Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2007 37 Sýning á verkum Kristjáns Guð- mundssonar verður opnuð í Safni, samtímalistasafni á Laugavegi 37, í kvöld kl. 20. Kristján Guð- mundsson er meðal virtustu og áhrifamestu samtímalistamanna Íslendinga. Frá því hann sýndi verk sín fyrst með SÚM-hreyf- ingunni árið 1969 hefur Kristján ögrað fyrirframgefnum hug- myndum um daglegt líf og fjallað um hversdagsleg fyrirbæri á ljóð- rænan og nýstárlegan hátt. Myndlist Kristjáns á sterkar rætur í hugmyndalist og um það bera til dæmis „Teikningar“ hans vott, en í þeim eru grafít og pappír, undirstöðuefni hefðbund- inna teikninga, sett saman á margvíslegan hátt. Þá hefur Kristján unnið töluvert með tíma- hugtakið og naumhyggju, svo sem í teikningum sínum og gler- verkum. Á sýningunni í Safni verður áhersla lögð á að sýna verk úr safneign Safns, en henni tilheyra 32 verk og telst það stærsta safn verka Kristjáns í heiminum. Kristján vinnur einnig verk sér- staklega fyrir sýninguna. Sýning Kristjáns verður síð- asta sýning Safns þar sem það lokar um áramótin. Enn er óvíst hvort Safn á sér framtíð í öðru húsnæði og því ljóst að lokunin er mikill missir fyrir íslenska sam- tímalist. - vþ Kristján á lokasýningu Safns Sýningin Songs with dirty words verður opnuð á morgun kl. 18 í gall- erí BOXi, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Listamennirnir sem sýna þar að þessu sinni koma alla leiðina frá Skotlandi og heita Niall Mac- Donald og Ruth Barker. Á sýning- unni verða til sýnis prentverk, skúlptúrar og teikningar. Niall MacDonald stundar meist- aranám við Glasgow School of Art. Hann vinnur með prentverk, skúlptúra og innsetningar. Ruth Barker útskrifaðist með meistaragráðu frá Glasgow School of Art árið 2004. Hún er einn af sýn- ingarstjórum Washington Garcia Gallery í Glasgow. Ruth vinnur með teikningar, skúlptúra og texta. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir á opnunina. Sýningar- gestum verður boðið upp á íslenska kjötsúpu, grænmetissúpu og skoskt viskí. - vþ Dónaleg orð frá Skotlandi MYNDLIST Verk eftir Kristján Guðmunds- son. SKOTAR Listamennirnir Ruth og Niall. Vatnsendahvarf – Tónahvarf II Atvinnuhúsnæði Úthlutun á byggingarétti Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á lóðum 1, 3, 5 og 7 við Tónahvarf II* undir atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Lóðirnar eru frá u.þ.b. 4800 m2 til 6400 m2. *Athugið að götuheitið Tónahvarf II er ekki endanlegt. Smáralind Vatnsendahvarf Kópavogskirkja 1 3 5 7 Kambavegur Tónahvarf Tónahvarf II Skipulagssvæðið er hluti af heildarskipulagi Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg. Ætlast er til að atvinnuhúsnæðið falli vel að umhverfi svæðisins og fyrirhugaðri og núverandi byggð í Vatnsendahvarfi. Af lóðunum greiðast gatnagerðar– og yfirtökugjöld. Yfirtökugjöld vegna lóða eru kr. 14.300 á m2 í lóð en gatnagerðargjöld kr. 9.988 á m2 í húsnæði. Gjöldin taka mið af byggingavísitölu sem er 376,7 stig og breytast með henni. Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingar- hæfar í september–október 2008. Úthlutunargögn fást afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Einnig er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15.00 mánudaginn 3. desember 2007. Vakin er athygli á að fyrirtækjum sem sækja um er skylt að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2006. Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt aðal- og deiliskipulags. Bæjarstjórinn í Kópavogi P IP A R • S ÍA • 7 23 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.