Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 3 Verðlaunakokkurinn Brian Abbott frá Nýfundnalandi verður gestakokkur á Þremur Frökkum um helgina. Tveir verðlaunakokkar frá Nýfundnalandi munu verja helg- inni við matreiðslu á tveimur af betri matsölustöðum bæjarins, Humarhúsinu og Þremur Frökkum. Koma kokkanna tengist mark- aðstorgi Nýfundnalands og Labrador sem verður í Perlunni 24.-25. nóvember næstkomandi. Þar munu tuttugu fyrirtæki frá Nýfundnalandi og Labrador í Kanada kynna og selja fjölbreytta listmuni, gjafavöru, veiði- og vél- sleðaferðir, tónlist og ýmsa aðra áhugaverða vöru og þjónustu. Brian Abbott matreiðir á Þremur Frökkum en hann á sjálf- ur veitingastaðinn Restaurant 21 í St. John’s á Nýfundnalandi. Brian hefur hlotið mörg verðlaun í gegnum tíðina, meðal annars verið valinn matreiðslumaður ársins 2005. Brian er sonur fiskimanns og ólst upp í fiskibænum Bonavista. Þótt fiskveiðar hafi ekki átt við hann hafa æskuárin í nálægð við hafið haft mikil áhrif á störf hans í eldhúsinu en honum finnst skemmtilegast að elda hvers konar sjávarrétti. Hann notar staðbundið hráefni á veitingahúsi sínu en matreiðir það á fjöl- breyttan hátt. Matseðlinum á Restaurant 21 breytir hann til samræmis við árstíðir og fram- boð á góðum fiski. Á Þremur Frökkum mun hann bjóða upp á nokkra rétti sem eru vinsælir á veitingastað hans, til dæmis reykt þorskapaté, romm- bragðbætt smálúðuflök með hlyn- sýrópi og bakað epla creme brulée með ferskum ávöxtum. Brian gefur lesendum Frétta- blaðsins hér uppskrift að smálúð- unni. solveig@frettabladid.is Sonur fiskimanns sem varð verðlaunakokkur Brian Abbot matreiðir íslenska smálúðu að hætti Nýfundnalands. Romm-bragðbætt smálúðuflök með hlynsýrópi 500 grömm af hlynsýrópi 1 teskeið af chili-flögum 1 skammtur af súraldinsafa til bragðbætis 1 lauf af timían 1½ teskeið af salti ½ bolli af dökku rommi lúða, skorin í 6-7 170 gramma skammta 2 grömm af kældum smjörteningum. Látið ofninn ná 190° á Celsíus. Safnið öllu hráefninu saman og látið lúðuna marinerast í því í 45 mínútur. Kryddið og bakið (eða steikið á pönnu) í 5-6 mínútur. Sjóðið niður kryddlöginn uns hann þykknar. Takið hann af hitanum og þeytið smjörið. MEISTARAR Í TERTUM Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfjörður - Sími 544 5950 M Hvernig færð þú barnið þitt til að borða ferskan fisk daglega? Svarið er Skólabiti 25 gr. Skólabiti samsvarar 125 gr. af ferskum roðlausum fiskflökum. Inniheldur prótín, vítamín og bætiefni. Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land N Æ R I N G O G H O L L U S T A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.