Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 25
HAGNAÐUR Á HLUT
HJÁ NIBC BANK N.V.
Tímabil Upphæð
jan.-sept. 2007 1,04 €
jan.-sept. 2006 3,01 €
Hagnaður til hluthafa fyrstu níu
mánuði ársins dregst saman um
66 prósent hjá hollenska bankan-
um NIBC fyrstu níu mánuði
þessa árs miðað við sama tíma í
fyrra. Hagnaðurinn nemur 65
milljónum evra (um 6 milljörð-
um króna), en var í fyrra 194
milljónir evra (um 18 milljarðar
króna).
Í uppgjöri bankans fyrr í mán-
uðinum kemur engu að síður
fram að tekjur af áframhaldandi
starfsemi hafi aukist um 13 pró-
sent milli ára og verið 204 millj-
ónir evra, eða um 19 milljarðar
króna. Samningar tókust á tíma-
bilinu um kaup Kaupþings á
bankanum og í tengslum við það
voru seldar út úr bankanum
skuldbindingar tengdar undir-
málslánum í Bandaríkjunum. Í
tilkynningu bankans um upp-
gjörið segir Michael Ent hoven,
forstjóri NIBC, órólega markaði
hafa getið af sér stormasama tíð
í bankaheiminum. Hann segir að
þrátt fyrir kostnað sem falli bara
til einu sinni sýni bankinn heilsu-
samlegan undirliggjandi hagnað.
- óká
NIBC hagnast
minna í ár
„Þegar einstakar skatttegundir eru
skoðaðar hafa tekjuskattar á ein-
staklinga hækkað mest. Þeir standa
undir stærri hluta af heildartekjum
ríkisins en áður,“ segir Indriði H.
Þorláksson, fyrrverandi ríkisskatt-
stjóri.
Skatttekjur ríkisins hafa aukist
mikið á undanförnum árum sem
hlutfall af landsframleiðslu. Menn
greinir á um hvort skattbyrði ein-
staklinga hafi aukist.
Indriði segir að það þurfi að taka
með í reikninginn að hér, eins og
víða á Vesturlöndum, hafi orðið
ýmsar breytingar innan skattkerfis-
ins, „Einkum þannig að skatthlutföll
hafa verið lækkuð, en skattstofn-
arnir breikkaðir með því að afnema
alls konar undanþágur og slíkt eða
með því að frádráttarliðir einstakl-
inga hafa verið lækkaðir og frítekju-
markið. Það er sá hluti tekna sem er
undanþeginn skattlagningu sem
hefur verið lækkaður.“
Indriði bendir jafnframt á að lágir
fyrirtækjaskattar hér virðist ekki
hafa haft áhrif á aðstreymi fjár-
magns að utan. „Það hefur fyrst og
fremst verið í þessum
stóru erlendu fram-
kvæmdum. Þannig
að ég held að skýr-
ingarnar á breyting-
um á skatttekjum
bæði í heild og á
einstökum liðum
þurfi að rannsaka
betur.“ - ikh
Tekjuskattar hækka mest
INDRIÐI H.
ÞORLÁKSSON
Danir ættu að íhuga á ný að kjósa
um hvort þeir vilji kasta dönsku
krónunni fyrir róða og taka upp
evru, gjaldmiðil evrusvæðisins.
Þetta sagði Anders Fogh Rasmus-
sen, forsætisráðherra Danmerkur,
á fundi ríkisstjórnarflokka Íhalds-
flokksins og Venstre í gær þar
sem þeir kynntu stjórnarsamning
sinn.
Danir höfnuðu evrunni í þjóðar-
atkvæðagreiðslu árið 2000. Niður-
staðan var þvert á væntingar ríkis-
stjórnarinnar og forkólfa í danska
viðskiptalífinu. Engin tímasetning
liggur fyrir um nýja þjóðar-
atkvæðagreiðslu en Fogh mælti
með að Danir skoði málið innan
fjögurra ára. - jab
Danir eiga að
skoða evruna
ANDERS FOGH RASMUSSEN Forsætis-
ráðherra Danmerkur segir tímabært að
Danir skoði á ný hvort þeir eigi að taka
upp evruna sem gjaldmiðil.
Upptaka evrunnar hérlendis er jákvætt skref og
eiga stjórnvöld að skoða innleiðingu hennar á
yfirvegaðan hátt, að því er fram kemur í skýrslu um
framþróun og stöðu íslenskra fjármálakerfisins,
sem kom út í fyrradag á vegum Viðskiptaráðs
Íslands.
Í skýrslunni er bent á að hlutfall erlendra lána
heimilanna hafi aukist hratt upp á síðkastið sökum
hás stýrivaxtastigs Seðlabanka Íslands. Slíkt geti
hins vegar boðið hættunni heim þar sem tekjur
heimilanna séu flestar í íslenskum krónum og erlend
lán hafi því hækkað sökum gengismunar. Af þessum
sökum er tekið fram að nokkur fyrirtæki hafi boðist
til að greiða starfsmönnum hluta launa sinna í
evrum. Reiknað er með að slíkt muni aukast á
næstunni. Þá þykir líklegt að málið verði tekið upp
þegar kjarasamningar verði lausir.
Skýrsluhöfundar telja að sama skapi kosti
evrunnar þá að innleiðing hennar geti dregið úr
þeim óstöðugleika sem hér hafi ríkt í efnahags-
málum og minnkað viðskiptahallann sem hafi aukist
hratt. Þá verði skrúfað fyrir fyrir spákaupmennsku
með íslensku krónuna og gengismunur hverfa, að
því er segir í skýrslunni. - jab
Evruvæðing jákvætt skref
SEÐLABANKINN Viðskiptaráð telur líkur á að íslensk fyrirtæki
muni í auknum mæli bjóða starfsmönnum að fá hluta launa
sinna í evrum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA