Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 28

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 28
28 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Gulrætur eða gúmmíhlaup UMRÆÐAN Lýðheilsa Offita barna og unglinga hefur verið áberandi í umræðunni í kjölfar þings- ályktunartillögu sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur lagt fram um tak- mörkun auglýsinga á sæl- gæti og óhollri fæðu. Þetta er þörf umræða, ekki síst í ljósi þess hve mikið og vaxandi vanda- mál er hér á ferð. Hins vegar er lausnin ekki að leggja til boð og bönn, nær væri að hvetja til auk- inna forvarna og fræðslu foreldr- um og öðrum uppalendum til handa. Í þessu eins og í öðru sem lýtur að börnunum okkar þá hafa forráðamennirnir mikilvægasta hlutverkinu að gegna og eru fyrir- myndirnar. Hreyfing skiptir miklu máli í átt að aukinni lýð- heilsu, en mælt er með að börn og unglingar hreyfi sig a.m.k. í eina klukkustund á dag. Samkvæmt rannsóknum neyta börn sem hreyfa sig reglulega ávaxta og grænmetis í mun meira mæli en önnur börn og nota síður tóbak og vímuefni. Það er líka athyglisverð stað- reynd að þótt neysla ávaxta og grænmetis hafi aukist hér á landi á síðustu árum er hún talsvert minni en æskilegt væri að mati Lýðheilsustöðvar. Einnig neyta Íslendingar minna af þessu hollmeti en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Verðið hefur örugglega áhrif hér á en innflutt grænmeti ber t.d. enn 30% toll. Sveitarfélög, skólar og heilsugæslan eru mikilvægar stofnanir þegar kemur að forvörn- um og fræðslu í næringu og heilsu og geta haft mikil áhrif á almenna viðhorfsbreytingu. Sveitarfélög og skólar gætu t.d. sett sér sjálf eigin markmið í þessum efnum og skiptir þá sköpum áhugi og vilji stjórnenda á viðkomandi stöðum. Heilsugæslan gæti hafið mæl- ingar á þyngdarstuðli barna t.d. við fimm ára skoðun. Þannig fengju foreldrar mikilvægar upp- lýsingar um líkamlegt ástand barnanna og gætu brugðist við með viðeigandi hætti. Stjórnmála- menn sem sýna þessum mála- flokki skilning og áhuga eru að fjárfesta til framtíðar. En eyðum kröftunum frekar í fræðslu og forvarnir en forræðishyggju sem gengur út á að hafa vit fyrir fólki eins og umrædd þingsályktunar- tillaga er dæmi um. Höfundur er varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Svar við grein um sölu á Hitaveitu Suðurnesja UMRÆÐAN Orkumál Guðbrandur Einarsson bæjar-fulltrúi í Reykjanesbæ skrifar í Fréttablaðinu föstudaginn 16. nóvember sl. um kjarklitla sveitar- stjórnarmenn vegna málefna Hita- veitu Suðurnesja. Í grein sinni bein- ir Guðbrandur nokkrum spurningum til sveitarstjórnar- manna og er okkur ljúft að svara þeim fyrir hönd Grindavíkurbæj- ar. Spurningar sem Guðbrandur leggur fyrir: 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitar félög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaups- rétt við sölu ríkisins á hlut í H.S? Svar: Grindavíkurbær hafði í allri sinni umfjöllun um sölu ríkis- ins og H.S. bókað að nýttur skyldi forkaupsréttur bæjarins og við það var staðið. Grindavíkurbær keypti að nafn- verði kr. 151.410.251 sem nam um 13 prósentum af hlut ríkisins í H.S. 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í H.S.? Svar: Með 8 prósenta hlut í H.S. var Grindavíkurbær nánast án áhrifa og þegar fyrir lá áhugi aðila á að kaupa þann hlut á sjöföldu gengi , þegar mat okkar ráðgjafa var að eðlilegt gengi væri 3,0 til 3,5 þá var ný staða komin upp. Með hagsmuni íbúa að leiðarljósi var einhugur í bæjarstjórn um að selja og ávaxta hlutinn með öðrum hætti. Það sama gerðist í öðrum sveitarfé- lögum. Minni sveitarfélögin seldu mest af sínum hlut en Reykjanes- bær seldi um 5 prósent sem er svip- að og önnur sveitarfélög seldu. Miðað við núverandi vaxtastig fæst á einu ári um tífalt meiri ávöxtun en arðgreiðslur H.S. námu á ári. 3. Hvers vegna töldu Grindvík- ingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suð- urnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja H.S.? Svar: Hið rétta er að Grindavíkur- bær óskaði eftir fundi með eignar- aðilum H.S. og var sá fundur hald- inn í Svartsengi 12. júní. Grind víkingar höfðu áhyggjur eins og fleiri yfir því að H.S. yrði skipt upp í kjölfar sölu til GGE en Reykja- nesbær lagði áherslu á að GGE fengi að gerast aðili að félaginu með kaupum á hlut ríkisins og að hin sveitarfélögin nýttu ekki for- kaupsrétt. 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitar- félaga sinna í H.S. í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hags- muni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er? Svar: Já, við erum enn á því að rétt hafi verið út frá þeim forsend- um sem þarna sköpuðust að selja hlut Grindavíkurbæjar þar sem áhrif á rekstur H.S. var hverfandi og arður af hlutafjáreign þar var mjög lítill. 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum yrði gef- inn kostur á að auka hlutinn sinn í H.S. með það að markmiði að H.S yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Svar: Við teljum hagkvæmara fyrir okkar bæjarfélag að ávaxta fyrrum eign okkar í H.S. til hags- bóta fyrir íbúa sveitarfélagsins heldur en að binda hana í H.S. með þeim arðgreiðslum sem þar eru. Við treystum upplýsingum for- stjóra H.S. sem hefur upplýst að engin hætta sé á boðaföllum í gjald- skrárhækkunum þótt inn í rekstur H.S. komi GGE. Verði félaginu skipt upp er enn komin ný staða sem þarf að taka afstöðu til. Í grein Guðbrands segir einnig að það hafi verið tillaga sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ að vísa umtöluðum undirskriftalista til stjórnar S.S.S. Á aukafundi stjórn- ar S.S.S, sem boðaður var í hádegis- hléi á aðalfundi sambandsins var tekið við undirskriftalistanum og efni hans til umfjöllunar síðar um daginn. Hvort þarna hefði mátt öðruvísi fara að má eflaust deila um. En varðandi þá tilgátu að sveitar- stjórnarmenn í Grindavík forðist að ræða um málefni H.S. eða undir- skriftasöfnunina, þá erum við til- búnir til viðræðna um þau málefni hvenær sem er. Þess má að lokum geta að í ágætu bæjarblaði Grindvíkinga, Góðan daginn, Grindvíkingur, frá því í ágúst 2007 eru viðtöl við bæjarfull- trúa og bæjarstjóra þar sem farið er mjög ítarlega ofan í saumana á öllu þessu H.S. máli frá því ríkið ákvað að bjóða hlut sinn þar til sölu. Jóna Kristín er forseti bæjar- stjórnar og Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs í Grindavík. JÓNA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR SIGMAR EÐVARÐSSON Á aukafundi stjórnar S.S.S, sem boðaður var í hádegishléi á aðalfundi sambandsins var tekið við undirskriftalistanum og efni hans til umfjöllunar síðar um daginn. Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.