Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 40
BLS. 8 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 F rá því að Lóa var lítil stelpa var hún ákveðin í því að verða blaða- maður og rithöfundur. Hún hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig hún ætlaði að blanda starfinu saman en þegar hún kom út á vinnumark- aðinn reyndist það þrautin þyngri að sameina þessi tvö störf. Lóa var um tíma ritstjóri Húsa og híbýla. Hún starfaði líka á Tímanum, Degi, frétta- stofu RÚV og Uppeldi áður en hún leiddist út í sjónvarpsfréttamennsku sumarið 2005. „Ég hef alltaf ætlað að skrifa skáldsögu. Svo leið tíminn og ég var allt í einu orðin 32 ára og ekk- ert hafði gerst. Þetta var meira átak en ég hélt, að skrifa með vinnu,“ segir Lóa. Fyrir fimm árum stofnaði hún Word-skjal í tölvunni sem hún nefndi Suð. „Skjalið fékk þetta nafn svo að enginn myndi fatta að þetta væri eitthvað merkilegt ef ég myndi drep- ast enda vildi ég ekki hleypa neinum í óklárað handrit,“ segir hún og glott- ir út í annað. „Ég þagði yfir þessu þangað til núna í sumar. Það vissi enginn af þessu nema Sigfús maður- inn minn og útgefandinn minn sem ég hafði fyrst samband við síðastlið- ið haust. Þetta byrjaði út frá pæling- um um nútímakonuna sem er með svo þéttskipaða dagskrá að hún getur aldrei hugsað skýrt og er að tapa sér í vit leysunni. Svo þróaðist það áfram. Upphaflega óljósa hug- myndin af sögunni gjörbreyttist á þessum fimm árum sem ég var að skrifa bókina. Ég lagði upp með aðal- persónuna Ylfu og svo smám saman eignaðist hún vinkonur og fjöl- skyldu, hlóð utan á sig og þroskað- ist.“ Bókin fjallar um lögfræðinginn Ylfu Blæ sem er tæplega fertug fjög- urra barna móðir. Þrátt fyrir að vera hamingjusöm virðist eitthvað vera að naga hana og þegar hún skreppur í gæsaferð með vinkonum sínum fer af stað spennandi atburðarás. Í bók- inni eru skemmtilegar lýsingar á innanstokksmunum og það er vel hægt að greina persónurnar í bók- inni út frá heimilum þeirra. „Ég var á kafi í matarstellum, sófum og stól- um þessi þrjú ár sem ég ritstýrði Húsum og híbýlum. Áður en ég tók við því starfi hafði ég haft heil- brigðan áhuga á húsbúnaði en haf- andi verið á kafi í þessu fór ég óneit- anlega að taka betur eftir því hvernig fólk raðaði hlutum í kringum sig. Þessi reynsla af Húsum og híbýlum nýttist mér mjög vel þegar ég var að skrifa bókina. Maður getur sagt svo mikið um karaktera með því að lýsa húsnæðinu sem það býr í.“ Á meðan Lóa ritstýrði húsbúnaðarritinu sett- ist hún við tölvuna á kvöldin og skrif- aði í klukkutíma fyrir svefninn. Meðan á bókaskrifunum stóð varð hún ólétt og segir að hún hafi ekki verið í miklu skriftarstuði á með- göngunni en um leið og barnið var fætt kom andinn yfir hana aftur og hún notaði hvert tækifæri til að skrifa. „Þegar ég byrjaði í vaktavinnu á Stöð 2 notaði ég vaktafríin til að skrifa og þá fór að koma mynd á bók- ina.“ Kaupgleði kvenna er töluvert áberandi í bókinni. Þegar Lóa er spurð að því hvort henni finnist gaman að kaupa þá glottir hún. „Ég er sjoppari og nánast hver einasta kona sem ég þekki elskar að sjoppa. Og mér sýnist að það eldist ekkert af konum, ömmu minni finnst gaman að sjoppa og þótt hún geti lítið verið á flakki vegna bakveiki elskar hún að fara í Kringluna með ömmubörnun- um sínum.“ Þegar hún er spurð að því hvað hún kaupi helst nefnir hún föt, snyrtivörur og glingur. „Í bókinni tala ég um kraftbirtingu neyslunnar en þar á ég við ástand sem skapast þegar maður er í mátunarklefa. Maður mátar fullt af fötum en svo fer maður í eitthvað sem fer manni vel og þá verður maður eins og nýr. Það er eins og sálin hafi farið í bað og það gefur manni ótrúlega mikið. Samt er alltaf verið að skamma okkur fyrir neyslukapphlaup og eyðslugleði. Í bókinni er ég að gera tilraun til að réttlæta þetta. Þetta er bara hluti af okkar veruleika og ef ekki væri fyrir okkur konur þá myndi smásala heimsins hrynja. Við höld- um uppi heilmiklum hagvexti með þessari sjoppingáráttu,“ segir hún sannfærandi. Hún er án efa búin að rannsaka þetta ofan í kjölinn. Þegar hún talar um kaupgleði og fjórar vinkonur er auðvelt að sjá vinkon- urnar Carrie Bradshaw og co fyrir sér. „Það er erfitt að segja frá bók- inni því fólki dettur bara „ Sex and the City“ í hug þegar það heyrir um fjórar vinkonur sem elska að sjoppa og ein er lögfræðingur. Ég á í veru- legum vandræðum með að lýsa þess- ari bók og er ekki búin að finna mér vel kjarnyrta setningu sem lýsir henni.