Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 34
BLS. 6 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007 H önnuðirnir Gunni og Kolla hanna undir merkinu Ander-sen & Lauth. Þau eru á fullri ferð með merkið en þau sýndu fatnað úr vorlínunni 2008 í Øxnehallen í Kaupmannahöfn. Þetta var í annað skipti sem þau sýna Andersen & Lauth í Øxnehallen, því í febrúar sýndu þau haustlínuna 2007. Sú lína er nú þegar í sölu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. „Þetta gekk rosalega vel. Vorlínan okkar verður seld á enn þá fleiri stöð- um en við seldum hana einnig til Frakklands, Írlands, Englands, Rúss- lands, Þýskalands og Kúvæt,“ segir Kolla. Línan er þó ekki bara seld í útlöndum því dömulína Andersen & Lauth er seld í versluninni Maia á Laugaveginum og herralínuna er hægt að kaupa í nýrri verslun sem heitir Bask og er á Laugavegi. Yfirbragðið á Andersen & Lauth er gamalt en fyrr á árum var verslun með sama nafni rekin í Reykjavík. Þess má geta að áður en Gunni fæddist fór faðir hans í verslun Andersen & Lauth og lét sérsauma á sig föt. „Okkur finnst gamli tíminn spenn- andi og vildum halda í hann. Nafnið tengir fatalínuna við Ísland og það sem okkur þykir vænt um. Við notum til dæmis gamaldags handstungur og mikið af smáatriðum sem gera fötin sérstök,“ segir hún. Dömulínan er á rómantískum nótum með tilheyrandi pallíettum, perlum í bland við grófari hluti. Hún er framleidd víðs vegar um heiminn, til dæmis í Tyrk- landi, Indlandi, Portúgal og í Kína. Sýningarbás Andersen & Lauth vakti mikla athygli í Kaupmanna- höfn. Hann prýddu gömul húsgögn, myndarammar og lampar. „Við gerðum básinn sjálf með hjálp góðra vina,“ segir hún. Sátuð þið heima á kvöldin við fönd- ur? „Það má eigin- lega segja það,“ segir Kolla og hlær. Eftir sýning- una í Øxnehallen fékk Andersen & Lauth góða umfjöllun í sænskum og dönskum blöðum og hafa stílistar ytra verið duglegir við að fá lánuð föt frá þeim í myndatökur. Það er engin lognmolla í kringum þau en Gunni er þessa stundina í París þar sem Andersen & Lauth verður til sýnis um helgina. martamaria@frettabladid.is GUNNI OG KOLLA HJÁ ANDERSEN & LAUTH Á BLÚSSANDI SIGLINGU Selja fötin til tíu landa HJÓNIN GUNNI OG KOLLA HÖNNUÐIR ANDERSEN & LAUTH SÝNINGARBÁS ANDERSEN & LAUTH Í KAUPMANNAHÖFN Básinn vakti mikla athygli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.