Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 50
BLS. 10 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 Í Kópavoginum eru enn þá einhverjir sem fara í ljós þrisvar í viku og mæta reglulega í líkamsrækt. Þar búa jakka- fata- og dragtarklæddir fasteigna- og tryggingasalar, sem leggja mikið upp úr ytra útlitinu. Allar fegrunar- og lýtaaðgerðir teljast „lög- legar og vel gildar í augum Kópavogsbúans“ hvort sem um er að ræða brúnkusmurningu eða botox-aðgerð. Karl- mannlegur skalli og há kollvik eru sjaldséð, þar sem Kópa- vogskallarnir forðast hármissi á kollinum eins og heitan eldinn, og eiga hármeðferðir og hárígræðslur upp á pall- borðið og baugahyljari fyrir karlmenn er málið. Heitasti skemmtistaðurinn: Rex eða Thorvaldsen. Besti staðurinn á laugardögum: Sólbaðsstofan Smart. Félagsmiðstöðin: Smáralind. Kagginn: Land Cruiser á bílaláni. Uppáhaldslistamaður: Pétur Gautur. Á ferilskránni: Þátttaka í fegurðarsamkeppni er toppurinn á ferilskránni, einkasala á Herbalife, einkaþjálfari, fasteignasali. Draumasumarfríið: Þriggja vikna sólarlandaferð til Mallorca. Seltjarnarnesið er lítið og lágt en það er ekki þar með sagt að fólkið þar hugsi smátt. MIU MIU töskur þykja þarfaþing hverrar meðal-Neskonu. Töskurnar eru gjaldgengar hvort sem er í kvöldgöngunni á Gróttu eða innkaupaleiðangri á Eiðistorgi. Nes-borgararnir leggja mikið upp úr því að lifa skemmtilegu félagslífi en það er þó ekkert sem toppar Stuðmannaballið sem haldið er árlega í íþróttahúsinu. Stærsti hluti íbúanna er hægrisinnaður og gæti ekki hugsað sér að búa neins staðar annars staðar í bænum. Heitasti skemmtistaðurinn: Eftir að Rauða ljónið var lagt niður neyðast Nesbúar til að sækja skemmtistaði í Reykjavík. 101 á fimmtudagskvöldum kemur mjög sterkur inn hjá kvenpeningnum í hverfinu en Vínbarinn þykir líka töff hjá Nesbúum. Best á laugardögum: Grótta og Blómabúðin Eiðistorgi. Félagsmiðstöðin: Eiðistorg. Kagginn: BMW-jepplingur. Uppáhaldslistamaður: Kogga. Á ferilskránni: Bankastarfsmaður eða framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki. Draumasumarfríið: Rauðvínslegin vínsmökkunarferð til Frakklands með viðkomu í óperunni í París. HVERJIR SNOBBA FYRIR HVERJU? Í HENNI REYKJAVÍKINNI ER MANNHAFIÐ BLÓMLEGT OG HÆGT ER AÐ LÍKJA HENNI VIÐ EITT STÓRT FJÖLLEIKAHÚS ÞAR SEM KENNIR ÝMISSA GRASA. SIRKUS TÓK FYRIR HELSTU HVERFIN OG VELTI FYRIR SÉR HVAÐ HVERFASYST- KIN BORGARINNAR EIGA SAMEIGINLEGT ANNAÐ EN AÐ DEILA SAMA PÓSTNÚMERI. HVERJIR SNOBBA FYRIR HVERJU? ÞARFTU AÐ EIGA BMW TIL AÐ BÚA Á NESINU EÐA ÞYKIR FLOTTARA AÐ SKOKKA Á MILLI HVERFA? Í Skólavörðuholt- inu er enginn maður með mönnum nema að hugsa lífrænt í orðsins fyllstu merk- ingu. Þar þykir heitt að sjást með vist- vænan poka frá Yggdrasli og toppur- inn á ísjakanum er að geta flassað snyrtivörum frá hinum umhverfis- væna Dr. Hauschka á börum bæjar- ins. Ekki skemmir fyrir heildarútlitinu að vera með grænt te í glasi og ef að landi væri lífrænt ræktaður væri það aðaldrykkurinn. Hreinræktuðu stað- irnir Hljómalind, Á næstu grösum og Grænn kostur sjá um að halda lífinu í grænu borgurunum því það lifir eng- inn á detoxmeðferðum allt sitt líf. Týpurnar í 101 snobba fyrir „vintage“ merkjavöru