Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 80

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 80
48 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Eins og búast mátti við fóru enskir fjölmiðlar hamförum í kjölfar taps enska landsliðsins gegn Króötum sem gerði það verk- um að England verður ekki með á EM næsta sumar. „Ónothæfir, aumkunarverður, huglausir. England er orðið að athlægi í evrópskum fótbolta, England ákvað að fremja sjálfs- morð með því að setja Scott Car- son í markið. Þetta verður ekki verra,“ er á meðal þess sem The Sun hafði upp á bjóða daginn eftir leikinn. „Gullkynslóð enska landsliðsins endar ferilinn með vonbrigðum. Að reisa enska landsliðið við reyndist ofviða fyrir Beckham, Neville, Campbell, Owen og James,“ Daily Mail en Daily Star var ekki að skafa utan af því. „Því- líkur hópur af aumingjum. Hvernig ætla menn að útskýra þetta? Þetta var stórslys, hræði- legt og niðurlægjandi.“ Daily Mirror var ekki hrifið af þeirri ákvörðin McClaren að setja Scott Carson í markið: „Evrópu- mótsdraumar Englands runnu í gegnum hendur Scotts Carson. Þessi versta ákvörðun á ferli McClarens mun fylgja honum til æviloka,“ sagði Mirror og eftir- farandi var í Independent. „Þetta var djöfulleg frammistaða hjá hinni svokölluðu gullkynslóð enska landsliðsins.“ Svo kvartar KSÍ yfir óvæginni og ósanngjarnri umfjöllun hér á Íslandi. - hbg Það var væntanlega lítið gaman fyrir enska landsliðsmenn að opna blöðin í gær: Enska liðið jarðað í blöðunum Í TÁRUM Enska þjóðin grét á miðviku- dagskvöldið þegar ljóst var að landsliðið kæmist ekki á EM næsta sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES EKKI VERIÐ AÐ SKAFA UTAN AF ÞVÍ Eins og búast mátti við voru ensku blöðin ekki að skafa utan af því á forsíðum sínum í gærmorgun. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Marel Baldvinsson hefur fengið sig lausan frá samningi við Molde og er á heimleið með fjöl- skyldu sína eftir rúmlega árs dvöl hjá norska liðinu. Marel er ekki búinn að ákveða hvort hann haldi áfram í boltanum vegna þrálátra meiðsla. Marel Baldvinsson var ánægður með að hafa náð samkomulagi við Molde um að hann hætti að spila með liðinu þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Það er gott að báðir aðilar hafi náð lendingu í þessu máli og ég er alsáttur með að koma aftur heim til Íslands,“ sagði Marel og kvað ástæðuna fyrir því að hann vildi ekki lengur vera hjá norska liðinu tvíþætta. „Í fyrsta lagi hef ég náttúrlega verið að eiga við erfið hnémeiðsl í langan tíma og ástæða þess að ég kom heim frá Lokeren í Belgíu í fyrravor var sú að ég taldi mig líkam lega ekki þola álagið af atvinnumennsku. Ég ákvað samt að slá til og gefa þessu annan mögu- leika þegar Molde kom að máli við mig í fyrrasumar og nú er ég kom- inn aftur á sama stað í því máli. Í öðru lagi má segja að ég og fjöl- skylda mín höfum ef til vill ekki verið að finna okkur vel í Molde og það spilar auðvitað inn í ákvörðun mína líka,“ sagði Marel, sem spil- aði sex leiki fyrir Molde í fyrra og skoraði í þeim eitt mark, en náði ekki að koma í veg fyrir að liðið félli úr úrvalsdeildinni. Marel lék svo með liðinu í fyrstu deildinni síðastliðið sumar og skoraði sex mörk í sautján leikjum en Molde varð deildarmeistari og leikur því í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. „Mér gekk vel hjá liðinu síðast- liðið sumar, en hef ekki enn tekið ákvörðun með framhaldið í bolt- anum. Ég ætla alla vega að byrja á því að taka mér mitt frí eftir tíma- bilið í Noregi og svo er erfið ákvörðun fram undan hjá mér. Ég get alveg spilað fótbolta áfram þrátt fyrir meiðslin, en það er eitt- hvað sem ég gæti þurft að borga fyrir seinna ef ég held áfram að reyna á hnémeiðslin. Ég þarf að vega og meta hvort fótboltinn sé þess virði, en auðvitað er það svekkjandi fyrir mig að vera að hugsa um að hætta í boltanum aðeins 26 ára gamall,“ sagði Marel, sem varð markakóngur Lands- bankadeildarinnar í fyrra með ell- efu mörk þrátt fyrir að spila ekki fimm síðustu leiki mótsins og ljóst er að Breiðablik mun reyna allt sitt til að fá Marel í sínar raðir á ný og það staðfesti Einar Kristján Jónsson, formaður Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að