Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 4
4 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Rangt var farið með nafn Baldvins Valgarðssonar, sem er höfundur pistils ins „Jólahlaðborð – örugg mat- væli“ sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Röng mynd fylgdi frétt um væntan- legt sjálfstæði Kosovo-héraðs í blaðinu á þriðjudag. LEIÐRÉTTING VIÐSKIPTI „Verðbólgan kemur utan af landi,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings. Hann segir að undanfarið hafi fasteignaverðið hækkað meira á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Fimmtungur neyslu- verðsvísitölunnar sé fólginn í fasteignaverðinu. Þetta skýrist einkum af því að fólk hafi flutt út á land, til að mynda á Selfoss og í Reykjanes- bæ, en líka af því að fólk hafi í einhverjum mæli keypt sér annað heimili á landsbyggðinni. - ikh Greiningardeild Kaupþings: Verðbólgan af landsbyggðinni DÓMSMÁL Sex manns hafa verið ákærðir fyrir héraðsdómi fyrir að stela vörum að andvirði ríf- lega 1,1 milljón króna. Fólkið er af litháísku bergi brotið. Tveimur úr hópnum er gefið að sök að hafa haft í fórum sínum stolinn fatnað, samtals að verð- mæti tæplega 245 þúsund krónur, í fangelsinu að Litla-Hrauni. Fatnaðinum var stolið úr verslun- unum Herragarðinum, Hugo Boss og Intersport. Fjórir úr hópnum eru svo ákærðir fyrir að hafa stolið tveimur jökkum að verðmæti 78.400 krónur, þannig að tveir fóru með fatnaðinn inn í mátunar- klefa og settu þá þar í bakpoka, á meðan aðrir tveir reyndu að dreifa athygli starfsmanns versl- unarinnar frá mátunarklefanum. Fólkið hljóp svo út úr versluninni með jakkana er starfsmaður reyndi að hafa afskipti af því. Þá eru einstaklingar úr hópn- um ákærðir fyrir þjófnað á skó- pari og tveimur íþróttapeysum að verðmæti 23.000 kr. og rakvélar blöðum og raksköfum fyrir ríflega 650 þúsund krónur. Loks er fólkið ákært fyrir að hafa stolið ilmvatnsglösum fyrir 41.311 krónur og tveir eru ákærðir fyrir að hafa stolin stað- setningartæki í fórum sínum. Hvort tæki kostaði fimmtíu þús- und krónur. - jss ÞJÓFAGENGI Sex manns hafa verið ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað. Myndin var tekin þegar einn úr genginu var færður fyrir héraðsdóm. Sex manns ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum: Stálu vörum fyrir rúma milljón KJARAMÁL Laun skólaliða í grunnskólum Hafnarfjarðar verða hækkuð tímabundið um sex þúsund krónur á mánuði. Stuðningsfulltrú- ar fá tíu þúsund króna hækkun. Þessar greiðsl- ur til ófaglærðra starfsmanna gilda út nóvem- ber á næsta ári. Þá fá grunnskól- arnir fjögur þúsund krónur á hvern nemanda til að mæta álagi og undir- mönnun. - gar Skólaliðar í Hafnarfirði: Fá sex þúsund auka á mánuði LÚÐVÍK GEIRS- SON Bæjarstjóri Hafnarfjarðar. SVEITARFÉLÖG Stjórnendur sveitar- félaga hafa almennt jákvætt viðhorf til starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga og telja það mikilvægt. Meirihluti svarenda telur sambandið sinna vel hagsmunagæslu og málsvörn sveitarfélaga og gæta hagsmuna þeirra jafnt. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Þjónustu- og viðhorfskönnun var gerð meðal framkvæmdastjóra og oddvita allra sveitarfélaga í maí og júní og var spurningum einnig beint til þeirra sem eru í forsvari fyrir skóla- og fræðslumál, starfs - mannahald, launamál og stjórn- sýslu í sveitarfélögunum. - ghs Samband sveitarfélaga: Ánægja með starfsemina REYKJAVÍK Frumkvæði að því að gengið var til samninga við Momentum og Gjaldheimtuna ehf. um innheimtu vangoldinna fasteignagjalda kom frá skrifstofu borgarstjóra, að sögn þáverandi fjármálastjóra borgarinnar, Birgis Finnbogasonar. Birgir var með í ráðum og þótti honum ekki óeðlilegt að semja við eitt fyrirtæki án þess að leita tilboða víðar. Þannig hafi lengi tíðkast að útdeila ýmsum verkefnum tengdum innheimtu í borginni. „Það hefur ekki verið neitt heildstætt samræmi í því hvernig þetta er gert,“ segir hann. Markmiðið hafi engu að síður verið að halda útboð um þessa þjónustu, að tilrauna- verkefninu loknu. Birst hefur dæmi skuldara í Fréttablaðinu af manni sem átti að greiða 43 prósent- um meira en hann skuldaði, utan dráttarvaxta, vegna kostnaðar við innheimtu. Borgarráð samþykkti þetta þróunarverkefni til tveggja ára, í desember 2006. Þá lögðu fulltrúar Samfylkingar reyndar til að undirbúið yrði „útboð á innheimtuþjónustu [...] til að lækka kostnað og setja skýrari reglur varðandi fresti og samskipti við gjaldendur.