Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 34
BLS. 6 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007 H önnuðirnir Gunni og Kolla hanna undir merkinu Ander-sen & Lauth. Þau eru á fullri ferð með merkið en þau sýndu fatnað úr vorlínunni 2008 í Øxnehallen í Kaupmannahöfn. Þetta var í annað skipti sem þau sýna Andersen & Lauth í Øxnehallen, því í febrúar sýndu þau haustlínuna 2007. Sú lína er nú þegar í sölu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. „Þetta gekk rosalega vel. Vorlínan okkar verður seld á enn þá fleiri stöð- um en við seldum hana einnig til Frakklands, Írlands, Englands, Rúss- lands, Þýskalands og Kúvæt,“ segir Kolla. Línan er þó ekki bara seld í útlöndum því dömulína Andersen & Lauth er seld í versluninni Maia á Laugaveginum og herralínuna er hægt að kaupa í nýrri verslun sem heitir Bask og er á Laugavegi. Yfirbragðið á Andersen & Lauth er gamalt en fyrr á árum var verslun með sama nafni rekin í Reykjavík. Þess má geta að áður en Gunni fæddist fór faðir hans í verslun Andersen & Lauth og lét sérsauma á sig föt. „Okkur finnst gamli tíminn spenn- andi og vildum halda í hann. Nafnið tengir fatalínuna við Ísland og það sem okkur þykir vænt um. Við notum til dæmis gamaldags handstungur og mikið af smáatriðum sem gera fötin sérstök,“ segir hún. Dömulínan er á rómantískum nótum með tilheyrandi pallíettum, perlum í bland við grófari hluti. Hún er framleidd víðs vegar um heiminn, til dæmis í Tyrk- landi, Indlandi, Portúgal og í Kína. Sýningarbás Andersen & Lauth vakti mikla athygli í Kaupmanna- höfn. Hann prýddu gömul húsgögn, myndarammar og lampar. „Við gerðum básinn sjálf með hjálp góðra vina,“ segir hún. Sátuð þið heima á kvöldin við fönd- ur? „Það má eigin- lega segja það,“ segir Kolla og hlær. Eftir sýning- una í Øxnehallen fékk Andersen & Lauth góða umfjöllun í sænskum og dönskum blöðum og hafa stílistar ytra verið duglegir við að fá lánuð föt frá þeim í myndatökur. Það er engin lognmolla í kringum þau en Gunni er þessa stundina í París þar sem Andersen & Lauth verður til sýnis um helgina. martamaria@frettabladid.is GUNNI OG KOLLA HJÁ ANDERSEN & LAUTH Á BLÚSSANDI SIGLINGU Selja fötin til tíu landa HJÓNIN GUNNI OG KOLLA HÖNNUÐIR ANDERSEN & LAUTH SÝNINGARBÁS ANDERSEN & LAUTH Í KAUPMANNAHÖFN Básinn vakti mikla athygli.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.