Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 66

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 66
34 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Júlíkvartettinn heldur tónleika í bíósal Duus-húsa í Reykja- nesbæ á sunnudaginn kemur. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega kl. 16. Júlíkvartettinn er skipaður þeim Júlíönu Elínu Kjartans- dóttur og Rósu Hrund Guð- mundsdóttur fiðluleikurum, Sesselju Halldórsdóttur víólu- leikara og Auði Ingva dóttur sellóleikara. Þær starfa allar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hafa líka leikið saman sem kvartett í mörg ár. Sérstakir gestir Júlíkvartettsins á tónleikunum verða þau Aðalsteinn Axelsson gítarleikari, Bjarni Benediktsson saxófónleikari, Rúnar Þór Guð- mundsson tenór, Sigtryggur Kjartansson píanó- leikari og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir sópransöng- kona, en þau eru öll nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Auk þess munu nokkrir kennarar skólans koma fram með kvartettinum og nemend- unum. Efnisskráin er fjölbreytt að þessu sinni og má á henni finna verk eftir jafn ólíka höfunda og Andrew Lloyd Webber, Antonín Dvorák, Hoagy Carmi- chel, Wolfgang Amadeus Mozart og Joaquin Rodrigo. Tónleikarnir eru liður í sam- starfi Félags íslenskra tónlistarmanna og Félags íslenskra hljómlistarmanna við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Tónlistarfélag Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Samstarfið hlaut styrk úr Tónlistarsjóði. Suðurnesjamenn og aðrir eru eindregið hvattir til að mæta á þessa tónleika, sem verða mjög fjölbreyttir og sérstakir. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. - vþ Fjölbreytt efnisskrá og góðir gestir JÚLÍKVARTETTINN Kemur fram með góðum gestum á sunnudag. > Ekki missa af … Sýningunni „Daagblaðið Víísir“ í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en henni lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni má sjá íslenskar fréttaljósmyndir frá árunum 1960-2000. Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, og er aðgangur ókeypis. Kl. 17 Þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Guðni Ágústsson kynna bók sína „Guðni – Af lífi og sál“ í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í dag kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. Tilkynnt var í gær við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sem Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar stóð fyrir að Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður með meiru, yrði fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Fen- eyjum 2009. Í þann mund sem athöfnin stóð yfir voru menn í óða önn að pakka saman í Feneyjum sýningu Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar sem staðið hefur frá í vor og á fjórða tug þúsunda gesta sótti. Framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar, Christian Schoen, stýrði athöfninni í gær og flutti þakkarorð þeim mörgu sem lögðu sýningunni í Feneyjum lið í sumar, sýningarstjóranum Hönnu Styrmisdóttur, styrktaraðilum öllum og ráðuneytinu. Christian stóð að baki þeirri ákvörðun að draga sýningarhald Íslands að Stóra kanal, býsna langt frá aðalsýningar- svæðinu í austurhluta Feneyja þar sem sýningarhald tvíæringsins er jafnan. Var sýningu Steingríms komið fyrir í Palazzo Bianchi Michiel þar sem grunn- hæðin gaf möguleika á talsvert góðu rými til sýningar- haldsins. Sýningin vakti talsverða athygli, fékk lof- samlega dóma í meðal annars Observer og Kunstforum international. Verður sýningin sett upp í heild í janúar hér í Listasafni Reykjavíkur en það kom að framkvæmdinni með tilleggi í hina myndar- legu sýningarskrá. Menntamálaráðherra lýsti vilja sínum til sóknar á þessum mikilvæga stað í hinum alþjóðlega myndlistar- heimi. Það væri einlægur vilji sinn að gera betur en í gær og fyrradag: síðan tilkynnti hún að Ragnar Kjartans son yrði fulltrúi Íslands í sumarbyrjun 2009. Það er valnefnd skipuð þeim Rúrí, Christian Schoen og Hafþóri Yngvasyni sem ræður þessari tilskipan en hún naut ráðgjafar máttarstólpa í íslensku mynd- listarlífi. Ragnar var að vonum ánægður, nýkominn frá Fen- eyjum þar sem hann leit á Tvíæringinn og skoðaði aðstæður. Hann sagði að nú væri hann bara í fegurðar- drottningarfílingnum, hann vissi ekki hvað hann fengi af fjármagni til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, né heldur hvort enn yrði notast við höll hins bjarta Mikaels. Hann var reyndar mest í kossum og faðmlögum meðan blaðamaður reyndi að tala við hann. Viðbrögðin við sýningu Steingríms á alþjóða- vettvangi vekja með ungum myndlistarmanni vonir um að hann nemi ný lönd: Steingrímur sýnir í haust á Max Protetch Galleríinu í New York og mun koma til álita sem þátttakandi í Manifesta og tvíæringnum í Berlín. Ragnar sér því leik á borði. Ragnar er fæddur 1976 í Reykjavík. Hann er sonur þeirra Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikskálds, leik- konu og leikstjóra, og Kjartans Ragnarssonar, leik- stjóra og leikskálds, og er alnafni afa síns, sem var mikill frumkvöðull í íslenskri myndlist. Ragnar byrj- aði ungur að koma fram, var um árabil kórdrengur í Landakoti, en sneri sér síðan á námsárum að tónlistar- flutningi í hinni geðþekku hljómsveit Kósý. Hann stundaði nám við Listaháskólann og hefur frá útskrift lagt sig eftir ýmsum listformum. Hann er þekktastur sem tónlistar maður með hljómsveitum á borð við Trabant og Funerals, en hefur sem myndlistarmaður tekið þátt í fjölda samsýninga, sett upp installationir eða innsetningar, framið gerninga, unnið með mynd- bönd, olíu, teikningar, ljósmyndir og fleira. Hann er nýkominn frá New York þar sem hann var við gern- inga og einkasýningu hans í Nýló er nýlega lokið. Hann vinnur nú við smíði á leikmynd fyrir sviðsetn- ingu Benedikts Erlingssonar á leikverkinu Sólarferð í Þjóðleikhúsinu. Þátttaka íslenskra myndlistarmanna í Feneyjum var lengi stopul og áttu þeir sér ekki annað skjól en gestasali uns gamli finnski skálinn var laus. Íslenskir arkitektar hafa aldrei tekið þátt í Feneyjatvíæringn- um sem haldinn er á móti myndlistartvíæringnum, né hefur Íslendingum tekist að komast á kvikmynda- hátíðina með verkefni. Við eigum því marga sigra óunna á eyjunum undan Pó. pbb@frettabladid.is Raggi fer til Feneyja MYNDLIST Ragnar fagnar ásamt samherjum í Listasafninu í gær. Nú tekur hugmyndavinna við og fjársöfnun til að hrinda í framkvæmd sýningu sem verður opnuð eftir tæp tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tón list arh átíð á Ga uki á St öng og O rga n í k völ d Org an G aukur á Stö ng Mot ion Boy s Ultr ame gat echn oba ndið Ste fán Blo odg rou p DJ Gho zt DJ Cue llar DJ Mat ti Spr eng juhö llin Hjal talí n Dikt a Tón leik arn ir hefj ast kl. 2 2.30 Hús in o pna kl. 22.0 0 Náðu þér í miða strax Forsa la á m idi.is Verð k r. 200 0 - arm bönd gilda á báða staði na P IP A R • S ÍA • 7 2 3 3 6 Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERG Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.