“ Tillagan var samþykkt. Kjörorð borgarinnar um góða nýtingu fjármuna felur í sér að leitað skuli hagkvæmustu leiða.Stefna hennar um verklag og gegnsæja stjórnsýslu kveður á um að gæta skuli jafnræðis- og samkeppnissjónarmiða. Þegar Birgir er spurður hvort hann telji að með því að semja beint við eitt fyrirtæki hafi ofangreindri stefnumörkun verið fullnægt segir hann að mestu hafi ráðið að fyrirtækið hafi haft reynslu af sams konar innheimtu í öðrum sveitarfélögum. „Því fannst mér ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að leita til þeirra,“ segir hann. „Auðvitað finnst mönnum eðlilegt að fara með þetta í ákveðinn farveg, en ég held að það hafi bara ekki verið tímabært. Það voru ekki forsendur til að fyrirtæki gætu gert vitræn tilboð.“ Hann telur að innheimtuþjónusta Momentum hafi ekki verið lakari en hún hefði verið hjá öðrum. Tryggt hafi verið að fyrirtækið fengi ekki meira fyrir sinn snúð en tíðkaðist, með því að skoða hvað borgin borgaði alla jafna fyrir sambærilega þjónustu. Hann ítrekar að tilgangurinn hafi verið að lækka kostnað við innheimtu og færa hann yfir á skuldarana. Það hafi tekist. klemens@frettabladid.is Skrifstofa borgarstjóra vildi fá Momentum Frumkvæði að því að gengið var til beinna samninga við eitt ákveðið fyrirtæki kom frá skrifstofu borgarstjóra, segir fyrrverandi fjármálastjóri borgarinnar. Lengi hafi tíðkast að semja beint um ýmsa innheimtu hjá Reykjavíkurborg. BIRGIR FINNBOGASON EMBÆTTI Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði í gær Valtý Sigurðsson, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, í embætti ríkissaksóknara frá og með 1. janúar næstkomandi. Alls sóttu sex umsækjendur um starfið en þeir voru Egill Stephen- sen og Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknarar við embætti ríkissak- sóknara, Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari embættis lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu, og Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Akranesi. - æþe Nýr ríkissaksóknari: Valtýr verður ríkissaksóknari RÁÐHÚSIÐ Fyrrverandi fjármálastjóri segir að verið sé að undirbúa að halda eitt útboð um alla innheimtu. Kostn- aður við innheimtu vangoldinna fasteignagjalda liggi ekki nákvæmlega fyrir en Tollstjóri hafi áður verið með um þrjú stöðugildi sem sinntu þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT UM MOMENTUM OG GJALDHEIMTUNA Fyrirtækin eru til húsa á Suðurlands- braut 18, ásamt lögfræðiþjónustu Fulltingis og fjölda annarra fyrirtækja. Fulltingi er í eigu Antons Björns Markús sonar, Kristins Hallgrímssonar, Óðins Elíssonar og Óskars Norðmann. Kristinn og Óskar eru í stjórnum Momentum og Gjaldheimtunnar, ásamt Davíð Benedikt Gíslasyni. Momentum sér um milli-innheimtu vangoldinna fasteignagjalda. Gangi hún ekki eftir tekur Gjaldheimtan við og inn- heimtir með svokallaðri löginnheimtu. Borgin gerði tvo samninga, einn við hvort fyrirtæki, en einn og sami fulltrúinn samdi fyrir þau. Heildarendur- skoðun stendur nú yfir á innheimtumálum Reykja- víkurborgar og munu samningarnir hafa verið gerðir í tengslum við hana. KRISTINN HALLGRÍMSSON FÉLAGSMÁL „Íbúðalánasjóður hefur aldrei náð að veita lán til félags- legra leiguíbúða í takt við lánsfjárheimildir vegna þess að ekki hefur verið næg eftirspurn eftir slíkum lánum,“ segir Hallur Magnús- son, sviðsstjóri hjá Íbúðalána- sjóði, á bloggi sínu. Hallur segist ekki vilja blanda sér í stjórnmála- umræðuna. Kveðst hann þó, vegna misskiln- ings í umræðum á Alþingi um að Íbúðalánasjóður hafi ekki sinnt félagslegum lánveitingum, verða að birta upplýsingar um lánveit- ingar sjóðsins til félagslegra og almennra leiguíbúðalána. „Það kemur skýrt fram að mun hærri fjárhæðir hafa verið veittar til félagslegra leiguíbúðalána en almennra,“ segir hann. - gar Segir misskilning á Alþingi: Félagsleg lán ekki fullnýtt HALLUR MAGNÚSSON Sviðsstjóri Íbúða- lánasjóðs. GENGIÐ 22.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,2104 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,39 62,69 128,79 129,41 92,50 93,02 12,406 12,478 11,519 11,587 9,908 9,966 0,5736 0,577 99,5 100,1 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.