Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 6
6 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Byssur fyrir hæstarétt Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka til meðferðar deilur um það hvort stjórnarskráin heimili einstaklingum að eiga byssu eða hvort heimildin nái einungis til þess að ríkin komi sér upp vopnuðum varðliðasveitum. BANDARÍKIN Almannavarnafrumvarp gagnrýnt Bæjarráð Hafnarfjarðar tekur undir athugasemdir Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um almanna- varnir. Slökkviliðsmenn telja of mörg verkefni munu færast til ríkislögreglu- stjóra. HAFNARFJÖRÐUR Jólin þín byrja í IKEA © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 ISIG kertastjaki m/4 örmum H36 cm 595,- Opið 10-20 virka daga Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-18 SAGA AF BLÁU SUMRI ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR KRABBAR Í KERI, APPELSÍNUR Í POKA, KLUKKUSAFN Þórdís Björnsdóttir EINN EFNILEGASTI HÖFUNDUR YNGRI KYNSLÓÐARINNAR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Fannst þér landslið Íslands spila betur undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans? Já 32,2% Nei 67,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér bygging nýja tón- listar- og ráðstefnuhússins vera góð hugmynd? Segðu skoðun þína á visir.is EVRÓPUMÁL Íslensk fyrirtæki hafa oftar fengið jákvætt svar við styrk- og lánaumsóknum sínum hjá Evrópusambandinu en fyrirtæki í öðrum löndum. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra á fundi hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í gær. Íslensk fyrirtæki hafa í þrjátíu prósentum tilfella fengið jákvætt svar en almennt er hlutfallið tuttugu prósent innan ESB. Íslensk erfðagreining nýtur „algjörrar sérstöðu á þessu sviði,“ segir ráðherrann. Íslensk erfðagrein- ing hefur fengið jákvætt svar við sjötíu prósentum af þeim áætlunum sem fyrirtækið hefur lagt upp með. „Það er umfram það sem yfirleitt þekkist innan Evrópusambandsins. Mér skilst að fyrirtækið hafi verið heimsótt sérstaklega um daginn af háttsettum aðila innan framkvæmdastjórnarinnar til að sjá hvernig þeir færu að þessu,“ sagði hún. Íslendingar hafa greitt samtals tuttugu milljónir til margmiðlunaráætlunar ESB á fimm árum en íslensk margmiðlunarfyrirtæki hafa fengið úthlutað hátt í 300 milljónir króna á sama tíma. Þátttaka í vísinda- og mennta áætlunum hefur gengið vel. Erlendir námsmenn sækja í meiri mæli hluta náms síns hingað til lands en að íslenskir námsmenn sæki hluta náms síns erlendis. Þetta segir ráðherrann hafa breyst á árunum 2004-2005. Utanríkisráðherra segir að samtals fimmtán þúsund Íslendingar hafi með beinum hætti tekið þátt í evrópsku samstarfi á þessu sviði á undanförnum tíu árum. - ghs Íslendingar fá oftar jákvætt svar við umsóknum hjá ESB en aðrar þjóðir: Íslensk erfðagreining á metið FENGIÐ 300 MILLJÓNIR Margmiðlunarfyrirtæki hafa fengið um 300 milljónir frá ESB, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra. FÆR 70 PRÓSENT JÁ Íslensk erfðagreining, sem Kári Stefánsson stýrir, hefur fengið mikið af styrkjum frá Evrópu- sambandinu. UTANRÍKISMÁL Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska landsþings- ins og formaður dansk-græn- lensku nefndarinnar sem er að semja ný heimastjórnarlög fyrir Grænland, segir það vera mikið hagsmunamál fyrir þjóð sína að efla til muna samstarf við Íslend- inga á sem flestum sviðum. Aukið samstarf sé óháð því hvenær Grænlendingar öðlist meiri stjórn á eigin málum eða jafnvel fullt sjálfstæði. „Ég vil gjarnan gera það sem ég get á því sem ég á eftir af starfsævi minni til að efla tengsl- in við Íslendinga. Möguleikarnir eru margir, svo sem á sviði fisk- veiða, rannsókna, samgangna og ferðamennsku, og þannig mætti áfram telja,“ segir Motzfeldt í samtali við Fréttablaðið. Nefndin sem Motzfeldt veitir