Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 22
22 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is Wii-leikjatölvur Nintendo eru gríðarlega vinsælar um allan heim. Á þessu ári verða 17,5 milljónir véla framleiddar, en það svarar þó ekki eftirspurninni. Bræðurnir Ormsson stóðu fyrir kynningu á vélinni í Smáralind um síðustu helgi og var áætlaður fjöldi gesta á milli 3.000 til 4.000 manns. „Okkur fannst kominn tími til að kynna fólki hvað þetta raunverulega er. Þetta er náttúrulega einstök tölva í allri hönnun og meðferð og við vildum koma henni á framfæri við fólk,“ segir Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður og leikjatölvugúrú hjá Bræðrunum Orms- son. Á sautján básum í Vetrargarði Smára- lindar mátti sjá og reyna ólíka tölvuleiki. Nintento er með mörgum leikjum fyrir bæði unga og aldna krakka að sögn Rúnars. Auk þess sé hún heilbrigðasta leikja- tölvan því til þess að spila þarf fólk að standa upp úr sófanum og stýra í leiknum með öllum líkamanum. Vinsælasti leikurinn í dag er Super Mario Galaxy. Rúnar segir fyrstu kynslóðar Nintendo-unnendur vera sérstaklega hrifna af Maríó og félögum. „Þetta er algjör nostalgía fyrir fólk sem er um og yfir þrítugt og þekkir hann Maríó. Svo má ekki gleyma því að á Wii er hægt að fara á netið og sækja gömlu leikina sem við spiluðum sem börn.“ Hann segir söluna hafa tekið kipp eftir kynninguna en hún hafi ekki verið sem verst áður. „Hún hefur selst mjög vel og hefur farið vel fram úr björtustu vonum alls staðar í heiminum. Nintendo gaf út að ekkert framboð yrði á tölvunni fyrir jól. En við erum nokkuð vel stödd hér á Íslandi miðað við annars staðar.“ Í dag kemur út leikur um þá Maríó og Sonic á Ólympíuleikunum ásamt þriðja Gítarhetjuleiknum. - eb TÆKNISPJALL: RÚNAR HRAFN SIGMUNDSSON SÖLUMAÐUR Þúsundir léku sér að Wii í Smáralind Bandarískt fyrirtæki spáir því að strax árið 2010 verði upplýsingamagnið sem streymir um internetið orðið meira en kerfið ræður við. Verja þarf gríðarlegu fé til þess á næstu árum að auka flutnings- getu internetsins ef hægt á að vera að fullnægja kröfum not- enda þess. Þessu spáir banda- ríska greiningar fyrirtækið Nem- ertes, sem hefur birt viðamikla skýrslu um málið. Kostnaðurinn gæti numið hátt í níu þúsund milljörðum króna á heimsvísu, að mati Nemertes. Í skýrslunni er bent á að net- notkun fólks hefur breyst mikið á síðustu árum. Margir nota netið í miklum mæli til þess að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist og skiptast á margmiðlunarefni af ýmsu tagi. Svo bætist við að far- símar og önnur þráðlaus tæki eru æ oftar notuð til að tengjast net- inu. Árið 2010 má búast við því að flutningsgetan anni ekki lengur síaukinni eftirspurn netnotenda. Afleiðingarnar geta orðið þær að Netið verður nánast ónothæft. Samband rofnar æ oftar, jafnvel þegar verst stendur á – til dæmis þegar notandi er í miðju kafi að kaupa sér eitthvað í gegnum net- verslun eða ná í nýjasta mynd- bandið á YouTube. Sums staðar gætu notendur þurft að treysta aftur á gamaldags upphringisam- band til að komast á netið. Þetta getur meðal annars haft í för með sér að verulega hægi á því að netfyrirtæki bjóði upp á nýjungar, vegna þess einfaldlega að flutningsgeta netsins myndi ekki ráða við þær. Nýjar útgáfur af Amazon, Google eða YouTube gætu dregist árum saman meðan beðið er eftir því að þessi vandi verði leystur. „Það er engin leið að koma meiri umferð í gegnum netið en það ræður við,“ segir Johna Till John- son, forstjóri Nemertes, í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Í skýrslunni er því spáð að verst komi þetta niður á netnotendum í Bandaríkjunum og Kanada. Rannsóknin er byggð á háskóla- rannsóknum, notendakönnunum, opinberum gögnum og viðtölum við fjölmörg fyrirtæki sem tengj- ast internetþjónustu af ýmsu tagi. gudsteinn@frettabladid.is HANGIÐ Á NETINU Adam verður ekki lengi í paradís háhraðanetsins, ef marka má spádóma bandaríska fyrirtækisins Nemertes. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Internetið yfir- fyllist og stíflast innan fárra ára TÆKNI Fjarskiptafyrirtækið T- Mobile í Þýskalandi hefur til- kynnt að iPhone-símarnir, sem fyrirtækið fékk einkaleyfi á að selja í Þýskalandi, verði fram- vegis seldir án bindisamnings og ólæstir þannig að kaupendur símanna geti verið í viðskiptum við hvaða símafyrirtæki sem þeir vilja. T-Mobile hóf sölu á iPhone- símunum 9. nóvember síðastlið- inn og var einungis hægt að kaupa þá með tveggja ára bindi- samning við fyrirtækið. Keppi- nautur T-Mobile á fjarskipta- markaði í Þýskalandi, Vodafone, höfðaði mál og 12. nóvember gaf dómstóllinn út lögbann á að T- Mobile seldi iPhone-símana ein- ungis með tveggja ára binditíma. T-Mobile er einnig gert að hætta að selja iPhone-símana læsta sem kemur í veg fyrir að hægt sé að nota þá hjá öðru fjarskipta- fyrirtæki. Í tilkynningu frá T-Mobile sagði að þeir sem þegar hefðu keypt iPhone-síma gætu komið og látið fjarlægja læsingu af símum sínum. Þá var tekið fram að fyrirtækið hlýddi lögbanninu þar til lagaleg staða hefði verið leyst og að fyrirtækið áskildi sér rétt til að sækjast eftir skaða- bótum seinna meir. Apple-fyrirtækið, sem fram- leiðir iPhone-símana, hefur gert svipaða einkaleyfissamninga við fyrirtækin O2 í Bretlandi og AT&T í Bandaríkjunum. - sdg Einkaleyfishafi iPhone í Þýskalandi má ekki selja símana læsta né með binditíma: Lögbann á læsta iPhone-síma Vefurinn: Simpsonizeme.com Búðu til þína eigin Simpson- persónu á vefnum Simp- sonizeme. Með því að senda mynd af sjálf- um þér, eða hverjum sem er, getur þú búið til þína eigin persónu sem tekur sig vel út Aðstandendur YouTube-síðunnar hafa skorið upp herör gegn einelti og ofbeldi á netinu. Aðstandendur YouTube ætla að koma upp heimasíðu þar sem ungt fólk er hvatt til að tilkynna ofbeldi sem er beint gegn því. Síðan verður sett upp í kjölfar aukins eineltis í gegnum tölvupóst, farsíma sem og heimasíður á netinu. Unglingar um allan heim hafa meðal annars notað YouTube-síðurnar til að níðast á þeim sem minna mega sín. BERJAST GEGN NETFÖNGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.