Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 74
 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Samkvæmisljónið Paris Hilton vílar ekki fyrir sér að skjótast heimshorna á milli til þess að sýna sig og sjá aðra. Þessa dagana er hún stödd í borginni Sjanghæ í Kína þar sem hún verður kynnir á MTV-tískuverðlaunahátíðinni í kvöld. Hún verður í borginni í fjóra daga. Paris komst varla staða á milli sökum ágangs frá ljósmyndurum og blaðamönnum sem fylgdu henni hvert fótmál, auk þess sem líf verðir hennar hleyptu henni ekki úr aug- sýn. Paris lét það þó ekki aftra sér frá því að skoða alla helstu ferða- mannastaði borgar innar á borð við Yuyuan-garðinn þar sem hún vals- aði um allt með pandabangsa sem hún fjárfesti í sama dag. Paris gerði auk þess góða ferð á markað í þeim tilgangi að kaupa sér perlur og silki. Sérstakan áhuga hennar vöktu sérhannaðir kjólar eftir innlenda hönnuði. Kínverskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um heimsóknina. Einn þeirra hefur eftir Hilton að Sjang- hæ líti út „eins og framtíðin“ en borgarbúar eru frægir fyrir tísku- vitund sína. Auk þess er greint frá því að hún hafi eitt sinn gert hlé á innkaupum sínum til að faðma gamla konu. Paris Hilton heimsótti Kína SPJALLAÐI VIÐ INNFÆDDA Sagt er frá því í kínverskum fjölmiðlum að Paris hafi eitt sinn gert hlé á innkaupum sínum til að faðma gamla konu. Hér sést hún á spjalli við eldri mann. Tímaritið Life & Style segir frá því í nýjasta tölublaði sínu að Lindsay Lohan hafi fatast flugið á síðustu dögum. Eftir að hún útskrifaðist af meðferðarheimili í Utah hefur stjarnan forðast næturklúbbana og haldið sig við vinnu, verslunar- ferðir og AA-fundi. Miðað við heimildir Life & Style er þó ekki allt sem sýnist. Lindsay mætti í partí í heima- húsi í Hollywood 2. nóvember síð- astliðinn, og heimildarmaður blaðsins, sem einnig var á staðnum, sagði að hún hefði litið út fyrir að vera „út úr heiminum“. Viku síðar skellti leikkonan sér aftur út á lífið í fylgd vinkonu sinnar, plötusnúð- arins Samönthu Ronson. „Hún og Samantha voru alltaf að skreppa á baðherbergið,“ segir heimildar- maður úr því partíi. 10. nóvember mætti Lindsay svo í veislu tíma- ritsins Paper í Los Angeles. Heim- ildir þaðan herma að leikkonan hafi „ekki skilið neitt“. Ekki hefur komið í ljós hvort heimildir blaðsins séu réttar, en Lindsay er nú stödd í New York til að halda þakkargjörðadaginn hátíðlegan í faðmi fjölskyldunnar, móðurinni Dinuh til mikillar gleði. „Lindsay er heima og sonur minn Michael kom heim úr háskóla. Við höfum öll svo mikið til að vera þakklát yfir,“ segir Dinah. Lindsay Lohan fallin aftur? FATAST FLUGIÐ Samkvæmt heimildum Life & Style hefur Lindsay Lohan hegðað sér undarlega í nokkrum partíum í mánuðinum. NORDICPHOTOS/GETTY Hönnunarkeppni Samfés, Stíll, fór fram í Kópavogi um síðustu helgi, en þar öttu 52 lið frá félagsmiðstöðvum landsins kappi í fatahönnun, förðun og hárgreiðslu. Þema keppninnar í ár var íslenskar þjóðsögur, og af myndunum að dæma höfðu liðin úr nægu að velja til að sækja sér innblástur. Keppnin var hin glæsileg- asta, en það var lið félagsmiðstöðvarinnar Mekka í Kópavogi sem bar sigur úr býtum, með túlkun sinni á sögunum af Lagarfljótsorminum. Þjóðsögur lifna við á Stíl ÞRUMAN Í GRINDAVÍK Í augum þessa hóps var íslenska ullin nátengd þjóðsögunum, og klæðnaðurinn því unn- inn að miklu leyti úr henni. Skart var unnið úr beinum, tönnum og klaufum af kindum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SETRIÐ Í HAFNARFIRÐI Lið Setursins vann út frá þjóðsögu um brúði sem er myrt af eiginmanni sínum. UNDIRHEIMAR Á AKUR- EYRI Hér er hugmyndin fengin úr þjóðsögu um Þórdísi spákonu, sem átti að vera afar glysgjörn. N E T S V A Rwww.saft.is Öruggt að versla á Netinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.