forstöðu hefur síðastliðin þrjú ár unnið að gerð frumvarps að nýjum heimastjórnarlögum. Til stóð að nefndin skilaði af sér nú í byrjun desember en vegna kosn- inganna í Danmörku verður ekki af því. Líkur standa til að af því verði í janúar. - aa Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenska landsþingsins, um tengslin við Ísland: Stefna að efldu samstarfi JONATHAN MOTZFELDT Segir það mikið hagsmunamál Grænlendinga að auka samstarf við Ísland. DÓMSMÁL Tveir karlmenn sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á hrottalegri nauðgun í Reykjavík fyrir tæpum hálfum mánuði eru dæmdir afbrotamenn í heimalandi sínu. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarð- haldsúrskurð héraðsdóms yfir mönnunum í gær. Þeir eiga að sitja í gæslu til 21. desember. Mennirnir, sem eru litháískir ríkisborgarar, hafa hlotið fangels- isdóma í Litháen, annar þeirra fyrir þjófnað og rán, en hinn fyrir þjófnað og fjárkúgun. Rannsókn nauðgunarmálsins er rétt ólokið og verður það sent aðstoðarsaksókn- ara á næstu dögum. - jss Meintir nauðgarar í gæslu: Eru dæmdir afbrotamenn FÓLKSFLUTNINGAR „Mér fannst ömurlegt að fá ekki að keyra leigu- bíl lengur þegar mér var skipað að hætta þegar ég varð 76 ára,“ segir Magnús Hjartarson, sem starfaði sem leigubílstjóri í 55 ár. Í reglugerð frá Vegagerð ríkis- ins um leigubifreiðar og veitingu starfsleyfa segir að atvinnuleyfi leigubílstjóra falli úr gildi við lok 70 ára aldurs atvinnuleyfishafa. Þó sé heimilt að framlengja atvinnuleyfið til eins árs í senn eða þar til atvinnuleyfishafi nær 76 ára aldri, ef hann telst hæfur til að stunda leigubílaakstur. Engar reglur eru til um hámarksaldur rútubílstjóra. Magnús gekkst undir læknis- skoðun og aksturshæfnispróf þegar hann var sjötugur svo hann gæti fengið áframhaldandi leyfi til að keyra leigubíl þar til hann yrði 76 ára, en prófin stóðst hann án athugasemda. Magnús rekur lítið rútufyrir- tæki sem er með þrjá smærri hóp- bíla í rekstri. „Síðasta sumar keyrði ég um eitt þúsund kíló- metra einn daginn,“ segir Magnús. „Mér finnst þetta eiginlega bara kjánalegt. Ef maður má ekki vinna sem leigubílstjóri ætti maður ekki að mega að keyra rútu. Mér finnst hálf spaugilegt að ég megi ekki keyra með fjóra farþega í leigubíl upp í Grafarvog, en ég má keyra með fimmtíu ferðamenn í rútu á Gullfoss,“ segir Magnús. „Ég er nú bara enn að vinna því mér finnst svo gaman að keyra með ferðamenn um Ísland. Ég gæti haldið þessu áfram þangað til ég verð 110 ára, enda eru engin lög til um hvað ég má keyra rútu lengi.“ „Ég gæti faktískt keyrt á rútu um miðbæinn að næturlagi um helgar og tekið fólk upp í gegn greiðslu. Svo myndi ég rúnta með fólkið um borgina og skila því heim,“ segir Magnús. „Þannig gæti ég hjálpað gömlu vinum mínum á leigubílunum að koma fólkinu heim.“ Guðmundur Börkur Thoraren- sen, framkvæmdastjóri Bifreiða- stöðvar Reykjavíkur, hefur skiln- ing á aldurstakmörkunum hjá leigubílstjórum. „Miðað við hvernig heilsa flestra leigubíl- stjóra er í dag myndi ég segja að þessi aldurstakmörk séu mátuleg. Sumir missa heilsuna fyrr og aðrir halda heilsunni lengur en einhvers staðar verður að setja mörkin. Í dag finnst mér mátulegt að leigu- bílstjórar hætti við 75 ára aldur, en það eru margir leigubílstjórar sem hætta fyrr.“ aegir@frettabladid.is Leigubílstjóri á eftir- launum keyrir rútu Magnúsi Hjartarsyni var gert að hætta að aka leigubíl þegar hann varð 76 ára, fyrir aldurs sakir. Hann ekur nú hópferðabílum um landið, en hann verður 78 ára í desember. Kjánalegt að mega aka rútu en ekki leigubíl, segir hann. MAGNÚS HJARTAR SON, FYRRVERANDI LEIGUBÍLSTJÓRI Finnst kjánalegt að banna mönn- um að keyra leigubíl með fjóra farþegar þegar þeir verða 76 ára, en þeir megi aka með fimmtíu farþega í rútu þar til þeir verða 110 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.