Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 17
Höfuðborgarbúar eru orðnir langþreyttir á morgunum- ferðinni í Ártúnsbrekkunni og á Miklubraut. Blaðamað- ur Fréttablaðsins slóst í för með Hafnfirðingi og upp- lifði umferðarteppuna sem fjölmargir íbúar höfuðborg- arsvæðisins sitja fastir í á hverjum degi. „Þessi umferð er ekki fólki bjóð- andi,“ segir Hermann Fannar Val- garðsson, sölustjóri hugbúnað- arfyrirtækisins Atóm01. Hermann er einn fjölmargra Hafnfirðinga sem sækja vinnu í Reykjavík. Hann ekur á hverjum morgni frá heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði og sem leið liggur inn á Þing- holtsstræti þar sem fyrirtækið sem hann starfar hjá er staðsett. Hermann lagði af stað í vinnuna rétt fyrir klukkan átta í gærmorg- un og bjóst eins við að vera kominn í vinnu rétt fyrir níu. „Umferðin gengur miklu hraðar fyrir sig nú en á þriðjudaginn,“ segir Hermann þegar hann nálgast ljósin við Olísstöðina í Garðabæ. „Þá tók það mig um korter að kom- ast um einn kílómetra frá heimili mínu að ljósunum í Engidalnum.“ Í gær tók það Hermann hins vegar ekki nema um fimm mínútur. Hermanni finnst hann á það góðum tíma að hann ákveður að kaupa kaffi í Aktu taktu í Garða- bæ. „Þetta tekur svo langan tíma hvort eð er og ég verð að hafa eitt- hvað með mér í bílnum á leiðinni. Á þriðjudaginn gekk umferðin svo hægt fyrir sig að ég var jafnvel að velta því fyrir mér að ganga á milli bíla og selja kaffi og kleinuhringi,“ segir hann og hlær. Hermann kemst auðveldlega aftur inn á aðal- umferðaræðina eftir örstutt stopp í lúgusjoppunni. En þá fer umferð- in að þyngjast. Umferðin hjá Olís- stöðinni í Garðabæ er mun þyngri en á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Að jafnaði tekur það Hermann um fimmtán mínútur að aka til vinnu. Nú eru fimmtán mínútur liðnar og hann er rétt að skríða undir brúna yfir á Arnarnes. „Ég skil ekki alveg hvað málið er. Íbúum hefur fjölgað en það hefur ekki verið brugðist við því á helstu umferðaræðunum. Vall- arhverfið í Hafnarfirði er gott dæmi um það. Það eru ábyggilega nokkur þúsund sem búa þar núna og þau hafa bara bæst í umferðina, sem var slæm fyrir,“ segir Her- mann, sem nú er kominn að Smár- anum. „Ég myndi vilja sjá brú frá Álftanesi yfir á Suðurgötuna. Ég held að hún myndi leysa vandann því þá væru komnar þrjár leiðir til Reykjavíkur. Þá myndu þeir sem væru á leið í miðbæinn fara yfir brúna, þeir sem væru á leið í banka- hverfið í Borgartúni færu gömlu leiðina og svo er það Breiðholts- leiðin.“ Hermann er nú kominn niður í Fossvoginn og klukkan að ganga hálf níu. „Þetta er samt frekar auð- velt fyrir mig því ég ræð því að miklu leyti hvenær ég mæti og get því hagað því eftir eigin höfði hve- nær ég legg af stað,“ útskýrir Her- mann um leið og hann rennir í hlað í Skaftahlíð þar sem Fréttablaðið er til húsa. Klukkan er þá orðin rétt rúmlega hálf níu. „Þetta tók nú ekki nema rétt rúman hálftíma,“ segir Hermann og kveður. Þá á hann enn eftir að koma sér niður í Þingholt. Heimleiðin seinni part dags var einnig eftir. Þá getur umferðin verið álíka þung og á morgnana. Umferðarþunginn er ekki fólki bjóðandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.