Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 17

Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 17
Höfuðborgarbúar eru orðnir langþreyttir á morgunum- ferðinni í Ártúnsbrekkunni og á Miklubraut. Blaðamað- ur Fréttablaðsins slóst í för með Hafnfirðingi og upp- lifði umferðarteppuna sem fjölmargir íbúar höfuðborg- arsvæðisins sitja fastir í á hverjum degi. „Þessi umferð er ekki fólki bjóð- andi,“ segir Hermann Fannar Val- garðsson, sölustjóri hugbúnað- arfyrirtækisins Atóm01. Hermann er einn fjölmargra Hafnfirðinga sem sækja vinnu í Reykjavík. Hann ekur á hverjum morgni frá heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði og sem leið liggur inn á Þing- holtsstræti þar sem fyrirtækið sem hann starfar hjá er staðsett. Hermann lagði af stað í vinnuna rétt fyrir klukkan átta í gærmorg- un og bjóst eins við að vera kominn í vinnu rétt fyrir níu. „Umferðin gengur miklu hraðar fyrir sig nú en á þriðjudaginn,“ segir Hermann þegar hann nálgast ljósin við Olísstöðina í Garðabæ. „Þá tók það mig um korter að kom- ast um einn kílómetra frá heimili mínu að ljósunum í Engidalnum.“ Í gær tók það Hermann hins vegar ekki nema um fimm mínútur. Hermanni finnst hann á það góðum tíma að hann ákveður að kaupa kaffi í Aktu taktu í Garða- bæ. „Þetta tekur svo langan tíma hvort eð er og ég verð að hafa eitt- hvað með mér í bílnum á leiðinni. Á þriðjudaginn gekk umferðin svo hægt fyrir sig að ég var jafnvel að velta því fyrir mér að ganga á milli bíla og selja kaffi og kleinuhringi,“ segir hann og hlær. Hermann kemst auðveldlega aftur inn á aðal- umferðaræðina eftir örstutt stopp í lúgusjoppunni. En þá fer umferð- in að þyngjast. Umferðin hjá Olís- stöðinni í Garðabæ er mun þyngri en á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Að jafnaði tekur það Hermann um fimmtán mínútur að aka til vinnu. Nú eru fimmtán mínútur liðnar og hann er rétt að skríða undir brúna yfir á Arnarnes. „Ég skil ekki alveg hvað málið er. Íbúum hefur fjölgað en það hefur ekki verið brugðist við því á helstu umferðaræðunum. Vall- arhverfið í Hafnarfirði er gott dæmi um það. Það eru ábyggilega nokkur þúsund sem búa þar núna og þau hafa bara bæst í umferðina, sem var slæm fyrir,“ segir Her- mann, sem nú er kominn að Smár- anum. „Ég myndi vilja sjá brú frá Álftanesi yfir á Suðurgötuna. Ég held að hún myndi leysa vandann því þá væru komnar þrjár leiðir til Reykjavíkur. Þá myndu þeir sem væru á leið í miðbæinn fara yfir brúna, þeir sem væru á leið í banka- hverfið í Borgartúni færu gömlu leiðina og svo er það Breiðholts- leiðin.“ Hermann er nú kominn niður í Fossvoginn og klukkan að ganga hálf níu. „Þetta er samt frekar auð- velt fyrir mig því ég ræð því að miklu leyti hvenær ég mæti og get því hagað því eftir eigin höfði hve- nær ég legg af stað,“ útskýrir Her- mann um leið og hann rennir í hlað í Skaftahlíð þar sem Fréttablaðið er til húsa. Klukkan er þá orðin rétt rúmlega hálf níu. „Þetta tók nú ekki nema rétt rúman hálftíma,“ segir Hermann og kveður. Þá á hann enn eftir að koma sér niður í Þingholt. Heimleiðin seinni part dags var einnig eftir. Þá getur umferðin verið álíka þung og á morgnana. Umferðarþunginn er ekki fólki bjóðandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.