Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 34
BLS. 2 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 ■ Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 MORGUNMATURINN Beyglur eru klassískur morgunmatur NY- búa. Þeim sem hafa sérstakan áhuga á beyglum bendi ég á Murray’s Bagels (500 6th ave, við 13th st). Vilji fólk upplifa mikla og skemmtilega stórborgarstemningu að morgni til mæli ég síðan með því að fara í morgunmat á Balthazar (80 Spring st, milli Broadway og Crosby st) og þá helst á virkum degi. SKYNDIBITINN Uppáhaldsstaðurinn minn heitir Joe’s Pizza (7 Carmine st, við 6th ave) sem vill svo til að er líka uppáhaldsstaður löggunnar og slökkviliðsmannanna. Síðan verð ég að minnast á Shake Shack, veitingastað/ lúgusjoppu sem selur svakalega góða hamborgara og franskar og svo framvegis í Madison Square Park (gengið inn í garðinn á Madison ave og 23rd st). LÍKAMSRÆKTIN Það er frekar gaman að hlaupa í Central Park og ég hvet þá sem heimsækja borgina að taka með sér hlaupaskóna og skokka í kringum tjörnina þar (við ca 90th st), alveg magnaða hlaupaleið sem getur gert lötustu antisportista að hlaupasjúklingum sem fara svo jafnvel að æfa fyrir hálfmaraþon. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA Það er auðvitað smekksatriði hvað telst rómó en hérna ættu flestallir að geta fundið staði sem vekja hjá þeim rómantíska púkann hvort sem það felur í sér að snæða lekkra máltíð við kertaljós og fiðluleik, að borða pitsu upp úr kassa á ganstéttarbrún, eða feitan hamborgara við barinn, eða að mata hvort annað á sushi innan um fallega hönnun, eða eitthvað allt annað. Sé fólk í rómantískum hugleiðingum sting ég upp á því að haldið sé á neðri hluta Manhattan, í Greenwich Village, Soho, eða Lower East side, þar sem fjölbreytni bara og veitingastaða er endalaus og um að gera að labba á milli og finna sér þá stemningu sem hver og einn fílar best. Ef vandræðulegu þagnirnar verða yfirþyrmandi er síðan alltaf hægt að skella sér í karaoke, til dæmis á Sing Sing (9 St.Marks Place, við 3rd ave) þar sem hægt er að fá herbergi fyrir tvo (til að syngja sko), eða á rokkbarinn Arlene’s Grocery (95 Stanton st, við Ludlow st) þar sem gestir geta stigið á svið með húsbandinu, rokk á mánudagskvöldum og kántrí á sunnudagskvöldum. VERSLUNIN Whole Foods Market. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig hægt er að taka ástfóstri við matvöruverslun en sjón er sögu ríkari. Litlu búðirnar í austurhluta Soho og á Lower East side þar sem nýju og gömlu ægir saman og hægt er að verða sér úti um algjör „find“ eins og Kaninn segir. Svo er skylda að heimsækja Barney’s (660 Madison ave, við 61th st.). Að fara í Barney’s er eins og að ganga inn í flottasta tískublað í heimi og trítla þar um á milli blaðsíðnanna. Alveg satt. Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur Eiginkona Þorgríms Þráins- sonar í fjölmiðlabanni Hin umtalaða bók Þorgríms Þráinssonar, „Hvernig á að gera konuna þína hamingjusama“, kom út nýverið. Bókin byggist á reynsluheimi Þorgríms og konu hans, Ragnhildar Eiríksdóttur. Í bókinni talar Þorgrímur beint frá hjartanu um samlíf sitt og konu sinnar á svo einlægan og opinskáan hátt að jafnvel hörðustu kynlífsfræðingar og unnendur roðna við lesturinn. Sirkus hafði samband við konu Þorgríms, Ragnhildi, sem ætti að vera samkvæmt bókinni hamingjusamasta kona Íslands og spurði hana hvernig henni liði með opinberun eiginmannsins á einkalífi þeirra hjóna. Ragnhildur vildi ekkert tjá sig um málið og upplýsti að hún vildi algerlega halda sér fyrir utan alla fjölmiðlaumræðu í þessu samhengi. Björgólfur ekki í brúðkaupinu Í brúðkaupsveislu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur vakti athygli að viðskiptajöfurinn Björgúlfur Thor var ekki á meðal þeirra 300 veislugesta sem fagnaði með brúðhjónunum á brúðkaups- daginn. Gárungarnir velta fyrir sér hvort Björgúlfur hafi ekki séð sér fært að mæta eða hvort honum hafi hreinlega ekki verið boðið. Á sgeir Kolbeinsson sjónvarpsmaður komst í fréttirnar með íbúðina sína í fyrra þegar Arnar Gauti í Innliti/útliti heimsótti hann og fékk að fylgjast með framkvæmdum. Orðbragð þeirra Arnars Gauta og Ásgeirs fór fyrir brjóstið á þjóðinni þegar þeir „dissuðu“ fyrra útlit íbúðarinnar. Íbúðin, sem er 93 fermetrar, er nú komin á sölu. Þegar Sirkus hafði sam- band við Ásgeir vildi hann lítið segja um málið en staðfesti þó að hann væri að selja. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Aðalástæðan er þó að mig langar að breyta til. Ég hef ákveðnar hugmyndir um annað framtíðarhúsnæði en ég er þó ekkert að stressa mig á þessu,“ segir Ásgeir sem ætlar að selja íbúðina á Bárugrandanum áður en hann fjárfestir í öðru húsnæði. Ásgeir lagði mikla vinnu í íbúðina á sínum tíma og endurnýjaði hana frá grunni. Á gólfunum er plankaparkett úr eik, innréttingar og innihurðir úr eik og á baðherberginu er hornbaðkar með nýmóðins innréttingu. Á einum veggnum í stofunni er innbyggður 50 tommu flatskjár og fullkomið hljóðkerfi frá Marantz og Paradigm. Heimildir Sirkuss herma að Ásgeir ætli að stækka við sig og að staðsetningin skipti ekki öllu máli. Hann ku þó ekki vera að stækka við sig vegna plássleysis eða fjölgunar í fjölskyldunni því Ásgeir er piparsveinn og hefur enn ekki fundið hina einu réttu. martamaria@365.is ÁSGEIR KOLBEINSSON SELUR GLÆSIÍBÚÐ SÍNA Föl fyrir 33,9 milljónir HÚSGÖGNIN GETA FYLGT MEÐ Í auglýsingunni á fasteignavefnum kemur fram að húsgögnin geti fylgt með íbúðinni. NEW YORK Handknattleikskappinn og landliðsfyrirlið- inn Ólafur Stefánsson og eiginkona hans Kristín Soffía Þorsteinsdóttir eignuðust litla stúlku í síðustu viku. Hún fæddist í Madríd á Spáni þar sem þau hjónin búa ásamt börnum sínum. Fyrir eiga þau Helgu Soffíu sem er 8 ára og soninn Einar Þorstein 6 ára. Nýfædda stúlkan hefur hlotið nafnið Stefanía og er skírð í höfuðið á föður Óla, Stefáni og systur hans Stefaníu tennisleikara. Það væsir ekki um fjölskylduna en Ólafur leikur með spænska liðinu Ciudad Real og hefur staðið sig með mikilli prýðí. Eignuðust dóttur í síðustu viku SKÍNANDI LUKKA Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir eignuðust dóttur í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.