og myndu margar konur saga af sér handlegg fyrir gamla Chan- el-tösku. Heitasti skemmtistaðurinn: Boston og Sirkus. Besti staður á laugardögum: Kolaportið. Félagsmiðstöðin: Laugavegur. Kagginn: Gamla góða hjólið. Uppáhaldslistamaður: Gabríela Friðriksdóttir. Á ferilskránni: Spilaði með hljómsveit, nemi í Listaháskóla Íslands, skráður í Íslandshreyfinguna, hefur tekið þátt í auglýsingaherferðum fyrir símafyrirtæki. Draumasumarfríið: Bakpokaferðalag um Evrópu og pílagrímsferð til Indlands. Vesturbæingarnir eru svartir og hvítir og þar blómstrar hin skandinavíska menn- ing. Hvert heimili er lýst upp með hinum sívinsælu IQ ljósum og í hverri stofu er í það minnsta einn tekkhlut- ur frá versluninni Fríðu frænku. Dýrgripir úr Epal sóma sér líka vel inni á virðulegum Vesturbæjarheimilum. Fót- boltaáhugi innan vissra marka er talin dyggð hjá Vesturbæingun- um ef haldið er með KR og því er KR-trefillinn löglegur í fataskáp þeirra. Í Vesturbæinn hrúgast allt fræga og menntaða fólkið, verkfræðingar, sjón- varpsfréttamenn og stjórnmálamenn. Kvenpeningurinn snobbar fyrir Louis Vuitton töskum og fatnaði frá Steinunni fatahönnuði. Heitasti skemmtistaðurinn: Ölstofan. Besti staður á laugardögum: Vesturbæjarlaugin. Félagsmiðstöðin: Melabúðin. Kagginn: Silfurlitaður Volvo. Uppáhaldslistamaður: Hulda Hákon. Á ferlisskránni: Tók þátt í stúdentapólitíkinni í háskólanum, nám í húmanískum fræðum. Sjálfboðaliði fyrir Rauða Kross Íslands. Draumasumarfríið: Kósí helgi í kóngsins Kaupmannahöfn. Garðabærinn er ekki ósvipaður Seltjarnarnesi en bæði þessi póstnúmer tilheyra Kraganum. Fólk í fjármálageir- anum flykkist í Sjálandshverfið en það þykir líka alltaf jafn smart að búa á Arnarnesinu. Síðustu ár hafa Flatirnar komið sterkar inn og þar er enginn maður með mönnum nema hafa byggt við húsið sitt. Hvítir eða svartir leðursófar koma sterkir inn í bland við hönnunar- góss úr Saltfélaginu sem er poppað upp með dóti úr Tekk Company. Garðabæjardömur snobba fyrir Spaksmannsspjörum, Karen Millen og Ilse Jacobsen á Garðatorginu og fara ekki út úr húsi nema vera með Dior eða GUCCI-sólgleraugu. Heitasti skemmtistaðurinn: Íþróttahús Stjörnunnar og þegar þorrablót eða aðrar skemmtanir eru haldnar þá lætur enginn sig vanta. Best á laugardögum: Smáralindin. Félagsmiðstöðin: Nordica spa. Kagginn: Range Rover Sport. Draumasumarfríið: Maldíveyjar.Sveitarómantíkin Það er svo sem ekkert nýtt að landið er fagurt og frítt en sveita-elítan hefur gert sveit- inni hátt undir höfði og flúið skarkala höfuðborgarinnar. Í sveitina hafa flúið landsfræg- ir einstaklingar sem vilja geta farið óáreittir út í kjörbúð án þess að vera beðnir um eigin- handaráritun og þrá ekkert frekar en að lifa venjulegu lífi á lopapeysu og í gúmmístíg- vélum. Heitasti skemmtistaðurinn: Heima við arineldinn. Besti staðurinn á laugardögum: Náttúran. Félagsmiðstöðin: Bensínstöð byggðarinnar. Kagginn: Gamall jeppi. Uppáhaldslistamaður: Kristján Davíðsson. Á ferilskránni: Byrjaði ferilinn í hljómsveit. Eftir smjörþef af frægðinni lá leiðin í leiklistina og þaðan í sjónvarpið. Draumasumarfríið: Hestaferð um Ísland í góðra vina hópi. 170 200 101 107 210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.