“ Á ekkert sameiginlegt með Ragnhildi Vinkvennalíf Lóu er fjölbreytt. Hún á tvo vinkvennahópa. Annar varð til í gagnfræðaskóla en hinn er frá háskólaárunum þegar hún dvaldi í Frakklandi í eitt ár. Þegar hún er spurð að því hvort vinkonurnar í bókinni séu eitthvað líkar hennar eigin vin- konum segir hún svo ekki vera. „Ég ætla að vona að engin vinkvenna minna lesi sig út úr þessari bók enda eru þær allar mjög vænar og yndisleg- ar konur. Við gagnfræðaskólavinkon- urnar köllum okkur æðstaráðið,“ segir hún án þess að útskýra það nánar. Lóa segist sjálf vera líkust Ylfu aðal- persónu bókarinnar. „Það er líka part- ur af Lindu Dögg í mér. Ég á ekkert sameiginlegt með Ragnhildi,“ segir hún en þess má geta að sögupersónan Ragnhildur er forríkur forstjóri sem hefur viðskiptavit par excellence. „Vinkonurnar eru þó allar samsettar úr fullt af konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Ylfa er eiginlega gler- augu okkar inn í þessa bók. Hún er bara venjuleg kona, jarðbundin kona sem vill vel en það kemur henni illa þegar líður á bókina. Ég hef hins vegar mest gaman af Hlaðgerði því hún hríf- ur fólk með sér.“ Sjálf segist Lóa lifa hefðbundnu lífi. Hún býr með skáldinu Sigfúsi Bjart- marssyni og þau eiga saman soninn Núma Jörgen sem er þriggja og hálfs. Fyrir áttu þau hvort sitt barnið þegar þau kynntust, hún átti Tuma sem er 17 ára og Sigfús átti Kolbrúnu sem er 22 ára. Þau hafa bæði verið með sam- eiginlegt forræði yfir börnum sínum og Lóa kann vel við það fyrirkomulag. „Ég er mjög hlynnt sameiginlegu for- ræði. Ég held að það geri börnunum mjög gott að geta kynnst báðum for- eldrum sínum í hversdagslífi, ekki bara í helgarskemmtun. Ég er til dæmis mjög fegin því að hún Kolbrún stjúpdóttir mín hefur verið svona mikið hjá okkur, ef hún hefði verið að koma aðra hvora helgi hefðu sam- skiptin orðið svo miklu yfirborðs- kenndari.“ Sigfús, maðurinn hennar Lóu, vinnur heima en á sumrin er hann stóran hluta af sumrinu í Aðal- dal þar sem hann ræktar blóðberg og safnar íslenskum jurtum. „Það hjálp- aði mér mikið að hafa mann inni á heimilinu sem hefur unnið við skriftir í áratugi. Hann ýtti við mér og hvatti mig áfram. Hann gerði mér grein fyrir því að ég yrði að setja mér „deadline“ því annars yrði ekkert úr þessu. Ég tók þessu mjög alvarlega og fór að spýta í lófana. Auk þess er hann örugglega einn besti yfirlesari landsins.“ Talið berst að nútímasamfélaginu en Sautjándinn á að gerast í náinni framtíð og í bókinni eru klækir og flókin plott. „Fyrir um áratug var þjóðin með minnimáttarkennd en núna eigum við mikið af ríkum mönn- um sem eru að meika það. Og við berum djúpa virðingu fyrir fólki sem kann að búa til peninga. Sem er vissu- lega virðingarvert en glampinn af fúlgunum er svo sterkur að okkur er orðið sama hvernig þær verða til. Ég hef á tilfinningunni að viðhorf manna til vinnu og peninga hafi breyst mjög á skömmum tíma. Að það þyki bara sjálfsagt og beri vott um djörfung að FRÉTTAKONAN LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR ER BÚIN AÐ SKRIFA SÍNA FYRSTU SKÁLDSÖGU, SAUTJÁNDANN. HÚN HÉLT SKRIF- UNUM LEYNDUM OG GEYMDI ÞAU Í LEYNISKJALI Í TÖLVUNNI SINNI UNDIR NAFNINU SUÐ. BÓKIN ER ÞÓ ALLT ANNAÐ EN SUÐ ÞVÍ HÚN SEGIR SÖGU YLFU, HAMINGJUSAMRAR KONU SEM Á ALLT EN LANGAR SAMT Í MEIRA, OG VINKVENNA HENNAR SEM SUMAR EIGA SÉR SKUGGAHLIÐAR. Fékk áfall þegar ég sá mig á skjánum LÓA ER OFT KÖLLUÐ DRASLFÆÐISDROTTNINGIN í vinnunni en hún veit fátt betra en BigMac. MYNDIR VALLI Uppáhaldsmatur: Er stundum kölluð draslfæðisdrottningin í vinnunni. BigMac er t.d. í miklu uppáhaldi. Og eiginlega allt sem Ragga og Silla vinkonur mínar elda. Uppáhaldsdrykkur: Diet kók og mexíkóski bjórinn Negra Modelo. Áhugamálin: Tek prjónaköst, les bækur, knúsa minnsta strákinn og tala við karlinn. Kemst ekki yfir mikið fleira. Og jú, reyndar, sjoppa. Geisladiskurinn: La Llorona með Lhasa. Unaðslegasta árstíðin: Brennheit sólin á sumrin, reyniberin á haustin, kuldinn sem bítur í stillu á veturna og vonin um sumar á vorin. En sennilega eru jólin bara unaðslegasta árstíðin. Dekrið: Nudd. Bíllinn minn er... Renault Megane Scenic. Á nagladekkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.