan nái
að vaxa á ný.
„Hann mun þurfa að gangast
undir fjölda aðgerða í framtíðinni
en miðað við hvernig batinn hefur
verið til þessa erum við vongóðir
um að strákurinn geti lifað eðli-
legu lífi á fullorðinsárunum.“
Lisa Marie Presley syngur dúett
með föður sínum heitnum, Elvis
Presley, í nýrri útgáfu lagsins In
the Ghetto. Tilefnið er þrjátíu ára
dánarafmæli rokkkóngsins.
Rödd Lisu Marie var bætt inn í
lagið sem kom upphaflega út árið
1969 við miklar vinsældir. Nýtt
myndband við lagið verður frum-
flutt á föstudag þar sem myndum
af feðginunum er skeytt saman.
„Við höfðum tvær klukkustundir
til að setja röddina mína í lagið,“
sagði Lisa. „Morguninn eftir þegar
ég heyrði útkomuna brotnaði ég
niður og grét þó svo að það sé eitt-
hvað sem ég geri aldrei.“
Lisa segist einnig hafa verið
ofboðið þegar lag föður hennar,
Viva Las Vegas, var notað í aug-
lýsingu fyrir Viagra-stinningar-
lyfið. „Mér fannst það viðbjóðs-
legt. Við eigum ekki réttinn að
sumum lögunum hans en ég veit í
það minnsta að við hefðum aldrei
leyft að þetta yrði gert.“
Lisa, sem er 39 ára, gaf út sóló-
plötuna Now What fyrir tveimur
árum og stefnir á útgáfu nýrrar
plötu á komandi misserum.
Feðgin syngja dúett Fann lok
sins
þann eina rét
ta
SAMBANDIÐ
BLÓMSTRAR!
Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins
Við hjá Sparisjóðnum viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar.
Félagar í Námsmannaþjónustunni njóta persónulegrar þjónustu sem er sniðin
að þörfum hvers og eins, auk góðra kjara og spennandi sértilboða. Við erum
alltaf til í að ræða málin – ef sambandið er gott, gengur allt annað betur líka.
Skoðaðu málið betur á www.spar.is til þess að komast í gott samband!