við viljum fá Marel heim á ný og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá hann í okkar raðir,“ sagði Einar en fleiri félög munu án efa taka stöðuna á honum á næstu vikum og mánuðum. Marel ítrekaði að ákvörðun hefði ekki enn verið tekin í þeim efnum en vissi vitanlega af áhuga Breiðabliks. „Þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka og það er aldrei að vita nema Breiðablik geti notað mig,“ sagði Marel í léttum dúr. omar@frettabladid.is Erfið ákvörðun fram undan Marel Baldvinsson er laus allra mála hjá norska liðinu Molde og er á heimleið með fjölskyldu sína, en hefur ekki ákveðið hvort hann haldi áfram í boltanum. STÓRHÆTTULEGUR Marel Baldvinsson varð markakóngur deilarinnar í fyrrasumar með ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Blikana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Slaven Bilic, þjálfari Króatíu, segir að enska landsliðið hafi einfadlelga ekki þolað pressuna þegar á hólminn var komið. „Þrátt fyrir að enska landsliðið sé uppfullt af heimsklassa atvinnumönnum sem ættu að þekkja það að spila undir álagi, þá þoldu þeir á endanum ekki þá neikvæðu pressu sem enskir fjölmiðlar voru búnir að skapa liðinu. Við þurftum ekki að eiga við slíka pressu í heimalandi okkar, svo mikið er víst,“ sagði Bilic og brást reiður við umfjöll- un enskra blaða sem sögðu að enginn af leikmönnum Króata kæmist einu sinni í byrjunarlið Englendinga. „Þið verðið að vakna og átta ykkur á því að þið töpuðuð leiknum ekki út af leikkerfinu sem lið ykkar spilaði. Ég dái enska liðið og leikmenn þess, en Króatía er einfaldlega með betra lið. Málið er nú ekkert mikið flóknara en það,“ sagði Slaven Bilic í viðtali að leik loknum í fyrrakvöld. - óþ Undankeppni EM í fótbolta: Króatar einfald- lega betra liðið FÓTBOLTI Guus Hiddink, þjálfari Rússa, viðurkenndi að hann væri hissa á því að Rússland hefði náð að vinna sér þátttökurétt á lokakeppni EM í Sviss og Austurríki á næsta ári. „Ég get ekki neitað því að sú staðreynd að Rússar komst upp úr riðlinum kom mér á óvart. Ég er mjög ánægður og stoltur og þessi árangur hefur mikið að segja fyrir rússneska knatt- spyrnu. Við þurfum nú að bæta lið okkar skref fyrir skref og tileinka okkur nútímalegra leikskipulag sem og nútímalegri þjálfunaraðferðir til þess að vera samkeppnishæfari þegar í mótið kemur,“ sagði Hiddink. Hann hefur áður náð frábærum árangri með lið Suður-Kóreu sem endaði undir hans stjórn í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu árið 2002, en hann skilaði Hollandi í sama sæti á heimsmeistaramótinu árið 1998. Enn fremur stýrði hann Ástralíu á heimsmeistaramótið árið 2006 þar sem liðið datt naumlega út í 16-liða úrslitum á móti heimsmeisturum Ítala, en Ástralía hafði ekki unnið sér þátttökurétt á heimsmeistara móti í 32 ár áður en Hiddink tók við liðinu. Hiddink hefur fyrir vikið stundum verið kallaður „King Hiddink“ eða kóngurinn. - óþ Undankeppni EM í fótbolta: Hiddink hissa á árangrinum FRÁBÆR ÁRANGUR Guus Hiddink var tolleraður þegar að ljóst var að Rússar kæmust á EM. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Slakt gengi Englands í undankeppni EM hefur víðtæk áhrif sem ná út fyrir knattspyrnu- völlinn ef marka má orð Simons Chadwick, prófessors í markaðs- setningu íþróttafyrirtækja. „Velgengni á lokakeppni EM hefði haft gríðarlega jákvæð áhrif á efnahagskerfið, þannig að það var mikið áfall að enska landsliðinu hafi mistekist að komast áfram,“ sagði Chadwick. „Það hefur sýnt sig í undanförn- um lokakeppnum í fótbolta þar sem England hefur leikið að sala á íþróttafatnaði hefur stóraukist og tengist það fyrst og fremst ánægju fólks með gengi liðsins.“ Hlutabréf í fyrirtækinu Sports Direct, sem framleiðir Umbro- treyjur enska landsliðsins, snarlækkuðu um 15 prósent eftir ósigur Englendinga gegn Króatíu í fyrrakvöld. - óþ Enska landsliðið ekki á EM: Slakt gengi hef- ur viðtæk áhrif Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h jjá B T Sm á SENDU SMS BTC EAFÁ NÚMERIÐ1900OGÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru DVD myndir,varningur tengdur myndinni og margt fleira! Kemur í verslanir 22. nóvember!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.