Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 10
 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR EVRÓPUMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra vill láta breyta stjórnarskránni af því að í EES-samningnum felist framsal á fullveldi og hann megi ekki stang- ast á við stjórnarskrána. Þetta þurfi að gera fyrir næstu kosningar. „Breytt umhverfi í alþjóða- málum kallar á breytingu á stjórnar- skrá þannig að við getum deilt full- veldi okkar með öðrum þjóðum eins og almennt gerist. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við gerum breytingar á stjórnarskránni þó að það geti auðvitað ekki gerst fyrr en fyrir næstu kosningar,“ sagði hún. Ráðherrann flutti erindi í fyrir- lestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hét Minn staður er hér þar sem Evrópa endar. Í erindinu sínu benti hún á að Íslendingar hefðu alltaf verið á áhrifasvæði annarra ríkja og deilt fullveldi sínu með þeim. Í umræðum um Evrópumál hefðu Íslendingar verið fastir í goðsögninni um að útlendingar væru að ásælast landið og myndu „skilja okkur eftir á berum bekk“. Þetta hefði sett mark sitt á þjóðina og hægrimenn hefðu í andstöðu sinni við ESB verið uppteknir af því að sanna að þeir væru ekki „landsölumenn“ í stað þess að ræða kalt um málið. Utanríkisráðherrann gagnrýndi hugmyndina um að Ísland væri áhrifalaust smáríki og kvaðst upp- lifa að litið væri á það sem öflugt smærra ríki sem horft væri til. - ghs Utanríkisráðherra á fundi Sagnfræðingafélagsins: Vill breyta stjórnarskrá vegna EES EKKI „LAND- SÖLUMENN“ Hægrimenn hafa verið upp- teknir af því að sanna að þeir séu ekki „land- sölumenn“, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkis- ráðherra. RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 8 0 9 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi SkodaOctavia SkodaOctavia TDI Ímyndaðu þér Afl og hagkvæmni Það ríkir mikill friður og sátt á þeim heimilum sem eiga Skoda Octavia TDI. Dísilvélin er í senn aflmikil og eyðslugrönn, með aðeins 4,9 lítra eyðslu á hverja hundrað kílómetra. Octavia TDI er fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með sítengdu aldrifi. • ESP stöðugleikakerfi og spólvörn • aksturstölva • tengi fyrir iPod • sex hátalarar • hanskahólf með kælibúnaði • sex loftpúðar • hraðastillir (cruise control) • þokuljós í framstuðara • armpúði milli framsæta • hiti í sætum og speglum • ISOFIX barnabílstólafestingar • hæðarstillanleg framsæti Álfelgur og heilsársdekk fylgja, takmarkað magn! Það sem oftast er aukabúnaður er staðalbúnaður í þessum glæsilega bíl. LÖGREGLUMÁL Miðborg Reykjavíkur kemur ekki vel út í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Stærst hlutfall íbúa miðborgar innar þiggur fjárhagsaðstoð af fjórtán svæðum höfuðborgarsvæðisins, eða um 4,2 pró- sentum íbúa. Meðaltalið yfir allt höfuðborgar- svæðið er hins vegar innan við tvö prósent. Um 38 prósent þeirra miðborgarbúa sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borgaryfirvöldum eru atvinnu- lausir en fjórðungur þessa hóps er sjúklingar. Meðalatvinnutekjur þar voru einnig þær þriðju lægstu árið 2005, eða 3.018.000 krónur á mann yfir árið. Það er rúmri milljón minna en sama ár á Seltjarnarnesi, þar sem meðalatvinnutekjur voru hæstar. Í miðborginni voru einnig framin meira en fjörutíu prósent ofbeldisbrota sem tilkynnt var um til lögreglu tvö síðastliðin ár, sem og nær fjórða hvert fíkniefnabrot sem tilkynnt var á síðasta ári. Þar var einnig tilkynnt um flest innbrot og eigna- spjöll á síðasta ári. „Það er náttúrlega misjafnt hvað menn telja lífsgæði,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri, „en ég tel hugsanlegt að þau brot sem fylgja skemmt- analífinu séu farin að hafa þau áhrif að íbúar séu farnir að hopa úr miðbænum. En við verðum líka að hafa það hugfast að þó að um 40 til 45 prósent ofbeldisbrota séu framin í miðbænum eiga um 80 prósent þeirra sér stað um helgar milli klukkan þrjú og sjö að nóttu til.“ Hann lagði þó áherslu á það líkt og skýrsluhöf- undarnir, Rannveig Þórisdóttir og Benjamín Gíslason, að eftir því sem fólk þekkti miðbæinn betur, þeim mun síður stæði því stuggur af honum. „Hugsanlega hefur neikvæð umfjöllun fjölmiðla meðal annars þau áhrif að fólk telur sig síður öruggt í miðbænum því óttinn virtist aukast á sama tíma og brotum fækkaði.“ Álftanes kemur hins vegar afar vel út í skýrsl- unni en hlutfall tilkynntra brota á síðasta ári er innan við hálft prósent í öllum þeim sjö flokkum sem brotin eru skilgreind eftir. Stefán sagði að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði sett sér það markmið að auka öryggistilfinn- ingu fólks á svæðinu og til þess að ná þeim mark- miðum yrði sýnileiki hennar aukinn til muna, hverfa- og grenndarlöggæsla efld og enn frekari áhersla lögð á gæði og skilvirkni rannsókna. - jse Miðbærinn kemur illa út í skýrslu um afbrot á höfuðborgarsvæðinu: Lífsgæði á höfuðborgarsvæð- inu einna lökust í miðbænum SKÝRSLAN KYNNT Á LÖGREGLUSTÖÐINNI VIÐ HLEMM Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir frá markmiðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en skýrsluhöfundarnir Rannveig Þóris- dóttir og Benjamín Gíslason hlýða á. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.